Glæpsamlegir tónleikar í Dómkirkjunni

Söngtónleikar 3 stjörnur Stabat mater eftir Pergolesi í flutningi Maríu Konráðsdóttur, Erlu Dóru Vogler og Sólborgar Valdimarsdóttur. Dómkirkjan, föstudaginn langa Mærin mæra mændi? Þessi undarlega setning er úr þýðingu Matthíasar Jochumssonar á helgikvæðinu Stabat mater sem var ort á þrettándu öld. Mærin mæra er auðvitað María mey og ljóðið fjallar um það þegar hún „mændi“ […]

Tónlist Jóhanns Jóhannssonar svínvirkar

Sinfóníutónleikar 4 stjörnur Tónlist eftir Jóhann Jóhannsson, John Williams, Jonny Greenwood og Mica Levi. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Adrian Prabava. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 17. Mars Það lá við að ég fyndi lyktina af poppkorninu á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Þetta voru kvikmyndatónleikar og á þeim var leikin tónlist úr nýjum og eldri […]

Ég heiti Sibelius og ég er alkóhólisti

Sinfóníutónleikar 3 stjörnur Verk eftir Sibelius, Rakmaninoff og Beethoven. Einleikari: Alexander Romanovsky. Stjórnandi: Dima Slobodeniouk.  Eldborg, Hörpu fimmtudaginn 10. mars Það fór illa fyrir finnska tónskáldinu Sibeliusi. Hann samdi mögnuð tónverk lengi framan af, en svo tók alkóhólisminn völdinn. Síðustu 35 árum ævi sinnar eyddi hann meira og minna fullur. Þá samdi hann lítið sem […]

Léku af hástemmdri andakt

Kammertónleikar 4 stjörnur  Ari Þór Vilhjálmsson, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Sigurðu Bjarki Gunnarsson og Ástríður Alda Sigurðardóttir komu fram í Kammermúsíkklúbbnum og fluttu verk eftir Brahms og Fauré. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 29. febrúar  Tónskáld hafa mismunandi smekk eins og aðrir. Sum þeirra hafa hatað önnur tónskáld. Skrjabín fannst Mozart óttalegt dauðyfli. Beethoven hélt því fram að […]

Don Giovanni komst ekki á flug

Óperusýning 2 stjörnur Don Giovanni eftir Mozart í uppfærslu Íslensku óperunnar. Stjórnandi: Benjamin Levy. Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir. Búningar: María Th. Ólafsdóttir. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Lýsing: Björn Bergseinn Guðmundsson. Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar. Eldborg í Hörpu laugardaginn 27. febrúar Beethoven var mjög hneykslaður á Mozart að semja heila óperu um kvennabósann Don Giovanni. Sá […]