Vonda gímaldið sem át tónlistina

2 og hálf stjarna Verk eftir Bach-fjölskylduna og Telemann. Barokkbandið Brák lék. Eldborg í Hörpu sunnudaginn 20. september Hljómsveitarstjóri nokkur sagði einu sinni að semball hljómaði eins og beinagrindur að elskast uppi á blikkþaki. Semballinn lítur út eins og eins konar píanó, en strengirnir eru plokkaðir með sérstökum mekanisma. Útkoman – plokk, klikk og bank […]

Undarlegheit á Beethoven tónleikum

2 og hálf stjarna Kristín Jónína Taylor og Bryan Stanley fluttu sónötur eftir Beethoven. Salurinn í Kópavogi laugardaginn 19. september Þetta voru undarlegir tónleikar. En kannski við hæfi, fyrst Beethoven var eingöngu á dagskránni. Í venjulegu árferði hefði verið mikið um dýrðir í tónlistarheiminum, því um þessar mundir eru 250 ár síðan Beethoven fæddist. Covid […]

Undiraldan í Beethoven var grípandi

4 og hálf stjarna Verk eftir Beethoven og Glass í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Stjórnandi: Eva Ollikainen. Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson. Eldborg í Hörpu/Bein útsending RÚV fimmtudagur 17. september Einhver nemandi í barnaskóla skrifaði einu sinni í ritgerð um tónlist að börn og eiginkona Beethovens hefðu alltaf verið að rífast í honum og gert hann ENNÞÁ […]

Klassíkin okkar á tímum Covid

4 stjörnur Blönduð dagskrá í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Bein útsending á RÚV. Eldborg í Hörpu föstudaginn 4. september Einhver grínisti setti internetið á hliðina nýlega með því að leggja fyrir fólk eftirfarandi gátu: Það tekur 120 manna hljómsveit 40 mínútur að flytja níundu sinfóníu Beethovens. Hvað myndi 60 manna hljómsveit vera […]

Tónlist… ZZZ…

Ég hef notað ýmis svefnmeðul í gegnum tíðina, sum hollari en önnur. Einu sinni las ég í ákveðinni bók, The Christian Philosophy of St. Thomas Aquinas eftir Etienne Gilson. Yfirleitt dugði að lesa bara einu blaðsíðu, því bókin var svo tyrfin og leiðinleg. Verst var að ég átti það til að dreyma Spænska rannsóknarréttinn með […]

Til umhugsunar… en ekkert bros

4 stjörnur Verk eftir Halldór Smárason. Flytjendur: Strokkvartettinn Siggi. Norðurljós í Hörpu fimmtudaginn 20. ágúst Kántrísöngvari bjó einu sinni lag til um pabba sinn, sem var tónskáld og samdi ómstríða tónlist. Textinn var einhvern veginn svona: „Pabbi var tónskáld. Nútímatónlist var stíllinn hans. Tónlistin hans kom þér til að hugsa. En aldrei að brosa.“ Líklega […]

Vandað yfirborð, en hvað svo?

1 og half stjarna Geisladiskur Atonement. The Music of Páll Ragnar Pálsson Sono Luminus Tónsmíðaferlið er einskonar hugleiðsla, segir Páll Ragnar Pálsson í bæklingnum sem fylgir geisladiski með tónlist hans. Hann kveðst ekki byrja á upphafsreit þegar hann hefur smíði nýs verks. Hann heldur bara áfram þar sem frá var horfið í síðasta verki. Eitt […]

Hér stöðvast tíminn

Geisladiskur 5 stjörnur Katarina Leyman: Vattenklanger FP Music Það voru ekki bara Niccolo Paganini og Franz Liszt sem áttu að vera í slagtogi með myrkrahöfðingjanum. Blúsgítarleikarinn Robert Johnson, sem er miklu nær okkur í tíma, átti að hafa verið það líka. Sagan segir að hann hafi í fyrstu bara verið ósköp venjulegur músíkant, en tekist […]

La-la fyrir Jóhann Sebastian Bach

4 stjörnur Eyþór Ingi Jónsson á Orgelsumri í Hallgrímskirkju. Verk eftir Buxtehude, Bach, Magnús Blöndal og Gísla Jóhann Grétarsson. Hallgrímskirkja Fimmtudaginn 6. ágúst Einu sinni sótti organisti nokkur um vinnu. Í umsókninni skrifaði hann: „Ég sæki hér með um starf sem organisti við kirkjuna. Þér auglýstuð eftir konu eða karlmanni til að leika á orgelið. […]

Mozart gefur heilbrigt og gott útlit og bætir meltinguna

5G er framtíðin, en margir hafa áhyggjur. Alls konar samsæriskenningar hafa skotið upp kollinum í tengslum við 5G og Covid 19, flestar þeirra fjarstæðukenndar. Þær komast þó ekki nálægt hugmyndinni um að tónlist sé vitlaust stillt og hafi verið það í áratugi, bara til að æsa upp almúgann. Í dag eru tónar stilltir eftir ákveðnu […]