Tónlist í Svörtum fjöðrum

Tónlistin hér er ýmist upprunalega tónlistin sem ég samdi fyrir Svartar fjaðrir, opnunarsviðsverk Listahátíðar 2015, eða þá að hún byggist á upprunalegu tónlistinni í verkinu.

Valdimar Jóhannsson samdi líka með mér tónlistina í Svörtum fjöðrum, en þó ekki þá tónlist sem er hér á síðunni. Svartar fjaðrir voru eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Við Valdimar vorum tilnefndir til Grímuverðlaunanna fyrir tónlistina.