Hið smáa sagði heila sögu

Niðurstaða: Vandaðir og skemmtilegir tónleikar Habanera. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir flutti blandaða dagskrá ásamt Francisco Javier Jáuregui gítarleikara og Sigurði helga Oddsyni píanóleikara. Salurinn í Kópavogi fimmtudagur 22. september „Ef hægt væri að ímynda sér að hans hátign, Satan, myndi semja óperu, þá væri Carmen í þeim anda.“ Á þessum orðum hófst gagnrýni um hina sívinsælu […]

Sinfóníutónleikar fóru úr böndunum

Niðurstaða: Einstakur einsöngur og hljómsveitin var líka með allt á hreinu. Verk eftir Ives, Mozart, Bernstein og Dvorák í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einsöngvari: Dísella Lárusdóttir. Stjórnandi: David Danzmayr. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 14. september Þetta er farið úr böndunum, hugsaði ég á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Ætti ég að hringja á lögregluna? Tilefnið var […]

Maður gleymdi stund og stað á tónleikum Trifonovs

Niðurstaða: Trifonov var hreint út sagt ótrúlegur. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Verk eftir Beethoven, Sibelius og Önnu Þorvaldsdóttur. Stjórnandi: Eva Ollikanine. Einleikari: Daniil Trifonov. Einnig einleikstónleikar Trifonovs. Verk eftir Tsjajkovskí, Schumann og Brahms. Eldborg í Hörpu Fimmtudagur 8. september og laugardagur 10. septemer Beethoven var sjálfur í einleikshlutverkinu þegar fjórði píanókonsertinn hans var frumfluttur. Tveir drengir […]

Klípum stelpuna svo hún gráti gulli

Niðurstaða: Skemmtileg sýning með flottum söng Mærþöll. Tónlist og texti: Þórunn Guðmundsdóttir. Leikstjórn: Bjarni Thor Kristinsson. Hljómsveitarstjórn: Guðni Franzson. Gamla bíó fimmtudagur 1. september Tónskáldið Frederic Chopin, sem var uppi á fyrri hluta nítjándu aldar, var einstaklega trúgjarn. Hann frétti af svokallaðri „talandi maskínu“ og skrifaði ákafur til foreldra sinna að vélin gæti víst ekki […]