Ótrúlega flott heljarstökk

Kammertónleikar 4 stjörnur Verk eftir Schubert, Beethoven, Áskel Másson, Ravel og Dvorák. Flytjendur: Kristinn Sigmundsson, Víkingur Heiðar Ólafsson, Tai Murray, Sigrun Eðvaldsdóttir, Jennifer Stumm, Bryndís Halla Gylfadóttir og Jerome Lowenthal. Norðurljós í Hörpu, sunnudaginn 19. júní Á lokatónleikum Reykjavík Midsummer Music kom Kristinn Sigmundsson fram og söng lög eftir Schubert og Beethoven. Hann virtist ekki vera […]

Rammfalskt en fagurt

Kammertónleikar 4 stjörnur Verk eftir Ives, Cage, Bartók og Crumb. Flytjendur: Jerome Lowenthal, Ursula Oppens, Bjarni Frímann Bjarnason, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Steef van Oosterhout og Pétur Grétarsson. Norðurljós í Hörpu, laugardaginn 18. júní Bandaríska tónskáldið Charles Ives samdi þrjú sérkennileg verk fyrir tvö píanó þar sem kvarttónar koma við sögu. Fyrir þá sem ekki vita þá […]

Norðurljósin í Norðurljósum

Kammertónleikar 5 stjörnur Verk eftir Takemitsu, Saariaho, Ravel og Skúla Sverrisson á Reykjavík Midsummer Music. Flytjendur: Viktoria Mullova, Víkingur Heiðar Ólafsson, Bjarni Frímann Bjarnason, Katie Buckley, Matthew Barley og fleiri. Norðurljós í Hörpu, fimmtudaginn 16. júní Ég var kominn út í geim á upphafstónleikum Reykjavík Midsummer Music í Norðurljósum í Hörpu á fimmtudagskvöldið. Nokkur verkanna á […]

Dagblaðið öskraði eins og ljón

  Fjöllistasýning 4 stjörnur Stomp sýndi allskonar atriði þar sem hjólkoppar, tunnur, vaskar, kveikjarar, gúmmíslöngur og fleira kom við sögu. Eldborg í Hörpu, laugardaginn 11. júní Það er langt síðan ég hef hlegið jafn mikið og á sýningu sviðslistahópsins Stomp á laugardagskvöldið. Nokkrar manneskjur sátu við lítið borð og voru að lesa dagblöð. Von bráðar fór […]

Brjálæðislegt úthald trommuleikarans

Djasstónleikar 5 stjörnur Terri Lyne Carrington ásamt sjö manna sveit á Listahátíð í Reykjavík. Eldborg í Hörpu, sunnudaginn 5. júní Lokatónleikarnir á Listahátíð skörtuðu heimsfrægum djassista, Terri Lyne Carrington. Hún er trommuleikari og þrefaldur Grammy verðlaunahafi. Með henni voru sex hljóðfæraleikarar sem spiluðu á píanó, tvo saxófóna, gítar, bassa og flautu. Byrjun tónleikanna var kröftug. […]

Virkuðu eins og grín

(ATH. þessi grein birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 4. júní) Sinfóníutónleikar 3 stjörnur Verk eftir Prókofíev, Glazúnov og Sjostakóvitsj. Einleikari: Alexander Rosdestvenskíj. Stjórnandi: Gennadíj Rosdestvenskíj. Eldborg í Hörpu, fimmtudaginn 2. júní Ég mana lesendur mína til að segja nafnið Gennadíj Rosdestvenskíj fimm sinnum hratt. Það er næstum ómögulegt! Það er eins og að segja tungubrjótinn „skýjahnoðri í […]

Góða löggan og vonda löggan

Ópera 3 stjörnur UR_ ópera eftir Önnu Þorvaldsdóttur á Listahátíð í Reykjavík. Texti eftir Önnu og Mette Karlsvik. Leikstjórn: Þorleifur Örn Arnarsson. Leikmynd og búningar: Anna Rún Tryggvadóttir. Hljómsveitarstjórn: Bjarni Frímann Bjarnason. Flytjendur: Joa Helgeson, Melis Jaatinen, Sofia Jernberg, Tinna Þorsteinsdóttir, Miké Phillip Fencker Thomsen, Örnólfur Eldon og Caput hópurinn. Norðurljós í Hörpu, laugardaginn 4. […]

Þrumandi söngur, mæðulegur strengjaleikur

Kammertónleikar 3 stjörnur Verk eftir Handel, Vivaldi, de la Guerre, Porpora, Purcell og Vivaldi. Flytjandi: Symphonia Angelica Guðríðarkirkja, fimmtudagur 26. maí Nauðgun var aðalyrkisefnið á tónleikum barokk-hópsins Symphonia Angelica í Guðríðarkirkju á fimmtudagskvöldið. Aðalpersónan var Lucrezia, fögur, rómversk stúlka sem var uppi 500 árum fyrir Krist. Konungssonur nauðgaði henni og það leiddi til þess að […]