Hart varstu leikinn, Hallgrímur

Við strjúkum þitt enni eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur og Oliver Kentish á 400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar í Hallgrímskirkju laugardaginn 25. október. 2 stjörnur Um þessar mundir er haldið upp á 400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar. Líkið af honum er sjórekið eins og Megas orti á sínum tíma um Jónas Hallgrímsson. En önnur kveður svo: „Spanskgrænan […]

Eldborgin logaði á Don Carlo

Don Carlo eftir Verdi í uppfærslu Íslensku óperunnar laugardaginn 18. október. 4 stjörnur Það kviknaði í Hörpunni á laugardagskvöldið. Ekki þó í eiginlegri merkingu. Um var að ræða gervield sem var varpað með ljóskastara á sviðið í Eldborginni á sýningunni á óperunni Don Carlo eftir Verdi. Páll Ragnarsson var ljósameistarinn. Eins og allir vita er […]

Óþarfi að skjóta gítarleikarann

Guitar Islancio í Salnum í Kópavogi föstudaginn 10. október. 4 stjörnur Ég hef heyrt að eina leiðin til að fá tvo gítarleikara til að spila hreint sé að skjóta annan þeirra. En ég fann aldrei fyrir þörf fyrir að draga upp skammbyssu á tónleikum Guitar Islancio á föstudagskvöldið. Hópurinn samanstendur af Birni Thoroddsen og Gunnari […]

Óskapnaður, en líka flottheit

Upphafstónleikar Sláturtíðar í Listasafni Reykjavíkur fimmtudaginn 9. október. 2 stjörnur Hvað er að vera listrænt ágengur? Í tónlistarlífinu hefur um nokkurt skeið starfað hópur tónlistarfólks sem kallar sig SLÁTUR. Nafnið stendur fyrir Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík. Væntanlega þýðir það að tónsmiðirnir eru ágengir, þ.e. djarfir. Þeir dirfast að bera á torg verk sem […]

Évgení Kissin er alger rokkstjarna

Verk eftir Brahms og Rakmaninoff á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 2. október. Einleikari: Évgení Kissin, stjórnandi: Vladimir Ashkenazy. 5 stjörnur Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið byrjuðu ekkert sérstaklega vel. Vladimir Ashkenazy stjórnaði og á dagskránni var þriðja sinfónía Brahms. Þetta var endurtekning frá kvöldinu áður. Kannski voru hljóðfæraleikararnir bara þreyttir. Spilamennskan […]