Árið 2014: Frábær íslensk tónverk voru frumflutt

Fyrir tíu árum síðan skrifaði ég nokkuð umdeilda opnugrein sem bar fyrirsögnina „Er Íslenska óperan dauðadæmd?“ Þar gagnrýndi ég stofnunina og fann að því að eingöngu vinsælar óperur væru settar upp, en nýjar íslenskar óperur vanræktar. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Óperan fékk einn á lúðurinn. Í Reykjavíkurbréfi í Morgunblaðinu tveimur árum áður […]

Flottur einleikari með London Phil

London Philharmonic Orchestra í Eldborg í Hörpu. Verk eftir Vaughan Williams, Beethoven og Tsjajkovskí. Einleikari: Leif Ove Andsnes. Stjórnandi: Osmo Vänskä. Fimmtudagur 18. desember. 4 stjörnur Ég sá og heyrði Leif Ove Andsnes leika einleikinn í 3. píanókonsert Prokofievs með Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar hann var bara sextán ára. Það voru stórfenglegir tónleikar. Ljóst er að […]

Magnaðar tónahugleiðslur

525. Gunnar Gunnarsson ásamt ásgeiri Ásgeirssyni og Þorgrími Jónssyni. Útg. Dimma. 5 stjörnur (birtist í Fréttablaðinu í gær) 525 er ekki sérlega krassandi titill á geisladiski. 666 myndi vekja miklu meiri athygli. En 525 hefur líka merkingu, mun háleitari. Sálmur nr. 525 í sálmabók kirkjunnar er friðarbæn Páls Kolka, Til þín, Drottinn hnatta og heima. […]

Hvert lag öðru fegurra

Í ást sólar. Íslensk sönglög flutt af Hallveigu Rúnarsdóttur og Árna Heimi Ingólfssyni. Útg. Smekkleysa 5 stjörnur Íslensku sönglögin eru gríðarlega mörg, og sum eru snilld. Um það bera vitni óteljandi tónleikar og geisladiskar. Ég held samt að þau hafi sjaldan hljómað eins fallega og á geisladiskinum Í ást sólar með Hallveigu Rúnarsdóttur sópran og […]

Ískaldir fingur djasspíanistans

Hold. Árni Karlsson tríó. Útg. Mold Music 3 stjörnur Árni Karlsson er framúrskarandi djasspíanóleikari. Hann spilar hér ásamt Þorgrími Jónssyni á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Píanóleikurinn er tær, glitrandi og öruggur. Tímasetningar eru hárnákvæmar, tónahlaupin eru jöfn og óheft, áslátturinn mjúkur og þægilegur áheyrnar. Sömu sögu er að segja um kontrabassaleikinn, sem er […]

Þú munt dá Brahms

Kvöldstund með Brahms. Kammersveit Reykjavíkur. Útg. Smekkleysa 5 stjörnur Einn merkilegasti geisladiskur ársins á Íslandi er Kvöldstund með Brahms með Kammersveit Reykjavíkur. Nú er vissulega ekkert frumlegt við diskinn. Það eru engar nýjar tónsmíðar á honum, ekkert sniðugt konseft sem æpir á athygli. Kápan er ekki heldur neitt sem maður tekur eftir. Þar er bara […]

Tónlist fyrir freyðibað

As Time Goes By. Garðar Cortes og Trio Con Fuse. Útg. The Setroc Record Company. 4 stjörnur Fyrir nokkrum árum kom út geisladiskur með Garðari Cortes og syni hans Garðari Thor þar sem þeir fluttu létt lög. Diskurinn olli vonbrigðum. Ekki þó vegna söngsins, heldur voru útsetningarnar útbólgnar og Disneykenndar. Annað er uppi á teningnum […]

Sumt gott, annað ekki – en gaman

Söngfjelagið flutti jólatónlist í Langholtskirkju sunnudaginn 7. desember. Stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson. Einsöngvarar: Björg Þórhallsdóttir og Hrólfur Sæmundsson. 3 stjörnur Svokallaðir sing along tónleikar geta verið skemmtilegir. Slíkar samkomur einkennast af því að áheyrendur taka undir í söngnum. Þá er eins gott að sessunautur manns haldi lagi. Það væri ferlegt ef hann eða hún öskraði […]

Ekki gallalaus Jólaóratóría

Jólaóratóría Bachs í Neskirkju föstudaginn 5. desember. Einsöngvarar: Hallveig Rúnarsdóttir, Þorbjörn Rúnarsson, Jóhanna Halldórsdóttir og Hrólfur Sæmundsson. Stjórnandi: Steingrímur Þórhallsson. 3 stjörnur Á mörkunum var að hin smágerða Neskirkja hentaði fyrir stórtónleika á föstudagskvöldið, það var svo loftlaust. Á dagskránni var stytt útgáfa Jólaóratóríunnar eftir Bach. Langa útgáfan, sem er í sex hlutum, tekur um […]

Draugalegur söngur

VAR. Anna Jónsdóttir. Útg. Anna Jónsdóttir. 2 stjörnur Anna Jónsdóttir sópran er glæsileg söngkona. Hún hefur þétta, kraftmikla rödd og syngur af innlifun. Það er auðheyrt á nýjum geisladiski hennar sem inniheldur íslensk þjóðlög. Diskurinn er djarfur, Anna syngur nánast öll lögin án undirleiks. Það er rétt að glitti hér og þar í harmonium, þ.e. […]