Sinfóníutónleikar í skugga veirunnar

4 og hálf stjarna Bein útsending RÚV frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þar sem flutt voru verk eftir Rakhmanínoff, Tsjajkovskí og Stravinskí. Einleikari: Olga kern. Stjórnandi: Bjarni Frímann Bjarnason. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 12. mars Er nauðsynlegt að getað spilað heilan píanókonsert blindandi? Ef marka má kvikmyndina Shine frá 1996, um ástralska píanistann David Helfgott, virðist […]

Eins og bragðsterkt hunang

5 stjörnur Los Aurora í tónleikaröðinni Jazz í Salnum Salurinn í Kópavogi Þriðjudagur 10. mars Í leyniskjölum sem voru birt á WikiLeaks fyrir um áratug kom fram að Muammar Gaddafi, fyrrum leiðtogi Libýu, hefði haft gríðarlegan áhuga á flamenco dansi. Hann var alveg vitlaus í hann. Ljóst er að hann hefði skemmt sér á tónleikum […]

Glæsilegt sjötugsafmæli Sinfóníunnar

5 stjörnur Sinfóníutónleikar Verk eftir Sibelius, Mahler og Pál Ísólfsson. Einleikari: Augustin Hadelich. Stjórnandi: Eva Ollikainen. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 5. mars Þegar finnska tónskáldið Jean Sibelius var á fimmtugsaldri greindist hann með krabbamein í hálsi. Hann var alkóhólisti og stórreykingamaður og því komu veikindin ekki á óvart. Hann fór í aðgerð sem heppnaðist vel […]

Undursamlegar laglínur sem óþarfi var að kynna

4 stjörnur Vlasov, Rimskí-Korsakoff, Tsjajkovskí, Rakhmanínoff, Rostovskaja og fleiri voru á dagskránni. Flytjendur voru Alexandra Chernyshova, Sergei Telenkov og Kjartan Valdimarsson. Kaldalón í Hörpu Laugardaginn 29. febrúar Nýafstaðin söngvakeppni Ríkisútvarpsins vakti kurr vegna tækniklúðurs og fyrir það að kynnar keppninnar voru aðalstjörnurnar, ekki sjálfir keppendurnir. Þetta síðarnefnda var líka áberandi á tónleikum í Kaldalóni í […]

Pínulítið af þessu, agnar ögn af hinu

3 stjörnur Verk eftir Lili Boulanger, Gustav Mahler, Benjamin Britten og Claude Debussy. Einsöngvari: Michelle DeYoung. Stjórnandi: Hannu Lintu. Eldborg í Hörpu föstudaginn 21. febrúar Einu sinni gekk kaþólski dýrlingurinn Antóníus af Padóvu inn í kirkju þar sem hann hugðist predika. Því miður var hún tóm. Hann dó samt ekki ráðalaus, heldur hélt niður að […]

Hinn ljúfi hrollur meistarans

4 og hálf stjarna Verk eftir Beethoven, Prókofíev og Boulanger. Flytjendur: Hulda Jónsdóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 16. febrúar Söngvarar á sautjándu öldinni skreyttu söng sinn gjarnan með trillum, þ.e. hröðum tveimur nótum sitt á hvað, hlið við hlið á tónaskalanum. Síðar meir duttu trillurnar úr tísku, og voru þær þá […]

Lírukassinn rokkaði á Sinfóníutónleikum

4 stjörnur Verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Snorra Sigfús Birgisson, Missy Mazzoli, Báru Gísladóttur og Huga Guðmundsson. Einleikari: Andreas Borregaard. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 30. janúar Lírukassar eru sjaldséð sjón á Íslandi og víðar sjálfsagt líka. Maður rak því upp stór augu þegar lírukassa var rúllað inn á svið í Eldborg á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands […]

Hún elskar mig ef ég léttist

3 stjörnur Caput-hópurinn flutti verk eftir K.óla, Veronique Vöku og Gavin Bryars. Einleikari: Una Sveinbjarnardóttir. Einsöngvari: Rúni Brattaberg. Breiðholtskirkja miðvikudaginn 29. janúar Margir hlauparar þjást af kvíða og oft er því haldið fram að góður sprettur geti læknað alls konar andleg mein. Veðrið getur þó verið leiðinlegt, en þá er bara að fara á næstu […]

Máttlaus tónlist við magnað ljóð

2 og hálf stjarna Blóðhófnir, kammerópera eftir Kristínu Þóru Haraldsdóttur við ljóðabálk Gerðar Kristnýjar. Flytjendur: Tónlistarhópurinn Umbra ásamt gestum. Iðnó sunnudaginn 26. janúar Fyrir nokkru síðan kom hingað djasspíanistinn og tónskáldið Jan Lundgren. Hann flutti ásamt kór frægt endurreisnarverk sem hann var búinn að endursemja, tónlistin var eins konar hugleiðing um upprunalegu tónsmíðina. Segja má […]

Byrjaði vel, en endaði illa

2 og half stjarna Verk eftir Kodaly og Rakhmaninoff. Flytjendur: Páll Palomares, Ólöf Sigursveinsdóttir og Bjarni Frímann Bjarnason. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 19. janúar Fyrir nokkru var kvartað yfir því að löggur á landsbyggðinni væru svo hallærislegar í íslenskum spennuþáttaröðum. Tilefnið var treggáfuð sveitalögga sem var með leyfar af rækjusamloku í munnvikinu. Löggurnar frá höfuðborginni […]