Drottning fiðlunnar og skylmingameistarinn

Niðurstaða: Stórkostlegir tónleikar. Anne-Sophie Mutter ásamt Mutter Viruosi flutti verk eftir Vivaldi, Bologne og Chin. Eldborg í Hörpu föstudaginn 27. september Gamli Niccolo Paganini var svo snjall fiðluleikari að fólk hélt að hann væri í slagtogi við djöfulinn. Auðvelt væri að trúa því sama upp á Anne-Sophie Mutter. Hún er stundum kölluð drottning fiðlunnar. Og […]

Innblásinn Ravel en Haukur var síðri

Verk eftir Mozart, Ravel og Hauk Tómasson. Einleikari: Claire Huangci. Stjórnandi: Eva Ollikainen. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 19. janúar Niðurstaða: Skemmtilegir tónleikar að mestu. Ég var ekkert sérstaklega spenntur yfir komandi Sinfóníutónleikum á fimmtudagskvöldið. Á dagskránni var meðal annars G-dúr píanókonsertinn eftir Ravel. Það er óttalega útjöskuð tónlist, líka hér á landi. Hvorki meira né […]

Töfraveröld glitrandi blæbrigða

Stephen Hough lék verk eftir Debussy, Liszt og hann sjálfan. Norðurljós í Hörpu föstudaginn 13. janúar Niðurstaða: Glæsilegir tónleikar en sumt hefði mátt verið betra. Kínversk musteri, ljúfar nætur í Granada, framandi dansar, himnaríki og helvíti… Allt þetta kom við sögu á tónleikum Stephens Hough píanóleikara í Norðurljósum í Hörpu á föstudaginn. Tónleikarnir voru á […]

Fingurbrotinn en hafði ekkert fyrir söngnum

Stærstu klassísku tónleikar ársins sem er að líða voru með tenórnum blinda Andrea Bocelli í Kórnum í vor. Áheyrendafjöldinn var gríðarlegur og ég tók mynd af múgnum og birti á Facebook. Einn vinur minn kommenteraði: „Hér hefði verið fullkomið tækifæri til að bólusetja með fjórðu sprautunni. Bara svona fyrst allir gamlingjar á höfuðborgarsvæðinu voru á […]

Endaði ekki með hvelli heldur kjökri

Niðurstaða: Flottar útsetningarnar en tónleikarnir misstu engu að síður marks. La Boheme eftir Puccini í útsetningu fyrir fiðlu og píanó. Mathieu van Bellen og Mathias Halvorsen léku. Salurinn í Kópavogi þriðjudagur 13. desember Sagt hefur verið að La Boheme eftir Puccini hljóti að vera grínópera, því ein aðalsögupersónan þjáist af tæringu en syngur samt fullum […]

Fleyta kerlingar yfir gáróttan geim

Niðurstaða: Frábær tónlist, magnaður flutningur. Geisladiskur Hugi Guðmundsson: Windbells. Kammersveit Reykjavíkur, ásamt Áshildi Haraldsdóttur og Hildigunni Einarsdóttur. Sono Luminus Einu sinni las ég fantasíubók sem hefst í helvíti. Þar kveljast sálir fordæmdra um alla eilífð, en illu andarnir passa upp á logarnir brenni sem heitast. Á meðan er spiluð tónlist. Þetta er eingöngu tónlist eftir […]

Mozart í yfirborðslegum kappakstri Sinfóníunnar

Niðurstaða: Frábær einsöngur og einleikur en annað var verra. Verk eftir Walpurgis, Vivaldi, Händel og Mozart. Einleikarar: Vera Panitch og Steiney Sigurðardóttir. Einsöngur: Tim Mead. Stjórnandi: Jonathan Cohen. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék. Eldborg í Hörpu fimmtudagur 1. desember Það eru góða fréttir og slæmar af aðventutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Góðu fréttirnar eru að allt var […]

Mjá mjá og stapp stapp

Niðurstaða: Mjög skemmtilegir tónleikar að langflestu leyti. Söngsveitin Fílharmónía söng jólatónlist. Magnús Ragnarsson stjórnaði. Einsöngur: Hallveig Rúnarsdóttir. Hörpuleikur: Elísabet Waage. Langholtskirkja sunnudaginn 27. nóvember Þegar ég var tveggja eða þriggja ára fóru foreldrar mínir með mig til Kaupmannahafnar rétt fyrir jól. Einn daginn fór ég með pabba niður í bæ. Þá sá ég mann í […]

Sumt var skemmtilegt en annað leiðinlegt

Niðurstaða: Mínímalistarnir og Gershwin voru frábærir, en sumt annað var ekki gott.   Píanóhátíð Íslands, fyrstu tónleikar. Andrew J. Yang, Myung Hwang Park og Nína Margrét Grímsdóttir léku á píanó blandaða dagskrá. Kaldalón í Hörpu fimmtudagur 24. nóvember Oft hefur verið gert grín að tónlist Philips Glass, því hún er svo endurtekningarsöm. Ég held að […]

Hallelúja en engin helgislepja

Niðurstaða: Messías eftir Handel var magnaður. Messías eftir Händel. Flytjendur: Mótettukórinn og Alþjóðlega barokksveitin í Reykjavík undir stjórn Harðar Áskelssonar. Einsöngvarar: Berit Norbakken, Alex Potter, Elmar Gilbertsson og Oddur A. Jónsson. Eldborg í Hörpu sunnudaginn 20. nóvember Ég er ekki viss um að fólk standi upp í Hallelúja-kaflanum í Messíasi eftir Handel vegna þess að […]