Fingurbrotinn en hafði ekkert fyrir söngnum

Stærstu klassísku tónleikar ársins sem er að líða voru með tenórnum blinda Andrea Bocelli í Kórnum í vor. Áheyrendafjöldinn var gríðarlegur og ég tók mynd af múgnum og birti á Facebook. Einn vinur minn kommenteraði: „Hér hefði verið fullkomið tækifæri til að bólusetja með fjórðu sprautunni. Bara svona fyrst allir gamlingjar á höfuðborgarsvæðinu voru á […]

Endaði ekki með hvelli heldur kjökri

Niðurstaða: Flottar útsetningarnar en tónleikarnir misstu engu að síður marks. La Boheme eftir Puccini í útsetningu fyrir fiðlu og píanó. Mathieu van Bellen og Mathias Halvorsen léku. Salurinn í Kópavogi þriðjudagur 13. desember Sagt hefur verið að La Boheme eftir Puccini hljóti að vera grínópera, því ein aðalsögupersónan þjáist af tæringu en syngur samt fullum […]

Fleyta kerlingar yfir gáróttan geim

Niðurstaða: Frábær tónlist, magnaður flutningur. Geisladiskur Hugi Guðmundsson: Windbells. Kammersveit Reykjavíkur, ásamt Áshildi Haraldsdóttur og Hildigunni Einarsdóttur. Sono Luminus Einu sinni las ég fantasíubók sem hefst í helvíti. Þar kveljast sálir fordæmdra um alla eilífð, en illu andarnir passa upp á logarnir brenni sem heitast. Á meðan er spiluð tónlist. Þetta er eingöngu tónlist eftir […]

Mozart í yfirborðslegum kappakstri Sinfóníunnar

Niðurstaða: Frábær einsöngur og einleikur en annað var verra. Verk eftir Walpurgis, Vivaldi, Händel og Mozart. Einleikarar: Vera Panitch og Steiney Sigurðardóttir. Einsöngur: Tim Mead. Stjórnandi: Jonathan Cohen. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék. Eldborg í Hörpu fimmtudagur 1. desember Það eru góða fréttir og slæmar af aðventutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Góðu fréttirnar eru að allt var […]

Mjá mjá og stapp stapp

Niðurstaða: Mjög skemmtilegir tónleikar að langflestu leyti. Söngsveitin Fílharmónía söng jólatónlist. Magnús Ragnarsson stjórnaði. Einsöngur: Hallveig Rúnarsdóttir. Hörpuleikur: Elísabet Waage. Langholtskirkja sunnudaginn 27. nóvember Þegar ég var tveggja eða þriggja ára fóru foreldrar mínir með mig til Kaupmannahafnar rétt fyrir jól. Einn daginn fór ég með pabba niður í bæ. Þá sá ég mann í […]

Sumt var skemmtilegt en annað leiðinlegt

Niðurstaða: Mínímalistarnir og Gershwin voru frábærir, en sumt annað var ekki gott.   Píanóhátíð Íslands, fyrstu tónleikar. Andrew J. Yang, Myung Hwang Park og Nína Margrét Grímsdóttir léku á píanó blandaða dagskrá. Kaldalón í Hörpu fimmtudagur 24. nóvember Oft hefur verið gert grín að tónlist Philips Glass, því hún er svo endurtekningarsöm. Ég held að […]