Flottir tónleikar, og þó

Niðurstaða: Vel spilað allt saman, en misáhugavert. Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Sibelius og Thomas Adès. Víkingur Heiðar Ólafsson lék einleik. Eldborg í Hörpu fimmtudagur 18. nóvember Finnska tónskáldið Jean Sibelius drakk eins og svín, og hann reykti líka. Hann varð samt eldgamall. Á efri árum sagði hann: „Allir læknarnir sem hvöttu mig til að […]

Misjafnlega spennandi Beethoven

Niðurstaða: Flutningurinn á píanóverkum Beethovens var stundum áhugaverður. Verk eftir Beethoven. Flytjendur: Þóra Kristín Gunnarsdóttir, Peter Maté og Aladar Rácz. Salurinn í Kópavogi sunnudagur 14. nóvember Beethoven var ekki bara heyrnarlaus seinni hluta ævi sinnar, heldur líka afskaplega geðvondur. Nú mætti segja að hann hafi haft ærna ástæðu til. Ekki getur það verið skemmtilegt að […]

Ein besta hljómsveit heims

Niðurstaða: Stórfengleg spilamennska, sannfærandi túlkun. Verk eftir Sjostakóvitsj og Tsjajkovskí. Concertgebouw hljómsveitin lék undir stjórn Klaus Mäkelä. Eldborg í Hörpu miðvikudaginn 10. nóvember Mér leið eins og Súperman hefði stigið niður til jarðar á tónleikum Concertgebouw hljómsveitarinnar í Eldborginni í Hörpu á miðvikudagskvöldið. Tilfinningin var sú sama, að sjá ofurmenni í allri sinni dýrð hnykla […]

Máttlaus sinfónía Högna

Niðurstaða: Tónlist Högna Egilssonar virkaði tilgerðarleg á tónleikunum. Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti tónlist eftir Högna Egilsson. Norðurljós í Hörpu föstudaginn 5. nóvember Ég var ekkert sérstaklega hrifinn af Kötlu á Netflix. Þættirnir voru samt frábærlega gerðir, en sagan höfðaði ekki til mín. Tónlistin, sem var eftir Högna Egilsson, var þó prýðisgóð. Hún var full af stemningu, […]

Dansandi sinfóníuhljómsveit

Niðurstaða: Magnaður dans og mögnuð tónlist; einstök skemmtun. Aion eftir Önnu Þorvaldsdóttur og Ernu Ómarsdóttur. Aðstoðardanshöfundur: Lovísa Ósk Gunnarsdóttir. Stjórnandi: Anna-Maria Helsing. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék, Íslenski dansflokkurinn dansaði. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 21. október Headbanging + sinfóníuhljómsveit = rugl. Nei, þetta er ekki jafna sem gengur upp. Nema á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Hljóðfæraleikararnir […]

Í hæstu hæðum

Niðurstaða: Tveir söngljóðabálkar eftir Schumann voru forkunnarfagrir hjá söngvara og píanóleikara, og lög eftir Árna Thorsteinsson voru hrífandi.   Andri Björn Róbertsson og Ástríður Alda Sigurðardóttir fluttu tónlist eftir Schumann og Árna Thorsteinsson. Norðurljós í Hörpu þriðjudaginn 12. október Geðhvörf einkennast af miklum öfgum í tilfinningalífinu. Þau eru ekki fyndin, en húmorinn léttir samt lífið. […]

Fjórtán ára sló í gegn á tónleikum

Niðurstaða: Frábærir einleikarar, sérstaka athygli vakti að annar þeirra er aðeins fjórtán ára. Hljómsveitin spilaði mjög vel. Verk eftir Dmitrí Sjostakovitsj og Richard Strauss. Einleikarar: Stefán Jón Bernharðsson og Ásta Dóra Finnsdóttir. Stjórnandi: Eva Ollikainen. Eldborg í Hörpu miðvikudaginn 6. október Rússneska tónskáldið Dmitrí Sjostakóvitsj hneigðist til þungyndis. Hann gat þó verið gamansamur inn á […]

Sem betur fer kviknaði ekki í sellóinu í Eldborg

Niðurstaða: Sellókonsert eftir Dvorák kom misvel út eftir því hvar maður sat, verk eftir Halldór Smárason var klént en konsert eftir Joan Tower var magnaður Verk eftir Dvorák, Halldór Smárason og Joan Tower. Stjórnandi: Peter Oundjian. Einleikari: Joanthan Swensen Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 30. september Í kvikmyndinni The Witches of Eastwick er atriði þar sem […]

Beethoven góður en Gubaidulina frábær

Niðurstaða: Einsöngvararnir stóðu sig vel, kórinn var dálítið hrár, hljómsveitin góð nema í lokakaflanum í Beethoven, og Gubaidulina var mögnuð, enda einleikarinn geggjaður. Beethoven og Gubaidulina á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Eva Ollikainen stjórnaði. Fram komu Hallveig Rúnarsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Elmar Gilbertsson og Jóhann Kristinsson. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 16. september Ég sá nýlega þátt […]

Síðasta lag ekki sargandi garg

Niðurstaða: Afar vandaður geisladiskur með fallegri tónlist. Geisladiskur Last Song. Una Sveinbjarnardóttir og Tinna Þorsteinsdóttir. Sono Luminus. „Hr. Hundfúll slapp naumlega lifandi frá síðasta lagi fyrir fréttir á Rás 1. Mögulega nær hann sér að fullu eftir þessi ósköp sem Ríkisboxið bauð upp á á fyrsta degi samkomubannsins hér á Fróni en fyrr má nú […]