Látlaus en magnaður fiðluleikur

Verk eftir Max Bruch og Gustav Mahler á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg Hörpu fimmtudaginn 25. september. Einleikari: Eva Þórarinsdóttir. Stjórnandi: Lionel Bringuier. 5 stjörnur Þýska tónskáldið Max Bruch (1838-1920) naut mikillar virðingar á meðan hann lifði. Hann féll samt að mestu í gleymsku eftir dauða sinn. Eitt af fáum verkum hans sem enn eru […]

Óþekkir sellóleikarar og mamma þeirra

Guðrún Ingimarsdóttir sópran og Rastrelli sellókvartettinn í Listasafni Íslands sunnudaginn 21. september. 4 stjörnur Ég heyrði strengjakvartett skilgreindan á eftirfarandi hátt á sunnudagskvöldið: Fyrsta fiðlan er góði fiðluleikarinn, önnur fiðlan er lélegi fiðluleikarinn og víólan er fyrrverandi fiðluleikarinn. Sellóleikarinn er hinsvegar maðurinn sem hatar fiðluleikarana. Það var listrænn stjórnandi Rastrelli sellókvartettsins sem komst svo að […]

Ljúfur söknuður á Karlsvöku

Stórtónleikar í minningu Karls J. Sighvatssonar í Eldborg Hörpu föstudaginn 12. september. 4 stjörnur Hljóðmönnum finnst oft erfitt að eiga við akústísk (þ.e órafmögnuð) hljóðfæri á rafmögnuðum tónleikum. Þetta virtist vera raunin á Karlsvöku í Eldborg á föstudagskvöldið. Tónleikarnir voru haldnir til minningar um Karl Sighvatsson hljómborðsleikara sem lést af slysförum langt fyrir aldur fram […]

Kristinn hefur átt betri daga

Sönglög um svífandi fugla: Lög eftir Þorvald Gylfason við ljóð eftir Kristján Hreinsson. Flytjendur voru Kristinn Sigmundsson, Jónas Ingimundarson og Bryndís Halla Gylfadóttir. 2 stjörnur Menn þurfa ekki að vera starfandi tónlistarmenn til að vera góðir lagahöfundar. Sigvaldi Kaldalóns var læknir en samdi samt ódauðlegar söngperlur. Þorvaldur Gylfason er prófessor í hagfræði en hann sinnir […]

Ekkert amaði að lungum dívu

La Traviata í tónleikauppfærslu í Norðurljósum í Hörpu laugardaginn 6. september. Garðar Cortes stjórnaði. Helstu hlutverk: Þóra Einarsdóttir, Garðar Thór Cortes, Bergþór Pálsson og Viðar Gunnarsson. 3 stjörnur Einhver hélt því eitt sinn fram að La Traviata eftir Verdi væri í rauninni grínópera. Aðalpersónan væri jú kona sem þjáist af ólæknandi lungnasjúkdómi, en hún syngi […]

Óþarfa æsingur, en litlaust undirspil

Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Ludwig van Beethoven og Richard Strauss í Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 4. september. Einsöngvari: Golda Schultz. Stjórnandi: Andrew Litton. 2 stjörnur Þá er vetrardagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafin. Upphafstónleikarnir voru síðasta fimmtudag og ollu nokkrum vonbrigðum. Ég get ekki sagt annað. Þó ekki strax. Fyrsta verkið á efniskránni, Till Eulenspiegel eða […]