Andrúmsloft hugleiðslu og bænar

Niðurstaða: Mergjað tónmál, magnaður flutningur. Guðspjall Maríu eftir Huga Guðmundsson Flytjendur voru Sinfóníettan í Osló, Schola cantorum, Berit Norbakken og Kåre Nordstoga. Hörður Áskelsson stjórnaði Hallgrímskirkja sunnudagur 5. júní Eins og kunnugt er samanstendur Nýja testamentið m.a. af fjórum guðspjöllum, en fleiri eru til. Mörg þeirra voru uppgötvuð árið 1945 í Nag Hammadi í Egyptalandi. […]

Wagner náði stundum flugi en Beethoven ekki

Albert Mamriev flutti verk eftir Beethoven og Wagner (í útsetningum Liszts). Salurinn í Kópavogi sunnudagur 5. júní Niðurstaða: Wagner var yfirleitt góður í takmörkuðum útsetningum, en Beethoven olli vonbrigðum. Nýlega þurfti ísraelsk útvarpsstöð að biðjast afsökunar á að hafa útvarpað verki eftir Wagner. Tónskáldið var Gyðingahatari og skrifaði einu sinni bækling með titilinum „Gyðingdómur í […]

Dansandi hljómsveitarstjóri sem söng af list

Niðurstaða: Sérdeilis skemmtilegir tónleikar með flottri tónlist, hrífandi hljómsveitarstjórn og söng, og frábærum hljóðfæraleik.   Verk eftir Berg, Schönberg, Ives og Gershwin á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Barbara Hannigan stjórnaði og söng einsöng. Eldborg í Hörpu laugardagur 4. júní Ég sá einu sinni brandara á netinu um tónskáldið Alban Berg. Mynd var af honum og undir […]

Hinn blindi Bocelli var kóngurinn í hljóðkerfinu

Niðurstaða: Bráðskemmtilegir tónleikar. Andrea Bocelli söng blandaða dagskrá. Með honum komu fram Jóhanna Guðrún, Maria Aleida Rodriguez og Anastasyia Petryshak. Sinfonia Nord lék. Marcello Rota stjórnaði. Kórinn í Kópavogi laugardagur 21. maí Ég tók myndskeið af öllum fjöldanum í hléinu á tónleikum Andrea Bocellis í Kórnum á laugardagskvöldið og birti á Facebook. Einn vinur minn […]

Stalín úti í tunglsljósi, Stalín út við skóg

Niðurstaða: Snilldartónleikar með stórfenglegri tónlist. Verk eftir Sjostakóvitsj í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Stjórnandi: Eva Ollikainen. Eldborg í Hörpu Miðvikudaginn 18. maí Þegar Stalín stjórnaði Sovétríkjunum með harðri hendi voru oft hvíslaðir um hann brandarar. Ekki mátti segja þá opinberlega, því það hefði líklega alvarlegar afleiðingar. Einn brandarinn var svona: Stalín heldur ræðu fyrir mikinn fjölda […]

Píanóleikurinn var göldrum líkastur

Niðurstaða: Einhverjir bestu djasstónleikar sem hér hafa verið haldnir. Craig Taborn lék á píanó tónlist eftir sjálfan sig Salurinn í Kópavogi Sunnudaginn 8. maí Henry Pleasants var ekki aðeins tónlistargagnrýnandi um miðja síðustu öld, heldur líka starfsmaður hjá CIA. Hann skrifaði m.a. tvær athyglisverðar bækur, Serious Music and All That Jazz og The Agony of […]

Klipið í afturendann á hinu kyninu

Niðurstaða: Söngurinn var ekki alveg fullkominn, en samt var margt verulega vel gert. Carmina Burana eftir Carl Orff. Stjórnandi: Fjóla Kristín Nikulásdóttir. Einsöngvarar: Bryndís Guðjónsdóttir, Guðmundur Karl Eiríksson og Þorsteinn Freyr Sigurðsson. Kórinn samanstóð af Hljómfélaginu, Selkórnum og Skólakórs Kársness. Stjórnandi skólakórsins var Álfheiður Björgvinsdóttir. Hljómsveit samanstóð af tveimur píanóleikurum og slagverksleikurum. Norðurljós í Hörpu […]

Spurt hvort skrattinn þurfi að eiga öll góðu lögin

Niðurstaða: Píanókonsert eftir John Adams var óttalegt þunnildi, en annað var bitastæðara. Verk eftir Johns Adams í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson. Stjórnandi: John Adams. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 5. maí Fyrir nokkru fór um internetið orðrómur um að tónskáldin Arnold Schönberg, Anton Webern og félagar hefðu unnið á laun með nasistum. Þeir […]

Þegar eistun vöfðust fyrir

Niðurstaða: Sérlega vandaðir tónleikar með fallegri tónlist, hástemmdum söng og flottum hljóðfæraleik. Sigríður Ósk Kjartansdóttir, Lára Bryndís Eggertsdóttir, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir og Steinunn A. Stefánsdóttir fluttu tónlist frá barokktímanum. Norðurljós í Hörpu Þriðjudaginn 26. apríl Er kontratenórinn Sverrir Guðjónsson hóf fyrst upp raust sína hér á landi fyrir margt löngu litu menn hver á annan. […]

Engar eldspúandi ófreskjur

Niðurstaða: Frábærir tónleikar með einstakri tónlist. Verk eftir Duruflé, Alain og Fauré. Flytjendur: Kór Langholtskirkju, Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, Fjölnir Ólafsson og Björn Steinar Sólbergsson. Stjórnandi: Magnús Ragnarsson. Hallgrímskirkja laugardagur 16. apríl Sálumessa Gabriels Fauré er svo falleg að vart er hægt að lýsa henni með orðum. Tónskáldið samdi hana ekki eftir pöntun eins og Mozart, […]