Ráðgátan um píanósnillinginn

5 stjörnur Bruno Monsaingeon: Richter-The Enigma í tveimur hlutum á https://www.youtube.com/watch?v=yfJVpjI3wJM og https://www.youtube.com/watch?v=iVhxqEN9j7k „Flensan hans Richters – humm, humm!“ Þessi skrýtna fyrirsögn birtist á sínum tíma í frönsku dagblaði. Tilefnið var að rússneski píanósnillingurinn Sviatoslav Richter var enn einu sinni búinn að aflýsa tónleikum sem hann átti að halda. Hann var alræmdur fyrir það. Ástæðan […]

Sinfóníutónleikar í skugga veirunnar

4 og hálf stjarna Bein útsending RÚV frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þar sem flutt voru verk eftir Rakhmanínoff, Tsjajkovskí og Stravinskí. Einleikari: Olga kern. Stjórnandi: Bjarni Frímann Bjarnason. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 12. mars Er nauðsynlegt að getað spilað heilan píanókonsert blindandi? Ef marka má kvikmyndina Shine frá 1996, um ástralska píanistann David Helfgott, virðist […]

Eins og bragðsterkt hunang

5 stjörnur Los Aurora í tónleikaröðinni Jazz í Salnum Salurinn í Kópavogi Þriðjudagur 10. mars Í leyniskjölum sem voru birt á WikiLeaks fyrir um áratug kom fram að Muammar Gaddafi, fyrrum leiðtogi Libýu, hefði haft gríðarlegan áhuga á flamenco dansi. Hann var alveg vitlaus í hann. Ljóst er að hann hefði skemmt sér á tónleikum […]

Glæsilegt sjötugsafmæli Sinfóníunnar

5 stjörnur Sinfóníutónleikar Verk eftir Sibelius, Mahler og Pál Ísólfsson. Einleikari: Augustin Hadelich. Stjórnandi: Eva Ollikainen. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 5. mars Þegar finnska tónskáldið Jean Sibelius var á fimmtugsaldri greindist hann með krabbamein í hálsi. Hann var alkóhólisti og stórreykingamaður og því komu veikindin ekki á óvart. Hann fór í aðgerð sem heppnaðist vel […]

Undursamlegar laglínur sem óþarfi var að kynna

4 stjörnur Vlasov, Rimskí-Korsakoff, Tsjajkovskí, Rakhmanínoff, Rostovskaja og fleiri voru á dagskránni. Flytjendur voru Alexandra Chernyshova, Sergei Telenkov og Kjartan Valdimarsson. Kaldalón í Hörpu Laugardaginn 29. febrúar Nýafstaðin söngvakeppni Ríkisútvarpsins vakti kurr vegna tækniklúðurs og fyrir það að kynnar keppninnar voru aðalstjörnurnar, ekki sjálfir keppendurnir. Þetta síðarnefnda var líka áberandi á tónleikum í Kaldalóni í […]