Snert hörpu mína og djöfullegur búgívúgí

Minningargrein um Atla Heimi Sveinsson Mín fyrstu kynni af Atla Heimi Sveinssyni, sem nú er látinn áttræður að aldri, hófust þegar ég var fjórtán ára gamall. Hann hafði þá nýlega hlotið tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir flautukonsertinn sinn, og var hann fluttur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Robert Aitken var einleikari, en Jean-Pierre Jacquillat stjórnaði. Ég var á […]

Dýpstu tónarnir næst Guði

Geisladiskur 4 stjörnur Herberging. Tónlist eftir Berglindi Maríu Tómasdóttur. Hver hefur ekki farið í nudd og hlustað á slökunartónlist? Undir slíkum kringumstæðum er hún að vísu höfð á mörkum hins heyranlega, en ómurinn hefur venjulega mjög róandi áhrif. Margir hlusta líka á svona músík fyrir svefninn, nú eða þá til að hjálpa til við hugleiðslu. […]

Ljósið frá símunum vakti hina dauðu

2 og hálf stjarna Mozart: Píanókonsert nr. 20 og Sálumessa. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands lék ásamt Söngsveitinni Fílharmóníu og Kammerkór Norðurlands. Einleikari: Alexander Edelstein. Stjórnandi: Anna-Maria Helsing. Langholtskirkja Föstudaginn langa Það er umdeilanleg ákvörðun af Menningarfélagi Akureyrar að hafa tónleikaskrár Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands eingöngu á rafrænu formi. Ákvörðunin er sögð vera af umhverfisástæðum. Þetta má þó ekki vera […]

Hver hatar ekki Mahler?

4 stjörnur Verk eftir Mahler og Brahms. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék. Einleikari: Isabelle Faust. Stjórnandi: Osmo Vänskä. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 11. apríl Í gamanþáttaröðinni um Frasier er sena þar sem bróðir hans, Niles, er að skilja við konuna sína. Hann talar af eftirsjá um sunnudagsmorgnana í fallegu stofunni, þar sem hann sat við flygilinn og […]

Söngurinn um ástina

4 stjörnur Lög eftir Brahms og Schumann. Flytjendur: Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað, Hanna Dóra Sturludóttir, Þorsteinn Freyr Sigurðsson, Fjölnir Ólafsson, Hrönn Þráinsdóttir og Matthildur Anna Gísladóttir. Norðurljós í Hörpu sunnudagur 7. apríl Í Einræðisherranum leikur Charlie Chaplin m.a. rakara. Hreyfingar hans eru fullkomlega í takt við músíkina úr útvarpinu. Það er ungverskur dans nr. 5 eftir […]

Star Wars flott eftir byrjunarörðugleika

3 og hálf stjarna Star Wars: A New Hope við lifandi tónlistarflutning. Ted Sperling stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 4. apríl Bíósýningar við lifandi tónlistarflutning hafa tíðkast á Íslandi í allmörg ár. Lengi vel var fókusinn á gamlar svarthvítar myndir, oft þöglar, þar sem textarammar birtast með reglulegu millibili. Í hittifyrra var þó […]