Ferilskrá

Jónas Sen, 061162-3999

Miðvangur 63, 220 Hafnarfjörður

Heimasími: 551-0950

GSM sími: 696-3993

Netfang: senjonas@gmail.com

Heimasíða: www.jonas-sen.com

Menntun:

  • Meistaragráða í mennta- og menningarstjórnun frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst haustið 2006.
  • Meistaragráða í tónlist (Performance Studies) frá City University í London haustið 1991.
  • Einkanám í píanóleik í París hjá Monique Deschaussées 1983-1986 og hjá Pierre Sancan 1981-1982. Var styrkþegi franska ríkisins.
  • Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1981.
  • Einleikarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1980.

Starfsferill:

Núverandi störf:

Prófdómari hjá Prófanefnd tónlistarskóla (2018-).

Tónlistargagnrýnandi við Fréttablaðið (2010-).

Píanókennsla og meðleikur við Tónmenntaskóla Reykjavíkur (2003 – 2007, 2008-).

Fyrri störf:

Nýlegt tónleikahald

2018:

Var einn af fimm píanóleikurum sem tóku þátt í heildarflutningi á 20 etýðum fyrir einleikspíanó eftir Philip Glass, heimsþekkt tónskáld, á hátíð helgaðri nýrri tónlist í Winnipeg í Kanada. Hver píanóleikari flutti fjórar etýður. Philip Glass sjálfur var einn af píanóleikurunum.

Ritstörf

2015-2017:

Höfundur bókarinnar Þá er ástæða til að hlæja, æviminninga Halldórs Haraldssonar píanóleikara og fyrrverandi skólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík. Bókin kom út um síðustu jól.

Umsjón sjónvarpsþátta

2014-2015

Umsjónarmaður og handritshöfundur sjónvarpsþáttaraðarinnar Tónahlaup á RÚV (6 þættir). Hljóðblandaði öll tónlistaratriðin fyrir utan eitt.

2014

Umsjónarmaður og handritshöfundur sjónvarpsþáttar um Gunnar Kvaran sellóleikara og saraböndurnar í einleikssvítum Bachs. Þátturinn var framleiddur af RÚV.

2011-2012

Umsjónarmaður og handritshöfundur sjónvarpsþáttaraðarinnar Tónspor (6 þættir). Þættirnir fjölluðu um tónskáld og danshöfunda, samstarf þeirra og um nútímadans yfirleitt. Tónspor voru samstarfsverkefni RÚV og Listahátíðar í Reykjavík. Þættirnir voru tilnefndir til Edduverðlaunanna 2013.

2009 -2011

Umsjónarmaður og handritshöfundur sjónvarpsþáttaraðarinnar Átta raddir (RÚV) um söngvara á Íslandi (8 þættir). Þættirnir voru tilnefndir til Edduverðlaunanna 2012.

2005-2007

Umsjónarmaður og handritshöfundur sjónvarpsþáttaraðarinnar Tíu fingur (RÚV) um íslenska hljóðfæraleikara (12 þættir). Þættirnir voru tilnefndir til Edduverðlaunanna 2007.

Samstarf við Björk Guðmundsdóttur

2016-2017 

34 nýjar útsetningar á tónlist Bjarkar, sem komu út í bók vorið 2017. Vann útsetningarnar með Björk. Music Sales Group í London gaf út.

2013

Sembal-, orgel- og gamelestleikur á Biofiliu-tónleikaröð Bjarkar í París, 7 tónleikar.

2011

Sembal-, orgel- og gamelestleikur á Biofiliu-tónleikaröð Bjarkar (9 tónleikum) í Hörpu í Reykjavík.

Útsetningar, ásamt Björk, á tíu lögum hennar fyrir hluta af margmiðlunarútgáfu plötunnar Biofilíu. Margmiðlunarútgáfan var fyrir iPad og var byltingarkennd leið til tónlistarútgáfu á Netinu.

2007-2008

Píanó-, orgel-, selestu- og semballeikari í hljómsveit Bjarkar á tónleikaferð hennar um heiminn. Alls tæplega 80 tónleikar í 63 borgum í Evrópu, S.- og N. Ameríku, Asíu, Ástralíu, Nýja Sjálandi og Kanada. Tvennir þessara tónleika, í París og Reykjavík, ásamt hljóðupptökum í London, voru síðar gefnar út á fjórföldum DVD diski undir heitinu Voltaic.

Höfundur tónlistar

2016-2017

Höfundur tónlistarinnar í dansverki Sigríðar Soffíu Níelsdóttur, Fubar, sem var sýnt í Gamla bíói í haust, einnig á Airwaves og ferðaðist um landsbyggðina í vetur. Var tilnefndur til Grímuverðlaunanna fyrir Tónlist ársins.

2015

Höfundur tónlistar, ásamt Valdimar Jóhannssyni, fyrir opnunarsviðsverk Listahátíðar í Reykjavík, dansverkið Svartar fjaðrir eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Tilnefnt til Grímuverðlaunanna í flokknum Tónlist ársins.

2013

Höfundur tónlistar, ásamt Valdimar Jóhannssyni, fyrir sýninguna H, An Incident, sem var frumsýnd í Brussel og ferðaðist víða um Evrópu í kjölfarið.

2011

Höfundur tónlistar, ásamt Valdimar Jóhannssyni, fyrir sýningu Gabríelu Friðriksdóttur, Crepusculum, í Frankfurt.

2008

Höfundur tónlistar fyrir sýninguna The Black Spider eftir Gabríelu Friðriksdóttur í Schauspielhaus í Zurich.

2006

Höfundur tónlistar í myndbandi fyrir sýninguna Inside the Core eftir Gabríelu Friðriksdóttur.

2005

Höfundur tónlistar fyrir Versations Tetralogia, sýningu Gabríelu Friðriksdóttur á Feneyjartvíæringnum.  

Tónlistargagnrýni og önnur greinarskrif

2003-2010

Tónlistargagnrýnandi við Morgunblaðið og höfundur fjölmargra greina í Tímariti Máls og menningar.

1993-2003

Höfundur fjölmargra greina um tónlist í Pressunni, Eintaki, Morgunpóstinum, Alþýðublaðinu, Mannlífi og DV. Var m.a. tónlistargagnrýnandi á DV (1995-2003) og gegndi í nokkur ár formennsku menningarverðlaunanefndar DV í tónlist.

Skólaþróun

2008-2009

Þróaði nýja námsbraut, Viðskiptalist fyrir Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. Vann þetta verkefni ásamt Þorvaldi Þorsteinssyni rithöfundi og Magnúsi Árna Skjöld Magnússyni hagfræðingi og stjórnmálafræðingi. Magnús var þá stjórnandi Skóla skapandi greina á Keili. Markmiðið var að gefa skapandi listamönnum tæki og tól viðskiptafræðinnar. Niðurskurður, sem var bein afleiðing efnahagshrunsins, varð þó til þess að námið varð ekki að veruleika.

Fundarstörf

2010-2016

Í stjórn Nýsköpunarsjóðs tónlistar – Musica Nova fyrir hönd Reykjavíkurborgar.

Dómnefndarstörf

2003-2009
Prófdómari hjá Prófanefnd tónlistarskólanna. Einnig í dómnefnd EPTA píanókeppninnar sem fram fór í Salnum í Kópavogi.

Kennsla

1987-2011

Kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík (1992-2005), Nýja tónlistarskólann (1982-1983, 1987-1990, 1992-2007, 2008-2011) og tónmenntakennaradeild Kennaraháskóla Íslands (1987-1992).

Hljóðfæraleikur á unglingsárum

1975-1980

Margir tónleikar á Íslandi og erlendis, sem og upptökur á vegum Ríkisútvarpsins. Var á aldrinum 12 til 17 ára. Lék ýmist einn eða með Sinfóníuhljómsveit Íslands verk eftir Rachmaninoff, Chopin, Liszt, Scriabin, Beethoven, o.fl.

Geisladiskar

2013

Höfnin hljómar (með öðrum). Raftónlist.

2011

Langt fyrir utan ystu skóga (með Ásgerði Júníusdóttur). Eigin útsetningar á lögum eftir Björk Guðmundsdóttur. Lék á píanó, hammond orgel, sembal, kirkjuorgel og selestu.

2009

Voltaic (Björk Guðmundsdóttir). CD og DVD diskur með tónleika- og stúdíóupptökum fjölmargra laga.

2007

Volta (Björk Guðmundsdóttir). Lék á klavíkord.

2005

Drawing Restraint 9 (Björk Guðmundsdóttir). Lék á selestu.

1993

Jónas Sen, píanóleikur. Einleiksverk eftir Brahms, Liszt og Scriabin.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s