Fríðari engan finna má

Niðurstaða: Yfirleitt mjög skemmtilegir tónleikar. Ár íslenska einsöngslagsins. Lög eftir mismunandi íslenska höfunda. Fram komu Egill Árni Pálsson, Hanna Dóra Sturludóttir, Harpa Ósk Björnsdóttir, Unnsteinn Árnason, Hrönn Þráinsdóttir og Matthildur Anna Gísladóttir. Salurinn í Kópavogi sunnudagur 19. febrúar Bindindishreyfingin IOGT (International Organization of Good Templars) var í mínu ungdæmi uppnefnd „Íslenskir ofdrykkjumenn og gamlir tugthúslimir“. […]

Búktalandi óperusöngvari og farsakennd atburðarás

Niðurstaða: Drepfyndin ópera. Donizetti: Don Pasquale. Sviðslistahópurinn Óður setti upp. Leikstjórn: Tómas Helgi Baldursson. Tónlistarstjórn og píanóleikur: Sigurður Helgi. Aðalhlutverk: Ragnar Pétur Jóhannsson, Áslákur Ingvarsson, Sólveig Sigurðardóttir og Þórhallur Auður Helgason. Þjóðleikhúskjallarinn laugardagur 11. febrúar Síðast þegar ég vissi var hraðmæltasti maður heims John Moschitta yngri. Á YouTube má sjá hann og heyra fara með […]

Leikhústónskáld sýndi á sér aðra hlið

Niðurstaða: Vandaðir og spennandi tónleikar. Verk eftir Vänskä, Weill og Mendelssohn í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einleikari: Erin Keefe. Stjórnandi: Osmo Vänskä. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 2. febrúar Sönglögin eftir Kurt Weill eru mörg hver fjarskalega falleg, eins og Youkali, sem er í einskonar tangóstíl og fjallar um útópíu fullkominnar hamingju. Lagið er grípandi, í hefðbundnum […]

Drottning fiðlunnar og skylmingameistarinn

Niðurstaða: Stórkostlegir tónleikar. Anne-Sophie Mutter ásamt Mutter Viruosi flutti verk eftir Vivaldi, Bologne og Chin. Eldborg í Hörpu föstudaginn 27. september Gamli Niccolo Paganini var svo snjall fiðluleikari að fólk hélt að hann væri í slagtogi við djöfulinn. Auðvelt væri að trúa því sama upp á Anne-Sophie Mutter. Hún er stundum kölluð drottning fiðlunnar. Og […]

Innblásinn Ravel en Haukur var síðri

Verk eftir Mozart, Ravel og Hauk Tómasson. Einleikari: Claire Huangci. Stjórnandi: Eva Ollikainen. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 19. janúar Niðurstaða: Skemmtilegir tónleikar að mestu. Ég var ekkert sérstaklega spenntur yfir komandi Sinfóníutónleikum á fimmtudagskvöldið. Á dagskránni var meðal annars G-dúr píanókonsertinn eftir Ravel. Það er óttalega útjöskuð tónlist, líka hér á landi. Hvorki meira né […]

Töfraveröld glitrandi blæbrigða

Stephen Hough lék verk eftir Debussy, Liszt og hann sjálfan. Norðurljós í Hörpu föstudaginn 13. janúar Niðurstaða: Glæsilegir tónleikar en sumt hefði mátt verið betra. Kínversk musteri, ljúfar nætur í Granada, framandi dansar, himnaríki og helvíti… Allt þetta kom við sögu á tónleikum Stephens Hough píanóleikara í Norðurljósum í Hörpu á föstudaginn. Tónleikarnir voru á […]

Fingurbrotinn en hafði ekkert fyrir söngnum

Stærstu klassísku tónleikar ársins sem er að líða voru með tenórnum blinda Andrea Bocelli í Kórnum í vor. Áheyrendafjöldinn var gríðarlegur og ég tók mynd af múgnum og birti á Facebook. Einn vinur minn kommenteraði: „Hér hefði verið fullkomið tækifæri til að bólusetja með fjórðu sprautunni. Bara svona fyrst allir gamlingjar á höfuðborgarsvæðinu voru á […]

Endaði ekki með hvelli heldur kjökri

Niðurstaða: Flottar útsetningarnar en tónleikarnir misstu engu að síður marks. La Boheme eftir Puccini í útsetningu fyrir fiðlu og píanó. Mathieu van Bellen og Mathias Halvorsen léku. Salurinn í Kópavogi þriðjudagur 13. desember Sagt hefur verið að La Boheme eftir Puccini hljóti að vera grínópera, því ein aðalsögupersónan þjáist af tæringu en syngur samt fullum […]

Fleyta kerlingar yfir gáróttan geim

Niðurstaða: Frábær tónlist, magnaður flutningur. Geisladiskur Hugi Guðmundsson: Windbells. Kammersveit Reykjavíkur, ásamt Áshildi Haraldsdóttur og Hildigunni Einarsdóttur. Sono Luminus Einu sinni las ég fantasíubók sem hefst í helvíti. Þar kveljast sálir fordæmdra um alla eilífð, en illu andarnir passa upp á logarnir brenni sem heitast. Á meðan er spiluð tónlist. Þetta er eingöngu tónlist eftir […]

Mozart í yfirborðslegum kappakstri Sinfóníunnar

Niðurstaða: Frábær einsöngur og einleikur en annað var verra. Verk eftir Walpurgis, Vivaldi, Händel og Mozart. Einleikarar: Vera Panitch og Steiney Sigurðardóttir. Einsöngur: Tim Mead. Stjórnandi: Jonathan Cohen. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék. Eldborg í Hörpu fimmtudagur 1. desember Það eru góða fréttir og slæmar af aðventutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Góðu fréttirnar eru að allt var […]