Draugagangur og tangó

Niðurstaða: Misáhugaverð dagskrá, en góður flutningur. João Barradas flutt verk eftir Keith Jarrett, Yann Robin og Astor Piazzolla.Norðurljós í Hörpumiðvikudagur 16. febrúar „Ærslandar eru miklu meira pirrandi en venjulegir draugar“ segir kona við manninn sinn í skopmynd. Hjónin sitja í stofunni sinni, og fyrir framan þau er draugur sem heldur á harmóníku. Harmóníkuleikurinn í Norðurljósum […]

Þrumur og eldingar í Hörpu

Niðurstaða: Glæsileg tónlist og stórfenglegur flutningur. Verk eftir Mozart og Beethoven í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Evu Ollikanen. Eldborg í Hörpu fimmtudagur 10. febrúar Forleikurinn að Brúðkaupi Fígarós, sem var á dagskránni á hádegistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudaginn, er afar skemmtileg tónlist. Hún er full af fjöri, enda var tónskáldið með mikla kímnigáfu. Þetta […]

Tónlist fyrir fæðingu barns

Niðurstaða: Snilldartónlist sem var sérlega vel flutt. Verk eftir Wagner og Mozart í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 3. febrúar Á netinu er að finna mynd af spýtukarli með prjónahúfu. Við hliðina á honum stendur: „Þetta er Bill. Bill elskar tónlist Wagners. Bill gerir sér grein fyrir að það elska […]

Raunir kórundirleikarans

Ekki er ljóst hve margir kórar eru starfandi á Íslandi, en þeir skipta tugum, ef ekki hundruðum ef allt er talið til. Margir Íslendingar hafa því einhverja reynslu af kórastarfi, þó ekki nema af því að syngja í barnaskóla. Ég var sjálfur í Ísaksskóla og þar hófst vikan venjulega á því að allir bekkirnir sungu […]

Norðurljósin dönsuðu í tónlistinni

Niðurstaða: Sérlega glæsilegir tónleikar með skemmtilegri tónlist. Verk eftir Dvorák, Mozart, Kodaly og Mist Þorkelsdóttur. Flytjendur: Rannveig Marta Sarc, Brian Hong og Svava Bernharðsdóttir. Salurinn í Kópavogi þriðjudaginn 11. janúar Eins og venjulega voru allir með grímur á tónleikum í Salnum í Kópavogi á þriðjudagskvöldið. Tónlistarflytjendurnir, sem voru þrír, voru það þó ekki og stóðu […]

Trillur eins og stjörnur himinsins

Niðurstaða: Flottir tónleikar með áhugaverðri tónlist, en fullmiklum trillum. Halldór Bjarki Arnarson flutti verk eftir Handel, Bach, Lully og Froberger. Salurinn í Kópavogi miðvikudagur 5. janúar Sagt er að Mozart hafi einu sinni ögrað Haydn með því að rétta honum nótur að lagi fyrir sembal. Það er hljómborðshljóðfæri og forfaðir píanósins. Fullt var af nótum […]

Mikill er máttur tónlistarinnar

Óperusöngkona gengur fram á sviðið. Hún er stór og mikil, í gullslegnum kjól. Hljómsveitin spilar á fullu og söngkonan dregur andann djúpt. Tónarnir sem hún syngur eru brjálæðislega sterkir. Á háa C-inu brotna kampavínsglös tónleikagesta og sprungur koma í gleraugun. Risavaxin kristalsljósakrónan splundrast og glerbrotum rignir yfir alla. Líklega hefur enginn séð þetta gerast í […]

Tröllið sem stal jólunum

Niðurstaða: Vel sungið en engu að síður sérlega leiðinlegir tónleikar sem liðu fyrir skort á alþýðleika. Kór Hallgrímskirkju söng undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Einsöngur: Jóna G. Kolbrúnardóttir. Einleikur: Baldvin Oddson. Hallgrímskirkja fimmtudagur 16. desember Hvernig skiptir kórstjóri um ljósaperu? Hann heldur um hana og lætur heiminn snúast í kringum sig. Nú skal ósagt látið […]