Tónlist sem mun lifa um ókomna tíð

Kona sem ég þekki samdi tónlist fyrir bíómynd. Í myndinni var danssena á brú, en tónlist konunnar átti að vera leikin þar undir. Þegar hún sá myndina skömmu fyrir frumsýningu uppgötvaði hún að búið var að klippa tónlistina án hennar leyfis; hún hafði verið stytt um helming. Í ljós kom að brúin, sem var sérstaklega […]

Söknuður eftir kaþólskri tíð sveif yfir vötnum

4 stjörnur Cantoque Ensemble flutti íslenska tónlist. Steinar Logi Helgason stjórnaði. Hafnarborg Þriðjudaginn 7. Júlí Frans páfi spurði eitt sinn: „Hverjir eru betri, kaþólikkar eða mótmælendur?“ Hann svaraði sjálfum sér: „Þeir sem eru saman í bróðerni.“ Þannig hefur það oft ekki verið. Við vorum kaþólsk í rúmar fimm aldir, en svo sörguðu þeir af Jóni […]

Andrúmsloft djúprar hugleiðslu

4 stjörnur Verk eftir Purcell, Dowland, Paisiello, Scarlatti, Jáuregui og fleiri. Flytjendur: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson og Francisco Javier Jáuregui. Hafnarborg sunnudaginn 5. júlí „Minn gúrú er meiri en þinn gúrú.“ Indverski heimspekingurinn Jiddu Krishnamurti sagði þetta stundum, og var þar að deila á stríðandi fylkingar ólíkra trúarbragða. Hinn sannkristni heldur að hann sé […]

Ha ha ha… ha ha ha

5 stjörnur Óperugala á Sönghátíð í Hafnarborg. Dísella Lárusdóttir og Bjarni Thor Kristinsson sungu; Antonia Hevesi lék á píanó. Hafnarborg laugardaginn 4. júlí Til er lag sem samanstendur að mestu af hlátri. Það er The Laughing Policeman eftir Charles Jolly. Þar segir af gömlum og feitum lögregluþjóni sem er alltof vingjarnlegur fyrir starf sitt, því […]

Seiðandi andrúmsloft en rangur maður

Geisladiskur 3 stjörnur Ævitún. Tveir flokkar ljóðalaga eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Flytjendur: Huldea Björk Garðarsdóttir, Kristinn Sigmundsson og Daníel Þorsteinsson. Tölvutónn ehf Ulysses S. Grant, hershöfðinginn knái sem leiddi her sinn til sigurs í amerísku borgarastyrjöldinni á nítjándu öld og varð síðar forseti, sagði eitt sinn: „Ég þekki bara tvö lög. Annað þeirra er Yankee […]

„Þú ert alltaf að skamma mig“

Sjónvarpsþættir 5 stjörnur Músíkmolar. Dagskrárgerð: Víkingur Heiðar Ólafsson, Halla Oddný Magnúsdóttir og Egill Eðvarðsson. RÚV Ef marka má tónlistina eftir Debussy sem Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir kynna fyrir landsmenn í sjónvarpsþáttunum Músíkmolum, þá var tónskáldið hinn ljúfasti náungi. Verkin sem Víkingur spilar eru yfirleitt draumkennd og mjúk, að vísu stundum þunglyndisleg, en […]

Brestir í útsendingu Sinfóníutónleika í sjónvarpinu

2 stjörnur Verk eftir Mozart, Massenet, Sigfús Einarsson og Jón Nordal í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einsöngvari: Hallveg Rúnarsdóttir. Einleikari: Sigrún Evaldsdóttir. Stjórnandi: Bjarni Frímann Bjarnason. Eldborg í Hörpu/bein útsending á RÚV sjónvarpi miðvikudaginn 20. maí Polki er oft spilaður á Vínartónleikum Sinfóníuhljomsveitar Íslands, enda er þetta fjörugur dans. Eggjasuðupolkinn hefur þó ekki heyrst þar, svo […]

Ærandi þögn á tónleikum

Maður nokkur keypti einu sinni slökunardisk. Á kápunni stóð: Hugleiðsla í Pýramídanum mikla. Honum leist vel á, kveikti á geislaspilaranum og setti sig í stellingar fyrir hugleiðslu. En honum til skelfingar var ekkert á geisladiskinum, bara þögnin ein. Hann stóð upp alveg brjálaður og henti frá sér heyrnartólunum, fannst hann illa svikinn að heyra ekki […]

Má ég standa upp?

4 stjörnur Aría dagsins, Íslenska óperan Eldborg í Hörpu á netinu Í óperunni Tosca eftir Puccini ræðst kona á mann og stingur hann í hjartað með rýtingi. Eftir nokkra stund spyr hann: „Má ég standa upp?“ Atriðið er að finna í heimildarmyndinni Tosca‘s Kiss, sem fjallar um elliheimilið Casa di Riposos per Musicist í Mílanó. […]

Snillingurinn sem söng fyrir beljurnar

Ég var einu sinni í sumarbústað á Kirkjubæjarklaustri. Umhverfis hann er töluvert stór garður, vel girtur. Ég settist við píanóið, sem stóð við franskan glugga í stofunni og fór að spila. Eftir um hálftíma heyrði ég þrusk við gluggann og leit upp. Hinum megin var belja sem var greinilega að hlusta og virtist mjög hrifin. […]