Bang bang bang

Verk eftir Áskel Másson, Samuel Barber og John Adams á Sinfóníutónleikum í Hörpu fimmtudaginn 20. febrúar. Einleikur: Colin Currie. Stjórnandi: Baldur Brönnimann. 3 stjörnur Slagverk getur verið hvað sem er. Gamalt útigrill, vaskur, glas, borð eða stólar. Áskell Másson hefur samið allskonar tónlist fyrir slagverk, enda snjall slagverksleikari sjálfur. Stundum hafa hin furðulegustu hljóðfæri ratað […]

Amma og ömmubarn

Agnes Þorsteinsdóttir mezzósópran og Agnes Löve píanóleikari fluttu blandaða dagskrá í Norræna húsinu laugardaginn 15. febrúar. 4 stjörnur Amma og ömmubarn héldu tónleika í Norræna húsinu á laugardaginn síðastliðinn. Amman var Agnes Löve píanóleikari, barnabarnið Agnes Þorsteinsdóttir mezzó-sópran (f. 1990). Á dagskránni var fjöldinn allur af lögum, bæði innlendum og erlendum, auk þess sem aríur […]

Skemmtidagskrá í Guantanamo

Verk eftir Ryoji Ikeda á hátíð helgaðri sjónrænni tónlist í Silfurbergi í Hörpu laugardaginn 1. febrúar. 2 stjörnur Sjónræn tónlist er eitthvað sem verður æ meira áberandi. Sumir tónleikanna á síðustu Airwaves hátíðinni voru t.d. skreyttir myndefni. Á Bíófilíu tónleikum Bjarkar Guðmundsdóttur voru stórir skjáir með gríðarlega flottum myndskeiðum undir nánast hverju lagi. Og eitt […]

Ekkert venjulegt ball

Scape of Grace eftir Hallvarð Ásgeirsson og Sögu Sigurðardóttur. Myrkir músíkdagar í Norðurljósum Hörpu laugardaginn 1. febrúar. 5 stjörnur Í Norðurljósum Hörpu seint á laugardagskvöldið var búið að dreifa nokkrum hátölurum um salinn. Þegar ég gekk þar inn tók á móti mér lágvær niður. Niðurinn var dálítið ógnandi, svona eins og djúpir, liggjandi tónar eru […]

Heiðarlegur fiðluleikari

Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari lék verk eftir íslensk og erlend tónskáld. Með henni lék Richard Simm á píanó og Júlía Mogensen á selló. Laugardagur 1. Febrúar í Norðurljósum Hörpu á Myrkum músíkdögum. 3 stjörnur Í tónleikaskránni á Myrkum músíkdögum þar sem Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari kom fram, stóð að heildartími tónleikanna yrði um 60 mínútur. Það stóðst […]

Hrífandi og litfagurt

Opnunartónleikar Myrkra músíkdaga í Eldborg Hörpu fimmtudaginn 30. janúar. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék verk eftir Steve Reich, Þuríði Jónsdóttur, Hauk Tómasson og Daníel Bjarnason. Hamrahlíðarkórinn söng undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Hljómsveitarstjóri: Daníel Bjarnason. 4 stjörnur Eins og við mátti búast var mínimalisminn allsráðandi í verkinu Three Movements eftir Steve Reich. Þessir kaflar voru fluttir af Sinfóníuhljómsveit […]