Andrúmsloft djúprar hugleiðslu

4 stjörnur Verk eftir Purcell, Dowland, Paisiello, Scarlatti, Jáuregui og fleiri. Flytjendur: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson og Francisco Javier Jáuregui. Hafnarborg sunnudaginn 5. júlí „Minn gúrú er meiri en þinn gúrú.“ Indverski heimspekingurinn Jiddu Krishnamurti sagði þetta stundum, og var þar að deila á stríðandi fylkingar ólíkra trúarbragða. Hinn sannkristni heldur að hann sé […]

Ha ha ha… ha ha ha

5 stjörnur Óperugala á Sönghátíð í Hafnarborg. Dísella Lárusdóttir og Bjarni Thor Kristinsson sungu; Antonia Hevesi lék á píanó. Hafnarborg laugardaginn 4. júlí Til er lag sem samanstendur að mestu af hlátri. Það er The Laughing Policeman eftir Charles Jolly. Þar segir af gömlum og feitum lögregluþjóni sem er alltof vingjarnlegur fyrir starf sitt, því […]

„Þú ert alltaf að skamma mig“

Sjónvarpsþættir 5 stjörnur Músíkmolar. Dagskrárgerð: Víkingur Heiðar Ólafsson, Halla Oddný Magnúsdóttir og Egill Eðvarðsson. RÚV Ef marka má tónlistina eftir Debussy sem Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir kynna fyrir landsmenn í sjónvarpsþáttunum Músíkmolum, þá var tónskáldið hinn ljúfasti náungi. Verkin sem Víkingur spilar eru yfirleitt draumkennd og mjúk, að vísu stundum þunglyndisleg, en […]

Brestir í útsendingu Sinfóníutónleika í sjónvarpinu

2 stjörnur Verk eftir Mozart, Massenet, Sigfús Einarsson og Jón Nordal í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einsöngvari: Hallveg Rúnarsdóttir. Einleikari: Sigrún Evaldsdóttir. Stjórnandi: Bjarni Frímann Bjarnason. Eldborg í Hörpu/bein útsending á RÚV sjónvarpi miðvikudaginn 20. maí Polki er oft spilaður á Vínartónleikum Sinfóníuhljomsveitar Íslands, enda er þetta fjörugur dans. Eggjasuðupolkinn hefur þó ekki heyrst þar, svo […]

Ærandi þögn á tónleikum

Maður nokkur keypti einu sinni slökunardisk. Á kápunni stóð: Hugleiðsla í Pýramídanum mikla. Honum leist vel á, kveikti á geislaspilaranum og setti sig í stellingar fyrir hugleiðslu. En honum til skelfingar var ekkert á geisladiskinum, bara þögnin ein. Hann stóð upp alveg brjálaður og henti frá sér heyrnartólunum, fannst hann illa svikinn að heyra ekki […]

Má ég standa upp?

4 stjörnur Aría dagsins, Íslenska óperan Eldborg í Hörpu á netinu Í óperunni Tosca eftir Puccini ræðst kona á mann og stingur hann í hjartað með rýtingi. Eftir nokkra stund spyr hann: „Má ég standa upp?“ Atriðið er að finna í heimildarmyndinni Tosca‘s Kiss, sem fjallar um elliheimilið Casa di Riposos per Musicist í Mílanó. […]

Snillingurinn sem söng fyrir beljurnar

Ég var einu sinni í sumarbústað á Kirkjubæjarklaustri. Umhverfis hann er töluvert stór garður, vel girtur. Ég settist við píanóið, sem stóð við franskan glugga í stofunni og fór að spila. Eftir um hálftíma heyrði ég þrusk við gluggann og leit upp. Hinum megin var belja sem var greinilega að hlusta og virtist mjög hrifin. […]

Tónlistin, alkóhólisminn og hryllingurinn

Gátur hafa verið vinsælar á Facebook undanfarið, og hér er ein: Hvaða fyrirbæri er með átta fætur og greindarvísitöluna 60? Svarið er fjórir menn að drekka bjór og horfa á fótbolta. Víman virðist þó ekki hafa truflað rithöfundinn Stephen King þegar hann skrifaði sumar af sínum þekktustu bókum. Hann er óvirkur alkóhólisti í dag, en […]

Streymi kemur sannarlega ekki í staðinn fyrir líf

3 stjörnur Tónleikaröðin Heima í Hörpu Ég var einu sinni ráðgjafi RÚV við sjónvarpsupptöku á frumflutningnum á Eddu I eftir Jón Leifs. Það var undarleg upplifun. Tónleikarnir fóru fram í Háskólabíói. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék og gott ef það var ekki einhver kór sem söng. Ég sat inni í sendiferðabíl fyrir utan Háskólabíó, en þaðan var […]

Hvað á að hlusta á um páskana?

Einu sinni var tónverk sem var svo heilagt að nóturnar af því máttu ekki koma fyrir almannasjónir. Ef einhver dirfðist að skrifa það niður eftir eyranu, var hann settur út af sakramentinu hjá Vatíkaninu. Þetta var Miserere eftir Gregorio Allegri. Textinn er Davíðssálmur nr. 51. Verkið var ávallt flutt í Dymbilviku í Sixtínsku kapellunni. Það […]