Iðnaðarmenn gerðu tónskáld brjálað

Pamela de Sensi og Júlíana Rún Indriðadóttir fluttu blandaða dagskrá í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þriðjudaginn 21. júlí. 3 stjörnur Kontrabassaflautan í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar hljómaði fallega en leit undarlega út. Hún var mjög löng. Svo löng að hún var brotin saman til að hljóðfæraleikarinn næði að meðhöndla hana. Auðvitað er ekkert nýtt að það þurfi […]

Fótafimur organisti á harðaspretti

Hörður Áskelsson flutti verk eftir Guilain, Bach, Franck, Karlsen og Boëllmann. Sunnudagur 12. júlí. 4 stjörnur Hörður Áskelsson organisti sýndi það á sunnudaginn að hann kann að steppa. Svona þannig séð. Hann kom fram á tónleikaröð sem nefnist Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju og lék meðal annars verk eftir Kjell Mørk Karlsen. Það heitir Sinfoniae arctandriae, […]

Tónskáld og morðingi geldings

Elfa Rún Kristinsdóttir og Elina Albach fluttu blandaða dagskrá á Sumartónleikum í Skálholti laugardaginn 11. júlí. 4 stjörnur Sagt er að tónskáldið G. A. Pandolfi Mealli hafi drepið gelding. Geldingar voru fyrirferðamiklir í tónlistarlífinu á sautjándu öldinni. Þá þótti fínt að vera góður söngvar með engin eistu. Til fróðleiks má geta að örlítil prósenta karlmanna […]

Syngið nýjan söng!

Sumartónleikar í Skálholti laugardaginn 11. júlí. Kórinn Hljómeyki flutti tónlist eftir Stefán Arason. 4 stjörnur Sumartónleikar í Skálholti hafa verið fastur liður í menningarlífinu í rúm fjörutíu ár. Hátíðin var lengi afar vegleg en hefur mátt þola gríðarlegan niðurskurð á síðustu misserum. Í ár stendur hátíðin á tímamótum. Sigurður Halldórsson, sem hefur verið listrænn stjórnandi […]