Hrár söngur þurfti fágun

Söngtónleikar 3 stjörnur Sönghópurinn Olga flutti lög frá löndum Víkinganna. Aðventkirkjan í Reykjavík fimmtudaginn 21. júlí Víkingar sem syngja klassískt án undirleiks eru engir berserkir sem öskra villimannslega. Þeir eru miklu frekar eins og karlmenn í sokkabuxum, ef nota má þá samlíkingu. Ekki hetjutenórar og sterabaularar, heldur fínlegir söngvarar sem eru viðkvæmir og brothættir. Geisladiskur […]

Hvað var að?

Söngtónleikar 2 stjörnur Lög eftir Ingibjörgu Azimu Guðlaugsdóttur. Flytjendur: Margrét Hrafnsdóttir, Gissur Páll Gissurarson, Grímur Helgason, Ave Kara Sillaots, Darri Mikaelsson, Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir og Gunnlaugur Torfi Stefánsson. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, þriðjudaginn 19. júlí Í bók Dr. Gunna, Er‘ ekki allir í stuði? er fjallað um plötu sem mun hafa fengið stystu tónlistargagnrýni sögunnar. Platan hét […]

Þotan í Hallgrímskirkju

Orgeltónleikar 4 stjörnur Kári Þormar lék verk eftir Boëllmann, Alain, Hakim, Franck, Langlais og Widor. Hallgrímskirkja, sunnudaginn 10. júlí Einu sinni lék Jerry Seinfeld flugmann risaþotu sem var nýsestur í flugstjórnarklefann. Hann var að fara að fljúga með þrjú hundruð manns. Þá kom í ljós að hann hafði gleymt lyklinum að þotunni heima og gat ekki […]

Tónlist í Svörtum fjöðrum

Ég hef sett upp sérstaka síðu fyrir tónlist sem ég samdi fyrir Svartar fjaðrir, opnunarverk Listahátíðar 2015. Síðan verður framvegis hér á forsíðunni. Tónlistin er ýmist upprunaleg, eða þá að hún byggist á upprunalegu tónlistinni í verkinu. Valdimar Jóhannsson samdi líka með mér tónlistina í Svörtum fjöðrum, en þó ekki þá tónlist sem er hér […]

Píanókennsla

Ég er kennari við Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Þau börn sem hafa áhuga á að koma til mín í tíma þurfa að sækja um í gegnum skólann. Hinsvegar kenni ég líka fullorðnum einstaklingum sem hafa áhuga á að láta draum sinn rætast. Kennslan fer fram utan Tónmenntaskólans, þetta er einkakennsla. Á meðal nemenda minna eru læknir, flugmaður, […]