Draugagangur á tónleikasviðinu

Áramótapistill: Heimur goðsagna og yfirnáttúrulegra fyrirbæra kom nokkuð við sögu í tónlistarlífinu á árinu sem nú er senn á enda. Draugar tengdust t.d. fiðlukonsertinum eftir Schumann sem Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti ásamt fiðluleikaranum Baiba Skride í byrjun mars í Hörpu. Schumann, sem var uppi á árunum 1810-1856, var haldinn geðhvarfasýki og sjúkdómurinn ágerðist eftir því sem […]

Síðasti bærinn í dalnum hefur elst illa

2 stjörnur Kvikmyndatónleikar Síðasti bærinn í dalnum eftir Óskar Gíslason við lifandi tónlist Jórunnar Viðar. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék. Einsöngvari: Hildigunnur Einarsdóttir. Stjórnandi: Bjarni Frímann Bjarnason. Eldborg í Hörpu þriðjudaginn 11. desember Ég man eftir að hafa orðið skelkaður þegar ég sá Síðasta bæinn í dalnum barn að aldri. Eitthvað var óhugnanlegt við illgjörn tröll sem […]

Nakið eins og íslenskt landslag

Geisladiskur 4 stjörnur Jórunn Viðar: Söngvar. Erla Dóra Vogler og Eva Þyri Hilmarsdóttir. Það fór alltaf í taugarnar á Jórunni Viðar þegar hún var kölluð kventónskáld. Hún sagðist sjálf aldrei tala um karltónskáld. Þetta er þó skiljanlegt, því í heil tuttug ár var hún eina konan í Tónskáldafélagi Íslands. Jórunn var brautryðjandi í þróun sönglagsins […]

María, meyjan skæra

3 og hálf stjarna Kórtónleikar Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju. Verk úr ýmsum áttum. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Einleikari: Auður Hafsteinsdóttir. Orgelleikari: Björn Steinar Sólbergsson. Hallgrímskirkja sunnudaginn 2. desember „Önd mín miklar Drottinn, og andi minn gleðst í Guði, frelsara mínum.“ Á þessum orðum hefst lofsöngur Maríu. Hún kveður hann í Lúkasarguðspjalli, skömmu eftir að Gabríel erkiengill hefur […]

Mannætan krútt, ekki kríp

3 stjörnur Óperusýning Hans og Gréta eftir Engelbert Humperdinck í uppfærslu Íslensku óperunnar. Hljómsveitarstjóri: Bjarni Frímann Bjarnason. Leikstjóri: Þórunn Sigþórsdóttir. Einsöngvarar: Arnheiður Eiríksdóttir, Jóna G. Kolbrúnardóttir, Huildigunnur Einarsdóttir, Oddur A. Jónsson, Dóra S. Ármannsdóttir og Kristín E. Mäntylä. Gradualekór Langholtskirkju söng og Hljómsveit Íslensku óperunnar lék. Norðurljós í Hörpu Sunnudaginn 25. nóvember Í hlénu á […]