Tónahlaup

Ég átti hugmyndina að þessum þáttum, sem ég gerði fyrir RÚV ásamt Birni Emilssyni. Þættirnir voru sýndir haustið 2015. Þeir fjalla um tónmenntakennslu í mismunandi skólum. Í hverjum þætti fær hópur barna nýtt, ófrumflutt lag frá þekktum lagahöfundi. Verkefni barnanna er að útsetja lagið hjálparlaust, en þó með hjálp tónmenntakennarans. Lagahöfundur kemur þar hvergi nærri. Í lok þáttarins frumflytja börnin lagið í myndveri RÚV.