Trúarleg lotning og húmor og léttleiki

Geisladiskur 5 stjörnur Jóhann Sebastian Bach í túlkun Víkings Heiðars Ólafssonar. Deutsche Grammophone Þegar ég var að læra á píanó í Tónlistarskólanum í Reykjavík þurfti ég að æfa Bach. Það átti að vera svo hollt, en ég þoldi hann ekki. Fjölröddunin í tónlist hans virkaði eins og þurr stærðfræði, laglínurnar virtust geldar, strúktúrinn andlaus. Það […]

Áhugaverður en einmannalegur píanódjass

3 og hálf stjarna Djasstónleikar Marc Copland lék á píanó tónlist úr ýmsum áttum. Salurinn í Kópavogi sunnudaginn 14. október Ég las einu sinni bók eftir stjórnanda tónlistarskóla. Bókin var leiðarvísir fyrir foreldra sem ætla að senda börnin sín í tónlistarnám. Fjallað var um ólíka persónueiginleika barna og hvernig þeir henta mismunandi hljóðfærum eða hljóðfærategundum. […]

Óslökkvandi sköpunarkraftur Jóns Ásgeirssonar

4 stjörnur Söngtónleikar Verk eftir Jón Ásgeirsson. Flytjendur: Valdís Gregory, Agnes Thorsteins, Þorsteinn F. Sigurðsson, Ágúst Ólafsson og Guðríður St. Sigurðardóttir. Salurinn í Kópavogi sunnudaginn 7. október Mínar fyrstu minningar af Jóni Ásgeirssyni tónskáldi eru úr Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hann kenndi hljómfræði og ég var í tímum hjá honum. Flygill var í kennslustofunni og Jón […]

Af raunum og sigri sembalsins

4 stjörnur Helguleikur Höfundur: Kolbeinn Bjarnason Blaðsíður: 450 síður Útgefandi: Sæmundur Þegar farið var að senda loftskeyti í gamla daga birtist frétt í einhverju dagblaðinu þar sem stóð: „Loftskeyti geigaði og drap belju.“ Fólk var álíka tortryggið þegar fyrst fór að heyrast í sembal í tónleikalífinu hér. Semball er hljómborðshljóðfæri og forfaðir píanósins. Það eru […]

Betur má ef duga skal

2 stjörnur Verk eftir Mamikó Dís Ragnarsdóttur, Svetlönu Veschagina, Leu Freire, Högna Egilsson og Benjamin Britten. Íslenskri strengir léku undir stjórn Ólafar Sigursveinsdóttur. Einsöngvari: Þorsteinn Freyr Sigurðsson. Hornleikur: Joseph Ognibene. Salurinn í Kopavogi sunnudaginn 30. september Glöggum tónleikagestum með tóneyrað í lagi kann að hafa fundist Joseph Ognibene vera nokkuð falskur. Hann lék á horn […]

Magnaðir hápunktar framkölluðu gæsahúð

4 stjörnur Verk eftir Strauss og Tsjajkovskí. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék. Einsöngvari: Þóra Einarsdóttir. Stjórnandi: Petri Sakari. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 20. september Þegar skákeinvígi aldarinnar stóð yfir hér olli Bobby Fisher mikilli hneykslun með því að hella úr kókflösku yfir skyr og borða með bestu lyst. Þar blandaðist saman eitt helsta tákn íslenskrar menningar og […]