Geimvera á Sinfóníutónleikum

4 stjörnur GDRN, Bríet, JóiPé x Króli, Logi Pedro, Cell7, Reykjavíkurdætur, Joey Christ, Flóni og Unnsteinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 19. ágúst Karlkyns sinfóníuhljóðfæraleikarar eru venjulega í kjólfötum. Siðurinn mun vera frá Viktoríutímabilinu, þegar þjónar klæddust kjólfötum. Þá þótti við hæfi að hljóðfæraleikarar væru í eins fötum, þeir […]

Skemmtilegt en skildi lítið eftir

3 stjörnur Jónas Þórir lék tónlist úr kvikmyndum. Hallgrímskirkja laugardaginn 14. ágúst Björk Guðmundsdóttir samdi tónlistina við Dancer in the Dark. Í myndinni var danssena á brú, en tónlist Bjarkar átti að vera leikin þar undir. Þegar hún sá myndina skömmu fyrir frumsýningu uppgötvaði hún að búið var að klippa tónlistina án hennar leyfis; hún […]

Þá mun ég gleðjast og gráta

3 stjörnur Verk eftir Schumann, Schubert og Brahms. Flytjendur voru Harpa Ósk Björnsdóttir, Jara Hilmarsdóttir, Romain Þór Denuit og Símon Karl Sigurðarson Melsteð. Kaldalón í Hörpu miðvikudaginn 11. ágúst Einu sinni á tónleikum í fínni veislu þar sem ráðherra var meðal gesta gerðist neyðarlegur atburður. Undirleikaranum mistókst að fletta nótnablaði, sem flaug upp í loft […]

Syngjandi norðurljós skreytt yfirtónum

3 stjörnur Sönghópurinn Olga söng tónlist úr norðrinu. Háteigskirkja miðvikudaginn 4. ágúst Kona nokkur sendi einu sinni lesendabréf þar sem hún spurði hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að rakarastofukvartett syngi. Svarið var einangrunarlímband. Ekki fylgir sögunni hvort konan hafi reynt þetta ráð. Ekki er heldur alveg á hreinu hvaðan rakarastofukvartettar draga heiti […]