Í senn ofsafenginn og hástemmdur

4 og hálf stjarna Verk eftir Debussy, Higdon og Prokofíev. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék. Einleikari: Benjamin Beilman. Stjórnandi: Roderick Cox. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 19. september Það fór illa fyrir Sergej Prokofíev. Verk eftir hann var á dagskránni á Sinfóníutónleikunum á fimmtudagskvöldið. Hann var óumdeilanlega eitt mesta tónskáld Sovétríkjanna, en fimm árum áður en hann lést […]

Þverrandi lífsandi

3 stjörnur Verk eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, Karólínu Eiríksdóttur, Kaiju Saariaho og Judith Weir. Flytjendur: Helen Whitaker, Matthildur Anna Gísladóttir og Guðný Jónasdóttir. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 15. september Mozart þoldi ekki þverflautuna, eins og hann nefnir í bréfi til föður síns, en neyddist samt til að semja fyrir hana. Hljóðfærið hefur þó þróast töluvert […]

Sú vinstri æddi um hljómborðið

4 og hálf stjarna Verk eftir Bizet, Ravel, Debussy, Sibelius og Önnu Þorvaldsdóttur. Stjórnandi: Yan Pascal Tortelier. Einleikari: Jean-Efflam Bavouzet. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 12. september Flestir píanóleikarar myndu leggja árar í bát við það að missa hægri hendina. Ekki þó Paul Wittgenstein, sem var uppi á fyrri hluta aldarinnar sem leið. Hann hélt ótrauður […]

Í senn fyndin og mikilfengleg

5 stjörnur Óperusýning Brúðkaup Fígarós eftir Mozart í uppfærslu Íslensku óperunnar. Hljómsveitarstjóri: Bjarni Frímann Bjarnason. Leikstjóri: John Ramster. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson. Sviðshreyfingar: Katrín Gunnarsdóttir. Helstu hlutverk: Andrey Zhilikhovsky, Eyrún Unnarsdóttir, Andri Björn Róbertsson, Þóra Einarsdóttir, Karin Björg Torbjörnsdóttir, Davíð Ólafsson og Hanna Dóra Sturludóttir. Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar. Kórstjóri: Magnús Ragnarsson. Kvikmyndin The […]

Spáð í vetrardagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Tónlistarfólk dreymir oft martraðir sem tengjast því að koma fram fyrir áheyrendur. Dæmigert er að viðkomandi frétti að hann eigi að spila á tónleikum næsta dag, allsendis óundirbúinn. Vladimir Ashkenazy dreymdi einu sinni slíkan draum. Hann gekk hann fram á sviðið til að spila einleikinn í þriðja píanókonsertinum eftir Rakhmanínoff. Þá uppgötvaði hann sér til […]