Fingurbrotinn en hafði ekkert fyrir söngnum
Stærstu klassísku tónleikar ársins sem er að líða voru með tenórnum blinda Andrea Bocelli í Kórnum í vor. Áheyrendafjöldinn var gríðarlegur og ég tók mynd af múgnum og birti á Facebook. Einn vinur minn kommenteraði: „Hér hefði verið fullkomið tækifæri til að bólusetja með fjórðu sprautunni. Bara svona fyrst allir gamlingjar á höfuðborgarsvæðinu voru á […]