Skapbætandi tónlist

Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti tónlist eftir Mozart í Eldborg Hörpu fimmtudaginn 20. mars. Einleikari: Hallfríður Ólafsdóttir. Stjórnandi: Leo Hussain. 4 stjörnur Maður les allskyns vitleysu á Netinu um klassíska tónlist. Til dæmis að Mozart hafi eitt sinn spurt: „Hvað er leiðinlegra en ein flauta? Jú, tvær flautur.“ Reyndar er til bréf frá honum þar sem hann […]

Magnaður kveðskapur

Carmina Burana eftir Carl Orff í Langholtskirkju sunnudaginn 16. mars. 4 stjörnur Ég sá einhversstaðar á Netinu að Carmina Burana eftir Carl Orff var efst á blaði yfir óhugnanlegustu tónlist allra tíma. Það er hálf-furðulegt, því verkið er ósköp sakleysislegt, þótt það sé tilkomumikið. Væntanlega er þetta út af einhverri kvikmynd sem tónlistin hefur verið […]

Ég er sætabrauðsdrengur!

Sætabrauðsdrengirnir (Viðar Gunnarsson, Bergþór Pálsson, Garðar Thór Cortes og Gissur Páll Gissurarson) sungu lög að mestu eftir Jóhann G. Jóhannsson. Tónskáldið lék með á píanó. Föstudagur 14. mars í Salnum í Kópavogi. 4 stjörnur Píanóleikarinn á tónleikum Sætabrauðsdrengjanna á föstudagskvöldið var Jóhann G. Jóhannsson sem var um árabil tónlistarstjóri Þjóðleikhússins. Hann er e.t.v. þekktastur fyrir […]

Góð hugmynd er ekki nóg

Ég tók eftir því á samfélagsmiðlum að ég fékk bágt fyrir dóminn minn um Kíton (sjá hér fyrir neðan). Einhver sagði að ég hefði ekki skrifað nægilega um tónlistina á tónleikunum, greinin mín væri um eitthvað allt annað. Nú er það þannig að tónleikar eru ekki bara góð hugmynd, heldur líka framkvæmd hennar. Þá þurfa […]

Villuljós í Hörpu

Kíton – konur í tónlist í Eldborg Hörpu, sunnudaginn 2. mars. Fram komu: Vox feminae, Hljómeyki, Lay Low, Myrra Rós, Sunna Gunnlaugs, Hafdís Huld, Caput og margir fleiri. 2 stjörnur Konur áttu lengi erfitt uppdráttar í tónlistarheiminum. Kítón, félag kvenna í tónlist, sem var stofnað fyrir ári síðan, er því gott framtak. Kítón hélt svonefnt […]

Gæsahúð hvað eftir annað

Óperan Ragnheiður eftir Friðrik Erlingsson og Gunnar Þórðarson. Harpa, laugardaginn 1. mars. 5 stjörnur Ég hitti mann í bílastæðinu í Hörpu eftir óperuna hans Gunnars Þórðarsonar sem sagði mér að þetta væri eiginlega í fyrsta sinn sem hann táraðist í óperu. Þetta væri „alvöru óperusýning“ eins og hann orðaði það. Það er hægt að taka […]