Í hæstu hæðum

Niðurstaða: Tveir söngljóðabálkar eftir Schumann voru forkunnarfagrir hjá söngvara og píanóleikara, og lög eftir Árna Thorsteinsson voru hrífandi.   Andri Björn Róbertsson og Ástríður Alda Sigurðardóttir fluttu tónlist eftir Schumann og Árna Thorsteinsson. Norðurljós í Hörpu þriðjudaginn 12. október Geðhvörf einkennast af miklum öfgum í tilfinningalífinu. Þau eru ekki fyndin, en húmorinn léttir samt lífið. […]

Fjórtán ára sló í gegn á tónleikum

Niðurstaða: Frábærir einleikarar, sérstaka athygli vakti að annar þeirra er aðeins fjórtán ára. Hljómsveitin spilaði mjög vel. Verk eftir Dmitrí Sjostakovitsj og Richard Strauss. Einleikarar: Stefán Jón Bernharðsson og Ásta Dóra Finnsdóttir. Stjórnandi: Eva Ollikainen. Eldborg í Hörpu miðvikudaginn 6. október Rússneska tónskáldið Dmitrí Sjostakóvitsj hneigðist til þungyndis. Hann gat þó verið gamansamur inn á […]

Sem betur fer kviknaði ekki í sellóinu í Eldborg

Niðurstaða: Sellókonsert eftir Dvorák kom misvel út eftir því hvar maður sat, verk eftir Halldór Smárason var klént en konsert eftir Joan Tower var magnaður Verk eftir Dvorák, Halldór Smárason og Joan Tower. Stjórnandi: Peter Oundjian. Einleikari: Joanthan Swensen Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 30. september Í kvikmyndinni The Witches of Eastwick er atriði þar sem […]

Beethoven góður en Gubaidulina frábær

Niðurstaða: Einsöngvararnir stóðu sig vel, kórinn var dálítið hrár, hljómsveitin góð nema í lokakaflanum í Beethoven, og Gubaidulina var mögnuð, enda einleikarinn geggjaður. Beethoven og Gubaidulina á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Eva Ollikainen stjórnaði. Fram komu Hallveig Rúnarsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Elmar Gilbertsson og Jóhann Kristinsson. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 16. september Ég sá nýlega þátt […]

Síðasta lag ekki sargandi garg

Niðurstaða: Afar vandaður geisladiskur með fallegri tónlist. Geisladiskur Last Song. Una Sveinbjarnardóttir og Tinna Þorsteinsdóttir. Sono Luminus. „Hr. Hundfúll slapp naumlega lifandi frá síðasta lagi fyrir fréttir á Rás 1. Mögulega nær hann sér að fullu eftir þessi ósköp sem Ríkisboxið bauð upp á á fyrsta degi samkomubannsins hér á Fróni en fyrr má nú […]

Hið sjónræna átti vinninginn

Niðurstaða: Sérlega safaríkir tónleikar. Klassíkin okkar. Sinfóníuhljómsveit íslands flutti leikhústónlist undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Fjöldi einsöngvara kom fram. Eldborg í Hörpu föstudagur 3. september Englendingur, Frakki, Spánverji og Þjóðverji eru í leikhúsi. Leikarinn á sviðinu spyr hvort þeir sjái hann almennilega. Þeir svara: „Yes oui si ja.“ Allir sáust líka vel á tónleikunum á fimmtudagskvöldið, […]

Fegurðin víðsfjarri í Fidelio

2 og hálf stjarna Fidelio eftir Beethoven í styttri útgáfu. Leikstjórn og leikgerð: Bjarni Thor Kristinsson. Aðalhlutverk: Guja Sandholt, Dísella Lárusdóttir,  Oddur Arnþór Jónsson, Egill Árni Pálsson, Bjarni Thor Kristinsson og Gissur Páll Gissurarson. Tónlistarstjórn: Stefan Sand Groves og Gísli Jóhann Grétarsson. Hljómsveitarstjóri: Stefan Sand Groves. Norðurljós í Hörpu fimmtudaginn 26. ágúst Í kvikmyndinni Eyes […]

Klámvæðing klassískrar tónlistar

Klámvæðing klassískrar tónlistar Mamma mín var spíritisti en pabbi efahyggjumaður. Trúmál voru því sjaldan rædd við matarborðið og við fórum aldrei í kirkju. Klassísk tónlist var hins vegar dýrkuð, kannski voru þau einskonar trúarbrögð. Hún var hin fullkomna tjáning æðstu fegurðar. Rithöfundurinn Philip K. Dick, höfundur sagnanna sem myndir á borð við Blade Runner, Total […]

Geimvera á Sinfóníutónleikum

4 stjörnur GDRN, Bríet, JóiPé x Króli, Logi Pedro, Cell7, Reykjavíkurdætur, Joey Christ, Flóni og Unnsteinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 19. ágúst Karlkyns sinfóníuhljóðfæraleikarar eru venjulega í kjólfötum. Siðurinn mun vera frá Viktoríutímabilinu, þegar þjónar klæddust kjólfötum. Þá þótti við hæfi að hljóðfæraleikarar væru í eins fötum, þeir […]