Ekki búið fyrr en sú feita syngur

Áramótapistill Tónlistarárið sem er senn á enda var upp og ofan. Þar var margt prýðilegt, og sumt var frábært. En annað stóðst ekki væntingar. Uppfærsla Íslensku óperunnar á Rakaranum frá Sevilla var t.d. rislítil. Jú, söngurinn var vissulega góður, en sviðsmyndin var leiðinlega banal. Nú er það svo að ópera er meira en söngur og […]

Skylmingar hjá Kammersveitinni

Tónlist. Hljómsveitartónleikar 4 stjörnur Kammersveit Reykjavíkur flutti verk eftir Biber, Muffat, Schmelzer og Bach. Einleikarar: Una Sveinbjarnardóttir, Áshildur Haraldsdóttir og Jeremy Joseph. Áskirkju Sunnudaginn 20. Desember Hallgrímur Helgason rithöfundur hneykslaði einu sinni lesendur Alþýðublaðsins sáluga með textum við þekkt jólalög. „Það á að gefa Grýlu börn að bíta í á jólunum“ byrjaði einn. „Við skulum […]

Eins og partí í heimahúsi

Kórtónleikar 3 stjörnur Vox populi söng fjölbreytta jóladagskrá. Stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson. Grafarvogskirkju, miðvikudaginn 16. desember Faðirvorið á Svahílí er ekki eitthvað sem maður heyrir á hverjum degi hér norður í ballarhafi. En það var eitt af því sem var boðið upp á á jólatónleikum kórsins Vox populi undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar í Grafarvogskirkju […]

Ómurinn að ofan

Tónlist Einsöngstónleikar 3 stjörnur Margrét Hannesdóttir flutti tónlist við Biblíutexta á 200 ára afmæli Biblíufélagsins í Dómkirkjunni. Með henni lék Hólmfríður Sigurðardóttir á píanó. Föstudaginn 11. desember Davíðsálmarnir eru til sem popplög og alvarlegri tónsmíðar. Nefna má By the Rivers of Babylon með Boney M sem varð afar vinsælt. Textinn er úr Biblínni, þetta er […]

Á eftir að ná langt

Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Bach, Handel, Albinoni og Mozart. Einleikari: Baldvin Oddson. Stjórnandi: Matthew Halls. Eldborg, Harpa. Fimmtudaginn 3. desember 4 stjörnur Hér í gamla daga skiptist fólk í andstæðar fylkingar eftir því hvort það fílaði klassíska tónlist eða ekki. Það var slegist um það á síðum dagblaðanna. Mörgum fannst ótækt hve mikið rými klassíkin fékk […]

Hrikalegar barsmíðar á Sinfóníutónleikum

Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti tónlist eftir Debussy, Ligeti, Mahler og Daníel Bjarnason. Einsöngvari: Ólafur Kjartan Sigurðarson. Stjórnandi Daníel Bjarnason. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 26. nóvember. 4 stjörnur Allskyns ógeð kom upp í huga mér á Sinfóníutónleikum á fimmtudagskvöldið. Það var ekkert skrýtið því á dagskránni var meðal annars Lontano eftir ungverska tónskáldið György Ligeti. Þetta er […]