Norðurljósin dönsuðu í tónlistinni

Niðurstaða: Sérlega glæsilegir tónleikar með skemmtilegri tónlist. Verk eftir Dvorák, Mozart, Kodaly og Mist Þorkelsdóttur. Flytjendur: Rannveig Marta Sarc, Brian Hong og Svava Bernharðsdóttir. Salurinn í Kópavogi þriðjudaginn 11. janúar Eins og venjulega voru allir með grímur á tónleikum í Salnum í Kópavogi á þriðjudagskvöldið. Tónlistarflytjendurnir, sem voru þrír, voru það þó ekki og stóðu […]

Trillur eins og stjörnur himinsins

Niðurstaða: Flottir tónleikar með áhugaverðri tónlist, en fullmiklum trillum. Halldór Bjarki Arnarson flutti verk eftir Handel, Bach, Lully og Froberger. Salurinn í Kópavogi miðvikudagur 5. janúar Sagt er að Mozart hafi einu sinni ögrað Haydn með því að rétta honum nótur að lagi fyrir sembal. Það er hljómborðshljóðfæri og forfaðir píanósins. Fullt var af nótum […]

Mikill er máttur tónlistarinnar

Óperusöngkona gengur fram á sviðið. Hún er stór og mikil, í gullslegnum kjól. Hljómsveitin spilar á fullu og söngkonan dregur andann djúpt. Tónarnir sem hún syngur eru brjálæðislega sterkir. Á háa C-inu brotna kampavínsglös tónleikagesta og sprungur koma í gleraugun. Risavaxin kristalsljósakrónan splundrast og glerbrotum rignir yfir alla. Líklega hefur enginn séð þetta gerast í […]

Tröllið sem stal jólunum

Niðurstaða: Vel sungið en engu að síður sérlega leiðinlegir tónleikar sem liðu fyrir skort á alþýðleika. Kór Hallgrímskirkju söng undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Einsöngur: Jóna G. Kolbrúnardóttir. Einleikur: Baldvin Oddson. Hallgrímskirkja fimmtudagur 16. desember Hvernig skiptir kórstjóri um ljósaperu? Hann heldur um hana og lætur heiminn snúast í kringum sig. Nú skal ósagt látið […]

Forkunnarfagur söngur bar af

Niðurstaða: Frábær tónlist en flutningurinn var misjafn og slæmur hljómburður hjálpaði ekki. Miðevrópsk kvikmyndatónlist Kaldalón í Hörpu mánudagur 6. desember Tónskratti, eða Diabolus in musica, er bil á milli tveggja tóna sem kallast stækkuð ferund. Hún þótti óskaplega ljót í gamla daga; þaðan kemur nafnið. Tónbilið er algengt í tónlist sem fjallar á einhvern hátt […]

Bach hefði getað verið betri

Niðurstaða: Sumt var gott, annað ekki. Verk eftir Bach á jólatónleikum Kammersveitar Reykjavíkur Einleikarar: Una Sveinbjarnardóttir og fleiri Norðurljós í Hörpu sunnudagur 5. desember Franska tónskáldið Paul Dukas sagði einu sinni að konsertinn væri óæðra listform í samanburði við sinfóníuna. Í hinum fyrrnefnda væri áherslan á einstaklinginn og yfirburði hans, þ.e. einleikarann, en í sinfóníunni […]

Dásamlegur í höndum Víkings

Niðurstaða: Glæsilegur geisladiskur með sannfærandi túlkun Geisladiskur Víkingur Ólafsson: Mozart & Contemporaries Detusche Grammophon Rannsóknir hafa upplýst að þeir sem hlusta á sónötu fyrir tvö píanó í D-dúr K 448 eftir Mozart rétt áður en þeir eiga  að leysa ákveðnar heilaþrautir, standa sig betur en aðrir. Vísindarannsóknir hafa líka sýnt fram á að sama sónata, […]

Flottir tónleikar, og þó

Niðurstaða: Vel spilað allt saman, en misáhugavert. Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Sibelius og Thomas Adès. Víkingur Heiðar Ólafsson lék einleik. Eldborg í Hörpu fimmtudagur 18. nóvember Finnska tónskáldið Jean Sibelius drakk eins og svín, og hann reykti líka. Hann varð samt eldgamall. Á efri árum sagði hann: „Allir læknarnir sem hvöttu mig til að […]

Misjafnlega spennandi Beethoven

Niðurstaða: Flutningurinn á píanóverkum Beethovens var stundum áhugaverður. Verk eftir Beethoven. Flytjendur: Þóra Kristín Gunnarsdóttir, Peter Maté og Aladar Rácz. Salurinn í Kópavogi sunnudagur 14. nóvember Beethoven var ekki bara heyrnarlaus seinni hluta ævi sinnar, heldur líka afskaplega geðvondur. Nú mætti segja að hann hafi haft ærna ástæðu til. Ekki getur það verið skemmtilegt að […]

Ein besta hljómsveit heims

Niðurstaða: Stórfengleg spilamennska, sannfærandi túlkun. Verk eftir Sjostakóvitsj og Tsjajkovskí. Concertgebouw hljómsveitin lék undir stjórn Klaus Mäkelä. Eldborg í Hörpu miðvikudaginn 10. nóvember Mér leið eins og Súperman hefði stigið niður til jarðar á tónleikum Concertgebouw hljómsveitarinnar í Eldborginni í Hörpu á miðvikudagskvöldið. Tilfinningin var sú sama, að sjá ofurmenni í allri sinni dýrð hnykla […]