Fyrir hverja er tónlistargagnrýni?

Stjörnugjöf í dagblöðum er stundum umdeild í listaheiminum. En hún er veruleiki sem þarf að sætta sig við. Stjörnudómar eru út um allt á netinu. Kosturinn við stjörnurnar er að maður veit strax hvort dómurinn er góður eða vondur. Þegar ég lít yfir þá gagnrýni sem ég skrifaði á árinu, sé ég að ég hef […]

Jólahreingerningar í Hörpu

Slagverkshópurinn Stomp í Eldborg í Hörpu miðvikudaginn 18. desember. 5 stjörnur Maður nokkur gekk fram á svið Eldborgarinnar í Hörpu á miðvikudagskvöldið og byrjaði að sópa. Var verið að gera sviðið klárt svona rétt fyrir sýningu? Nei, hún var þegar byrjuð. Maðurinn sópaði og sópaði, og brátt fór einfaldur en grípandi taktur að gera vart […]

Fullt af glæsimennsku

Kristinn Árnason: Transfiguratio Geisladiskur Útg. 12 tónar 4 stjörnur Ég þekki nokkra íslenska gítarleikara og þeir eru allir frekar ljúfir náungar. Tala lágt, fara jafnvel meðfram veggjum. Gítarinn er líka lágstemmt hljóðfæri þegar hann er órafmagnaður. Tónleikar með klassískri gítartónlist eru ekki fyrir fólk með skerta heyrn. Áheyrendur þurfa nánast að liggja á hleri allan […]

Á vit innri ævintýra

Hugi Guðmundsson: Í djúpsins ró. Hamrahlíðarkórinn og Nordic Affect. Geisladiskur Útg. Smekkleysa 5 stjörnur Við eigum mörg ágætis tónskáld, en fá þeirra hafa hæfileika til að semja grípandi laglínur. Tónlist er auðvitað miklu meira en melódíur, hún getur þess vegna verið skipulag óhljóða, þróun og framvinda takthendinga, runa af áferð og hljómum, o.s.frv. Maður er […]

Hið síðasta hefði átt að vera fyrst

Tengsl: Kammerverk eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Geisladiskur Útg. Smekkleysa 3 stjörnur Fyrsta lag eða verk á geisladiski er á vissan hátt það mikilvægasta. Það er einskonar andlit disksins og gefur forsmekk að því sem koma skal. Upplifunin  af því ræður miklu um það hvort hlustandinn hafi yfirleitt áhuga á að heyra meira. Ég er á […]

Gleymt tónskáld grafið upp

Vincent d’Indy: Hljómsveitarverk Geisladiskur Útg. Chandos 4 stjörnur Schola cantorum er ekki bara nafnið á íslenskum kór, heldur líka tónlistarskóla í París. Hann var stofnaður í lok 19. aldarinnar og þangað sótti margt merkisfólk menntun, eins og Erik Satie. Vincent nokkur d’Indy var einn af stofnendum skólans. Skólinn lifir góðu lífi í dag, en sömu […]

Fyrr var oft í koti kátt

Hljómaskálakvintettinn. Öxar við ána – ættjarðarlög. Geisladiskur. Útg. Smekkleysa 4 stjörnur Ég byrjaði mína skólagöngu í Ísaksskóla. Vikan hófst yfirleitt á því að krakkarnir sungu lög á borð við Blessuð sértu sveitin mín, Fyrr var oft í koti kátt og Ó, blessuð vertu sumarsól. Á geisladiskinum Öxar við ána með Hljómskálakvintettinum er að finna mörg […]

Hjartnæmir tónleikar

Mozart: Sálumessa í Langholtskirkju aðfararnótt fimmtudagsins 5. desember. Flytjendur: Óperukórinn og hljómsveit ásamt einsöngvurum. Stjórnandi: Garðar Cortes. 4 stjörnur  Þeir voru fölir hljóðfæraleikararnir sem gengu á sviðið í Langholtskirkju á miðvikudagskvöldið. Nei, ekki um kvöldið heldur um nóttina. Klukkan hálf-eitt aðfararnótt fimmtudagsins, hvorki meira né minna. Afhverju í ósköpunum að halda tónleika eftir miðnætti á […]

Kom þú, kom vor Immanúel

Hátíðartónleikar kammerkórsins Schola cantorum á fyrsta sunnudegi í aðventu í Hallgrímskirkju. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. 5 stjörnur Á aðventutónleikum Schola cantorum kenndi margra grasa. Þar bar hæst frumflutning þriggja verka eftir Hafliða Hallgrímsson. Þetta voru Earth Grown Old, The King’s Birthday og Christ Was Born. Þar að auki flutti kórinn Joseph and the Angel eftir Hafliða. […]

Meiri dirfsku, takk

La Poesie. Kammertónlist eftir Þórð Magnússon. Geisladiskur. Útg. Smekkleysa. 3 stjörnur Besta tónsmíð Þórðar Magnússonar á þessum geisladiski er Rapsódía fyrir kontrabassa og píanó. Hún er flutt af Þóri Jóhannssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þar hefur ímyndunarafl tónskáldsins fengið að njóta sín óheft. Rapsódía er einmitt slíkt tónlistarform, mjög frjálslegt, nánast spunakennt. Kontrabassi og píanó er […]