Stórfenglegur kórsöngur og flott tónlist

Niðurstaða: Magnaður söngur, falleg tónlist. Barbörukórinn flutti íslenska dagskrá Hafnarborg sunnudaginn 19. júní Ég sá einu sinni hryllingsmyndina The Believers. Hún fjallar um Santeria, eins konar vúdútrú á Kúpu og víðar. Dýrkunin kom með þrælunum frá Afríku og blandaðist kaþólskri trú. Þrælarnir héldu áfram að tilbiðja guði sína, en dulbjuggu þá sem dýrlinga. Heilög Barbara […]

Andrúmsloft hugleiðslu og bænar

Niðurstaða: Mergjað tónmál, magnaður flutningur. Guðspjall Maríu eftir Huga Guðmundsson Flytjendur voru Sinfóníettan í Osló, Schola cantorum, Berit Norbakken og Kåre Nordstoga. Hörður Áskelsson stjórnaði Hallgrímskirkja sunnudagur 5. júní Eins og kunnugt er samanstendur Nýja testamentið m.a. af fjórum guðspjöllum, en fleiri eru til. Mörg þeirra voru uppgötvuð árið 1945 í Nag Hammadi í Egyptalandi. […]

Wagner náði stundum flugi en Beethoven ekki

Albert Mamriev flutti verk eftir Beethoven og Wagner (í útsetningum Liszts). Salurinn í Kópavogi sunnudagur 5. júní Niðurstaða: Wagner var yfirleitt góður í takmörkuðum útsetningum, en Beethoven olli vonbrigðum. Nýlega þurfti ísraelsk útvarpsstöð að biðjast afsökunar á að hafa útvarpað verki eftir Wagner. Tónskáldið var Gyðingahatari og skrifaði einu sinni bækling með titilinum „Gyðingdómur í […]

Dansandi hljómsveitarstjóri sem söng af list

Niðurstaða: Sérdeilis skemmtilegir tónleikar með flottri tónlist, hrífandi hljómsveitarstjórn og söng, og frábærum hljóðfæraleik.   Verk eftir Berg, Schönberg, Ives og Gershwin á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Barbara Hannigan stjórnaði og söng einsöng. Eldborg í Hörpu laugardagur 4. júní Ég sá einu sinni brandara á netinu um tónskáldið Alban Berg. Mynd var af honum og undir […]