Náttúrhamfarir Skálmaldar og Sinfóníunnar

5 stjörnur Rokktónleikar Skálmöld ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammerkórnum Hymnódíu og Barnakór Kársnesskóla. Bernharður Wilkinson stjórnaði. Eldborg í Hörpu föstudaginn 24. ágúst Í myndbandi sem farið hefur víða á netinu segir Bergþór Pálsson söngvari frá því hvernig hann kom sér í form. Þar skipti sálfræðin meginmáli, því ef fólk er ekki rétt innstillt gerist fátt. Bergþór […]

Tónlist sem lætur mann vilja vera góðan

4 stjörnur Sinfóníutónleikar Verk eftir Mozart, Tarrodi og Beethoven. Orkester Norden lék. Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson. Stjórnandi: Olof Boman. Norðurljós í Hörpu miðvikudaginn 22. ágúst Byltingarmaðurinn og Sovétleiðtoginn Vladimir Lenin var hörkutól. Hann bjó þó yfir veikleika. Það var sónata nr. 23 eftir Beethoven. Hún gengur undir nafninu Appassionata, sem þýðir „hin ástríðuþrungna.“ Lenin hafði […]

Nýja og gamla Ísland á tónleikum í Hörpu

4 stjörnur Kórtónleikar Kvennakórinn Esprit de Choeur flutti íslenska og vestur-íslenska dagskrá. Stjórnandi: Valdine Anderson. Píanóleikari: Rachel Dyck. Slagverk: Chris Maxfield. Kaldalón í Hörpu mánudaginn 13. ágúst Íslendingar fylktust til Kanada á nítjándu öld, enda ömurlegt að búa hér á þeim tíma. Hvorki meira né minna en fjórðungur þjóðarinnar lét sig hverfa. Megnið af landnemunum […]

Tveir turnar í Hörpu – hver stjórnaði?

3 stjörnur Kvikmyndatónleikar Lord of the Rings: Two Towers sýnd við lifandi tónlistarflutning. Tónlist: Howard Shore. SinfoniaNord lék, Söngsveitin Fílharmónía og Barnakór Kársnesskóla söng. Aðrir: Emilíana Torrini, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Þórunn Geirsdóttir, Magnús Ragnarsson, Álfheiður Björgvinsdóttir og Sjöfn Finnbjörnsdóttir. Eldborg í Hörpu sunnudagur 12. ágúst Í annarri myndinni í Hringadróttinssögu á Frodo virkilega bágt. Hann […]

Strengjaleikurinn þurr eins og sandpappír

3 stjörnur Kammertónleikar Miller-Porfiris Duo ásamt Ertan Torgul, Jennifer Kloetzel og Svövu Bernharðsdóttur fluttu verk eftir Mozart, Martinu og Janacek. Kaldalón í Hörpu þriðjudaginn 7. ágúst Dúrinn er hress, mollinn dapur. Þetta er einföldun, en ekki langt frá sannleikanum. Ég er á þeirri skoðun að Mozart sé almennt betri í moll en í dúr, hver […]