Nýja og gamla Ísland á tónleikum í Hörpu

4 stjörnur Kórtónleikar Kvennakórinn Esprit de Choeur flutti íslenska og vestur-íslenska dagskrá. Stjórnandi: Valdine Anderson. Píanóleikari: Rachel Dyck. Slagverk: Chris Maxfield. Kaldalón í Hörpu mánudaginn 13. ágúst Íslendingar fylktust til Kanada á nítjándu öld, enda ömurlegt að búa hér á þeim tíma. Hvorki meira né minna en fjórðungur þjóðarinnar lét sig hverfa. Megnið af landnemunum […]

Tveir turnar í Hörpu – hver stjórnaði?

3 stjörnur Kvikmyndatónleikar Lord of the Rings: Two Towers sýnd við lifandi tónlistarflutning. Tónlist: Howard Shore. SinfoniaNord lék, Söngsveitin Fílharmónía og Barnakór Kársnesskóla söng. Aðrir: Emilíana Torrini, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Þórunn Geirsdóttir, Magnús Ragnarsson, Álfheiður Björgvinsdóttir og Sjöfn Finnbjörnsdóttir. Eldborg í Hörpu sunnudagur 12. ágúst Í annarri myndinni í Hringadróttinssögu á Frodo virkilega bágt. Hann […]

Strengjaleikurinn þurr eins og sandpappír

3 stjörnur Kammertónleikar Miller-Porfiris Duo ásamt Ertan Torgul, Jennifer Kloetzel og Svövu Bernharðsdóttur fluttu verk eftir Mozart, Martinu og Janacek. Kaldalón í Hörpu þriðjudaginn 7. ágúst Dúrinn er hress, mollinn dapur. Þetta er einföldun, en ekki langt frá sannleikanum. Ég er á þeirri skoðun að Mozart sé almennt betri í moll en í dúr, hver […]

Fagurt syngur svanurinn um sumarlanga tíð

4 stjörnur Kammertónleikar Umbra Ensemble flutti tónlist úr gömlum handritum í eigin útsetningum. Hannesarholt fimmtudagurinn 26. júlí Þegar gengi krónunnar hrundi og túristar byrjuðu að streyma inn í landið, vildu allir græða. Tónlistarfólk var þar á meðal. Nokkuð fór að bera á geisladiskum þar sem íslensk þjóðlög voru borin fram í sérkennilegum búningi. Keppt var […]

Gersemar síðustu hundrað ára

4 stjörnur Lög eftir íslensk tónskáld, flutt af Þóru Einarsdóttur, Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur, Ástu Marý Stefánsdóttur, Ástríði Öldu Sigurðardóttur og Francisco Javier Jáuregui. Hafnarborg sunnudaginn 15. júlí Maðurinn sem samdi þjóðsönginn þoldi ekki Ísland. Þetta var Sveinbjörn Sveinbjörnsson (1847-1927), en hann flutti ungur til Kaupmannahafnar og síðar til Leipzig þar sem hann lagði stund á […]

Konur á föstudeginum þrettánda

4 stjörnur Söngtónleikar Sönghópurinn Olga (Jonathan Ploeg, Arjan Lienaerts, Matthew Lawrence Smith, Philip Barkhudarov og Pétur Oddbergur Heimisson) flutti blandaða dagskrá helgaða konum. Hafnarborg föstudagurinn 13. júlí Nöfn á tónlistarhópum hér á landi voru lengi afar formleg, svo sem Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Tríó Reykjavíkur og þar fram eftir götunum. Nú er öldin […]