Tónahlaup

Hér er síðasta sjónvarpsþáttaröðin sem ég stjórnaði, Tónahlaup. Hún var á dagskrá RÚV 2015. Ég fékk hugmyndina að þáttunum, sem fólst í því að fá þekkta lagahöfunda til að sérsemja lag fyrir hóp krakka í mismunandi grunnskólum. Tónmenntakennarar skólanna völdu í hópana. Lagahöfundurinn afhenti krökkunum lagið sem áttu sjálfir að útsetja það og frumflytja í lok þáttarins, án aðstoðar lagahöfundarins. Hver þáttur fjallar um ferlið frá því lagið er afhent og þar til það er frumflutt í myndveri RÚV.