Haltu kjafti og vertu sæt

4 stjörnur Sinfóníutónleikar Verk eftir Chabrier, Brahms og Farrenc. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék. Einleikarar: Ari Þór Vilhjálmsson og Sigurgeir Agnarsson. Stjórnandi: Bjarni Frímann Bjarnason. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 16. maí Farsímar á sinfóníutónleikum eru plága. Á tónleikunum í þar síðustu viku var m.a. á efnisskránni píanókonsertinn eftir Grieg. Á viðkvæmum stað í hæga, rólega kaflanum, hringdi […]

Andlegt ferðalag fullt af spennu

5 stjörnur Kammertónleikar Verk eftir Prókofíev, Dvorák, Grieg og Piazzolla. Auður Hafsteinsdóttir lék á fiðlu, Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 12. maí Tónlistarnám  bætir minni, tungumálafærni og rökhugsun, svo fátt eitt sé nefnt. Töluverð gróska er í tónlistarkennslu á Íslandi enda margir frábærir kennarar starfandi. Sumir þeirra eru einnig einleikarar sem […]

Enn einn dagurinn á skrifstofunni

3 og hálf stjarna Verk eftir Grieg, Verdi og Prókofíev. Einleikari: Nikolai Lugansky. Stjórnandi: Eivind Aadland. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 9. maí Á YouTube er upptaka af ungum trúleysingja sem les Biblíuna í hæðnisróm. Hugmyndin er fyndin, en sjálf upptakan veldur vonbrigðum. Trúleysinginn ýkir svo háðið í röddinni að það missir marks. Kanadíski píanóleikarinn Glenn […]

Lady Gaga á tónleikum Kvennakórs

4 stjörnur Vortónleikar Kvennakórs Reykjavíkur. Stjórnandi: Ágóta Joó. Hljómsveit: Ari Bragi Kárason, Zbigniew Dubik, Þorvaldur Þór Þorvaldsson, Hávarður Tryggvason og Vilberg Viggósson. Kynnir: Silja Aðalsteinsdóttir. Langholtskirkja laugardaginn 4. maí Furðulega útgáfu sálmsins Hærra, minn Guð, til þín eftir Mason Lowell mátti heyra á tónleikum Kvennakórs Reykjavíkur á laugardaginn. Útsetningin var eftir James L. Stevens, sem […]

Snert hörpu mína og djöfullegur búgívúgí

Minningargrein um Atla Heimi Sveinsson Mín fyrstu kynni af Atla Heimi Sveinssyni, sem nú er látinn áttræður að aldri, hófust þegar ég var fjórtán ára gamall. Hann hafði þá nýlega hlotið tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir flautukonsertinn sinn, og var hann fluttur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Robert Aitken var einleikari, en Jean-Pierre Jacquillat stjórnaði. Ég var á […]

Dýpstu tónarnir næst Guði

Geisladiskur 4 stjörnur Herberging. Tónlist eftir Berglindi Maríu Tómasdóttur. Hver hefur ekki farið í nudd og hlustað á slökunartónlist? Undir slíkum kringumstæðum er hún að vísu höfð á mörkum hins heyranlega, en ómurinn hefur venjulega mjög róandi áhrif. Margir hlusta líka á svona músík fyrir svefninn, nú eða þá til að hjálpa til við hugleiðslu. […]

Ljósið frá símunum vakti hina dauðu

2 og hálf stjarna Mozart: Píanókonsert nr. 20 og Sálumessa. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands lék ásamt Söngsveitinni Fílharmóníu og Kammerkór Norðurlands. Einleikari: Alexander Edelstein. Stjórnandi: Anna-Maria Helsing. Langholtskirkja Föstudaginn langa Það er umdeilanleg ákvörðun af Menningarfélagi Akureyrar að hafa tónleikaskrár Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands eingöngu á rafrænu formi. Ákvörðunin er sögð vera af umhverfisástæðum. Þetta má þó ekki vera […]