Ferilskrá

Jónas Sen, 061162-3999

Miðvangur 63, 220 Hafnarfjörður

Heimasími: 551-0950

GSM sími: 696-3993

Netfang: jonas@jonas-sen.com

Heimasíða: www.jonas-sen.com

Menntun:

  • Meistaragráða í mennta- og menningarstjórnun frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst haustið 2006.
  • Meistaragráða í tónlist (Performance Studies) frá City University í London haustið 1991.
  • Einkanám í píanóleik í París hjá Monique Deschaussées 1983-1986 og hjá Pierre Sancan 1981-1982. Var styrkþegi franska ríkisins.
  • Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1981.
  • Einleikarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1980.

Starfsferill:

Núverandi störf:

Höfundur tónlistarinnar við sjónvarpsþáttaröðina Fólk eins og við á Stöð 2 (2023-)

Höfundur tónlistar við sýninguna Til hamingju með að vera mannleg í Þjóðleikhúsinu (2022-

Prófdómari hjá Prófanefnd tónlistarskóla (2018-).

Píanókennsla og meðleikur við Tónmenntaskóla Reykjavíkur (2003 – 2007, 2008-).

Einkakennsla í píanóleik (1996-).

Fyrri störf:

Nýlegt tónleikahaldq

2018:

Var einn af fimm píanóleikurum sem tóku þátt í heildarflutningi á 20 etýðum fyrir einleikspíanó eftir Philip Glass, heimsþekkt tónskáld, á hátíð helgaðri nýrri tónlist í Winnipeg í Kanada. Hver píanóleikari flutti fjórar etýður. Philip Glass sjálfur var einn af píanóleikurunum.

Ritstörf

2015-2017:

Höfundur bókarinnar Þá er ástæða til að hlæja, æviminninga Halldórs Haraldssonar píanóleikara og fyrrverandi skólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík.

Umsjón sjónvarpsþátta

2014-2015:

Umsjónarmaður og handritshöfundur sjónvarpsþáttaraðarinnar Tónahlaup á RÚV (6 þættir). Hljóðblandaði öll tónlistaratriðin fyrir utan eitt.

2014:

Umsjónarmaður og handritshöfundur sjónvarpsþáttar um Gunnar Kvaran sellóleikara og saraböndurnar í einleikssvítum Bachs. Þátturinn var framleiddur af RÚV.

2011-2012:

Umsjónarmaður og handritshöfundur sjónvarpsþáttaraðarinnar Tónspor (6 þættir). Þættirnir fjölluðu um tónskáld og danshöfunda, samstarf þeirra og um nútímadans yfirleitt. Tónspor voru samstarfsverkefni RÚV og Listahátíðar í Reykjavík. Þættirnir voru tilnefndir til Edduverðlaunanna 2013.

2009 -2011:

Umsjónarmaður og handritshöfundur sjónvarpsþáttaraðarinnar Átta raddir (RÚV) um söngvara á Íslandi (8 þættir). Þættirnir voru tilnefndir til Edduverðlaunanna 2012.

2005-2007:

Umsjónarmaður og handritshöfundur sjónvarpsþáttaraðarinnar Tíu fingur (RÚV) um íslenska hljóðfæraleikara (12 þættir). Þættirnir voru tilnefndir til Edduverðlaunanna 2007.

Samstarf við Björk Guðmundsdóttur

2016-2017: 

34 nýjar útsetningar á tónlist Bjarkar, sem komu út í bók vorið 2017. Vann útsetningarnar með Björk. Music Sales Group í London gaf út.

2013:

Sembal-, orgel- og gamelestleikur á Biofiliu-tónleikaröð Bjarkar í París, 7 tónleikar.

2011:

Sembal-, orgel- og gamelestleikur á Biofiliu-tónleikaröð Bjarkar (9 tónleikum) í Hörpu í Reykjavík.

Útsetningar, ásamt Björk, á tíu lögum hennar fyrir hluta af margmiðlunarútgáfu plötunnar Biofilíu. Margmiðlunarútgáfan var fyrir iPad og var byltingarkennd leið til tónlistarútgáfu á Netinu.

2007-2008:

Píanó-, orgel-, selestu- og semballeikari í hljómsveit Bjarkar á tónleikaferð hennar um heiminn. Alls tæplega 80 tónleikar í 63 borgum í Evrópu, S.- og N. Ameríku, Asíu, Ástralíu, Nýja Sjálandi og Kanada. Tvennir þessara tónleika, í París og Reykjavík, ásamt hljóðupptökum í London, voru síðar gefnar út á fjórföldum DVD diski undir heitinu Voltaic.

Höfundur tónlistar

2015-2020:

Höfundur fjölmargra laga við ljóð Heilags Jóhannesar af krossi og Heilgrarar Teresu af Lisieux, fyrir Karmelsystur í Hafnarfirði. Lögin eru flutt reglulega í messum í klaustrinu. Lögin munu koma út á geisladiski í náinni framtíð. 

2019:

Höfundur tónlistarinnar við sjónvarpsþáttaröðina Óminni, sem fjallaði um fíknefnaneyslu ungmenna á Íslandi og var sýnd á Stöð 2 í opinni dagskrá. 

2016-2017:

Höfundur tónlistarinnar í dansverki Sigríðar Soffíu Níelsdóttur, Fubar, sem var sýnt víða um Ísland og einnig á Grænlandi. Var tilnefndur til Grímuverðlaunanna fyrir Tónlist ársins.

2015:

Höfundur tónlistar, ásamt Valdimar Jóhannssyni, fyrir opnunarsviðsverk Listahátíðar í Reykjavík, dansverkið Svartar fjaðrir eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Tilnefnt til Grímuverðlaunanna í flokknum Tónlist ársins.

2013:

Höfundur tónlistar, ásamt Valdimar Jóhannssyni, fyrir sýninguna H, An Incident, sem var frumsýnd í Brussel og ferðaðist víða um Evrópu í kjölfarið.

2011:

Höfundur tónlistar, ásamt Valdimar Jóhannssyni, fyrir sýningu Gabríelu Friðriksdóttur, Crepusculum, í Frankfurt.

2008:

Höfundur tónlistar fyrir sýninguna The Black Spider eftir Gabríelu Friðriksdóttur í Schauspielhaus í Zurich.

2006:

Höfundur tónlistar í myndbandi fyrir sýninguna Inside the Core eftir Gabríelu Friðriksdóttur.

2005:

Höfundur tónlistar fyrir Versations Tetralogia, sýningu Gabríelu Friðriksdóttur á Feneyjartvíæringnum.  

Tónlistargagnrýni og önnur greinarskrif

2010-2023:

Tónlistargagnrýnandi við Fréttablaðið.

2003-2010:

Tónlistargagnrýnandi við Morgunblaðið og höfundur fjölmargra greina í Tímariti Máls og menningar.

1993-2003:

Höfundur fjölmargra greina um tónlist í Pressunni, Eintaki, Morgunpóstinum, Alþýðublaðinu, Mannlífi og DV. Var m.a. tónlistargagnrýnandi á DV (1995-2003) og gegndi í nokkur ár formennsku menningarverðlaunanefndar DV í tónlist.

Skólaþróun

2008-2009:

Þróaði nýja námsbraut, Viðskiptalist fyrir Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. Vann þetta verkefni ásamt Þorvaldi Þorsteinssyni rithöfundi og Magnúsi Árna Skjöld Magnússyni hagfræðingi og stjórnmálafræðingi. Magnús var þá stjórnandi Skóla skapandi greina á Keili. Markmiðið var að gefa skapandi listamönnum tæki og tól viðskiptafræðinnar. Niðurskurður, sem var bein afleiðing efnahagshrunsins, varð þó til þess að námið varð ekki að veruleika.

Fundarstörf

2010-2016:

Í stjórn Nýsköpunarsjóðs tónlistar – Musica Nova fyrir hönd Reykjavíkurborgar.

Dómnefndarstörf

2003-2009:
Prófdómari hjá Prófanefnd tónlistarskólanna. Einnig í dómnefnd EPTA píanókeppninnar sem fram fór í Salnum í Kópavogi.

Kennsla

1987-2011:

Kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík (1992-2005), Nýja tónlistarskólann (1982-1983, 1987-1990, 1992-2007, 2008-2011) og tónmenntakennaradeild Kennaraháskóla Íslands (1987-1992).

Hljóðfæraleikur á unglingsárum

1975-1980:

Margir tónleikar á Íslandi og erlendis, sem og upptökur á vegum Ríkisútvarpsins. Var á aldrinum 12 til 17 ára. Lék ýmist einn eða með Sinfóníuhljómsveit Íslands verk eftir Rachmaninoff, Chopin, Liszt, Scriabin, Beethoven, o.fl.

Geisladiskar

2021/2022:

Eigin frumsamin trúarleg lög sem eru flutt af Karmelsystrum í Hafnarfirði.

2013:

Höfnin hljómar (með öðrum). Raftónlist.

2011:

Langt fyrir utan ystu skóga (með Ásgerði Júníusdóttur). Eigin útsetningar á lögum eftir Björk Guðmundsdóttur. Lék á píanó, hammond orgel, sembal, kirkjuorgel og selestu.

2009:

Voltaic (Björk Guðmundsdóttir). CD og DVD diskur með tónleika- og stúdíóupptökum fjölmargra laga.

2007:

Volta (Björk Guðmundsdóttir). Lék á klavíkord.

2005:

Drawing Restraint 9 (Björk Guðmundsdóttir). Lék á selestu.

1993:

Jónas Sen, píanóleikur. Einleiksverk eftir Brahms, Liszt og Scriabin.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s