Trúarleg lotning og húmor og léttleiki

Geisladiskur 5 stjörnur Jóhann Sebastian Bach í túlkun Víkings Heiðars Ólafssonar. Deutsche Grammophone Þegar ég var að læra á píanó í Tónlistarskólanum í Reykjavík þurfti ég að æfa Bach. Það átti að vera svo hollt, en ég þoldi hann ekki. Fjölröddunin í tónlist hans virkaði eins og þurr stærðfræði, laglínurnar virtust geldar, strúktúrinn andlaus. Það […]

Áhugaverður en einmannalegur píanódjass

3 og hálf stjarna Djasstónleikar Marc Copland lék á píanó tónlist úr ýmsum áttum. Salurinn í Kópavogi sunnudaginn 14. október Ég las einu sinni bók eftir stjórnanda tónlistarskóla. Bókin var leiðarvísir fyrir foreldra sem ætla að senda börnin sín í tónlistarnám. Fjallað var um ólíka persónueiginleika barna og hvernig þeir henta mismunandi hljóðfærum eða hljóðfærategundum. […]

Óslökkvandi sköpunarkraftur Jóns Ásgeirssonar

4 stjörnur Söngtónleikar Verk eftir Jón Ásgeirsson. Flytjendur: Valdís Gregory, Agnes Thorsteins, Þorsteinn F. Sigurðsson, Ágúst Ólafsson og Guðríður St. Sigurðardóttir. Salurinn í Kópavogi sunnudaginn 7. október Mínar fyrstu minningar af Jóni Ásgeirssyni tónskáldi eru úr Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hann kenndi hljómfræði og ég var í tímum hjá honum. Flygill var í kennslustofunni og Jón […]

Af raunum og sigri sembalsins

4 stjörnur Helguleikur Höfundur: Kolbeinn Bjarnason Blaðsíður: 450 síður Útgefandi: Sæmundur Þegar farið var að senda loftskeyti í gamla daga birtist frétt í einhverju dagblaðinu þar sem stóð: „Loftskeyti geigaði og drap belju.“ Fólk var álíka tortryggið þegar fyrst fór að heyrast í sembal í tónleikalífinu hér. Semball er hljómborðshljóðfæri og forfaðir píanósins. Það eru […]

Betur má ef duga skal

2 stjörnur Verk eftir Mamikó Dís Ragnarsdóttur, Svetlönu Veschagina, Leu Freire, Högna Egilsson og Benjamin Britten. Íslenskri strengir léku undir stjórn Ólafar Sigursveinsdóttur. Einsöngvari: Þorsteinn Freyr Sigurðsson. Hornleikur: Joseph Ognibene. Salurinn í Kopavogi sunnudaginn 30. september Glöggum tónleikagestum með tóneyrað í lagi kann að hafa fundist Joseph Ognibene vera nokkuð falskur. Hann lék á horn […]