Djassinn komst ekki á flug

Djasstónleikar 2 stjörnur Tónlist eftir Þórdísi Gerði Jónsdóttur, flutt af henni sjálfri, auk Guðmundar Péturssonar, Matthíasi M. D. Hemstock, Andra Ólafssyni og Steingrími Karls Teague. Björtuloft í Hörpu miðvikudaginn 21. febrúar Djassklúbburinn Múlinn í Björtuloftum á fimmtu hæð í Hörpu laðar að útlendinga fremur en innfædda. Ég hef farið á það marga tónleika í Múlanum […]

Eldtungur stigu næstum því upp úr fiðlunni

4 stjörnur Kammertónleikar Sigrún Eðvaldsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Domenico Codispoti léku verk eftir Brahms og Sjostakóvitsj. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 18. febrúar Breska tónskáldið Benjamin Britten sagði einu sinni að hann spilaði tónlistina eftir Brahms á nokkurra ára fresti til að minna sig á hversu léleg hún væri. Víst er að Brahms var mistækur. […]

Myndræn tónlist, myrk og rómantísk

3 stjörnur Ljóðatónleikar Verk eftir Britten, Bartók, Schönberg, Debussy og Rakhmanínoff í flutningi Þóru Einarsdóttur og Peters Maté. Salurinn í Kópavogi sunnudaginn 11. febrúar Vonda veðrið undanfarna daga hefur sett strik í reikninginn hjá tónleikahöldurum. Áheyrendur á tónleikum Þóru Einarsdóttur sópran og Peter Maté píanóleikara í Salnum í Kópavogi voru með fæsta móti, varla fleiri […]

Skytturnar fjórar í Hörpu

4 stjörnur Djasstónleikar Kvartett Andrésar Þórs Gunnlaugssonar (Scott McLemore, Þorgrímur Jónsson og Agnar Már Magnússon) flutti tónlist eftir Andrés Þór. Björtuloft í Hörpu miðvikudaginn 7. febrúar Eitt best geymda leyndarmál Hörpu er djassklúbburinn Múlinn. Ég segi leyndarmál vegna þess að á tónleikum klúbbsins á miðvikudagskvöldið í Björtuloftum í Hörpu var varla sála, innan við tuttugu […]

Vélbyssuskothríð í Hörpu

2 stjörnur Píanótónleikar Paul Lewis flutti verk eftir Haydn, Beethoven og Brahms. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 4. febrúar Beethoven var skapstór maður og ekki sá þægilegasti í umgengni. Í takt við það er tónlist hans full af andstæðum. Mikið er um þungar, snöggar áherslur í innhverfari hlutum verkanna, og ofsafengnir kaflar inn á milli. Skáldskapurinn […]