Dómar sem ég hef fengið fyrir Til hamingju með að vera mannleg

Domar “Tónlist Jónas­ar Sen var mjög fal­leg, ekki síst pí­anókonsert­inn sem Sig­ríður Soffía dansaði við í lok fyrri hluta sýn­ing­ar­inn­ar. Það atriði var áhrifa­mikið.” Sesselja Kristjánsdóttir, Morgunblaðið “Ein sena stendur þó uppúr í verkinu og það er síðasta senan fyrir hlé þar sem tónskáld verksins Jónas Sen, sem situr fremst á sviðinu við píanóið, flytur […]

Tónlistin í Til hamingju með að vera mannleg

Ég er spurður töluvert um tónlistina í Til hamingju með að vera mannleg sem var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu á miðvikudaginn. Öll tónlistin í sýningunni er eftir mig, fyrir utan Misty eftir Errol Garner og White Christmas eftir Irving Berlin, sem eru leikin á píanó í lifandi flutningi og brot úr Monalisa (Lojay, Sarz, Chris Brown), […]

Ó þú fagri Schubert

Stolen Schubert. Geisladiskur Ásdís Valdimarsdóttir leikur á víólu tónlist eftir Schubert. Með henni spilar Edward Janning á píanó og Katharine Dain syngur. Niðurstaða: Einkar vönduð og sannfærandi túlkun á tónlist eftir Schubert. Franz Schubert var yfirþyrmdur þegar hann hitti átrúnaðargoð sitt, Beethoven. Schubert dáði hann mjög og flúði því æpandi af vettvangi, eða svo er […]

Spurt um merkingu tónlistarinnar

Geisladiskur Borgar Magnason: Come Closer. Niðurstaða: Mjög falleg tónlist. Borgar Magnason er kontrabassaleikari og hljóðfærið hans er í aðalhlutverki á nýjum geisladiski sem kom á streymisveitur fyrir skemmstu. Útgáfan inniheldur sex verk. Þrátt fyrir að Borgar hafi hlotið klassíska menntun er tónlist hans ekki „akademísk“ – ef svo má að orði komast. Framvindan, sem er […]

Madama Butterfly er full af töfrum

Niðurstaða: Einfaldlega frábær sýning. Giacomo Puccini: Madama Butterfly Íslenska óperan. Hljómsveitarstjóri: Levente Török. Leikstjórn: Michiel Dijkema. Aðalhlutverk: Hye-Youn Lee, Arnheiður Eiríksdóttir, Egill Árni Pálsson og Hrólfur Sæmundsson. Önnur hlutverk: Snorri Wium, Viðar Gunnarsson, Unnsteinn Árnason, Jón Svavar Jósefsson, Karin Torbjörnsdóttir, Jón Ingi Stefánsson, Sigurlaug Knudsen, Hulda D. Proppé, Bernadett Hegyi, Tómas Ingi Harðarson, Arnar Dan, […]

Enginn dirfðist að segja nei við Stalín

Enginn dirfðist að segja nei við Stalín Niðurstaða: Magnþrungin sinfónía og flottur píanókonsert. Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Rakhmanínoff og Sjostakóvitsj. Einleikari: Stephen Hough. Stjórnandi: Kornilios Michailidis. Eldborg í Hörpu fimmtudagur 23. febrúar Jósef Stalín hlustaði mikið á útvarp. Kvöld eitt heyrði hann píanókonsert nr. 23 eftir Mozart, og varð frá sér numinn af hrifningu. […]

Fríðari engan finna má

Niðurstaða: Yfirleitt mjög skemmtilegir tónleikar. Ár íslenska einsöngslagsins. Lög eftir mismunandi íslenska höfunda. Fram komu Egill Árni Pálsson, Hanna Dóra Sturludóttir, Harpa Ósk Björnsdóttir, Unnsteinn Árnason, Hrönn Þráinsdóttir og Matthildur Anna Gísladóttir. Salurinn í Kópavogi sunnudagur 19. febrúar Bindindishreyfingin IOGT (International Organization of Good Templars) var í mínu ungdæmi uppnefnd „Íslenskir ofdrykkjumenn og gamlir tugthúslimir“. […]

Búktalandi óperusöngvari og farsakennd atburðarás

Niðurstaða: Drepfyndin ópera. Donizetti: Don Pasquale. Sviðslistahópurinn Óður setti upp. Leikstjórn: Tómas Helgi Baldursson. Tónlistarstjórn og píanóleikur: Sigurður Helgi. Aðalhlutverk: Ragnar Pétur Jóhannsson, Áslákur Ingvarsson, Sólveig Sigurðardóttir og Þórhallur Auður Helgason. Þjóðleikhúskjallarinn laugardagur 11. febrúar Síðast þegar ég vissi var hraðmæltasti maður heims John Moschitta yngri. Á YouTube má sjá hann og heyra fara með […]

Leikhústónskáld sýndi á sér aðra hlið

Niðurstaða: Vandaðir og spennandi tónleikar. Verk eftir Vänskä, Weill og Mendelssohn í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einleikari: Erin Keefe. Stjórnandi: Osmo Vänskä. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 2. febrúar Sönglögin eftir Kurt Weill eru mörg hver fjarskalega falleg, eins og Youkali, sem er í einskonar tangóstíl og fjallar um útópíu fullkominnar hamingju. Lagið er grípandi, í hefðbundnum […]