Fínn tónlistarflutningur, slæm dagskrárgerð

2 og hálf stjarna Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Vivaldi, Händel og Mozart. Einsöngvari: Álfheiður Erla Guðmundsdóttir. Einleikarar: Páll Palomares og Vera Panitch. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Eldborg í Hörpu, bein sjónvarpsútsending RÚV fimmtudagur 10. desember Sagt hefur verið að eina leiðin til að fá tvo fiðluleikara til að spila hreint er að skjóta annan þeirra. […]

Beethoven var í beinu sambandi

Um þessar mundir eru 250 ár síðan Beethoven fæddist. Af því tilefni hefur Árni Heimir Ingólfsson unnið einkar vandaða þáttaröð sem er á finna á Rás 1. Hún er frábær. Þar er allskonar fróðleikur um meistarann, gnægð tóndæma, stundum um verk sem maður hefur aldrei heyrt. Árni Heimir er einstaklega vel máli farinn, hann segir […]