Af meintu lögbroti í Grafarvogskirkju

34.-50. Passíusálmur Hallgríms Péturssonar. Tónlist eftir Megas í fjölbreyttum útsetningum. Flytjendur: Megas, Margrét Kristín Blöndal, Söngfjelagið og Píslarsveitin undir listrænni stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Föstudagurinn langi í Grafarvogskirkju. 5 stjörnur Mörgum þykir sjálfsagt föstudagurinn langi óttalega leiðinlegur. Allt er lokað, sumar skemmtanir eru ólöglegar vegna strangtrúarstefnu sem þreifst hér um aldir. Það er ástæðan fyrir […]

Skemmilegt og leiðinlegt

Hljómsveitartónleikar í Hörpu á Tectonics föstudaginn 11. Apríl. Ilan Volkov stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands. 2 stjörnur Ég hef heyrt fallega tónlist eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Ef minnið svíkur mig ekki hefur það þó eingöngu verið á tónleikum kammerhópsins Nordic Affect. Þeir tónleikar eru yfirleitt í litlum sal og þá er ekki annað hægt en að […]

Zombíar á Sinfó

Tectonics fimmtudaginn 10. Apríl í Eldborg í Hörpu. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Ilan Volkov. 4 stjörnur Ég man ekki eftir að hafa orðið hræddur á Sinfóníutónleikum áður. En tónlistarhátíðin Tectonics byrjaði á fimmtudagskvöldið og fyrsta atriðið á Sinfóníutónleikunum sem ég sótti var eftir Pál Ívan frá Eiðum. Verkið byrjaði með drungalegum, ómstríðum hljómum – […]

Þakið hristist í Borgarleikhúsinu

Þungarokksleikhús: Skálmöld ásamt leikurunum Guðjóni Davíð Karlssyni, Hildi Berglind Arndal og Hilmari Guðjónssyni. Leikstjóri: Halldór Gylfason. Frumsýnt í Borgarleikhúsinu föstudaginn 4. apríl. 5 stjörnur Ekki gekk lítið á í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið. Rokksveitin Skálmöld flutti þar lög af fyrstu plötu sinni Baldri (2010). Það er engin þægileg lyftutónlist. Hávaðinn var gríðarlegur, og í þokkabót voru […]

Hans og Gréta: Viðbót

Af gefnu tilefni: Það er fullkomlega eðlilegt að kona leiki Hans í óperunni eftir Humperdinck. Þetta er svokallað buxnahlutverk (þar sem kona leikur karl), sem var algengt í óperum á tímabili. Nærtækasta dæmið er Ariadne auf Naxos sem var flutt í Íslensku óperunni fyrir nokkru. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir var þá í karlhlutverkinu. Ég var aðeins […]

Ofleikin Hans og Gréta

Humperdinck: Hans og Gréta. Óp-hópurinn í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 30. mars. 2 stjörnur Mörg lítil, ákaflega prúðbúin börn voru í fylgd með foreldrum sínum á barnaóperusýningunni Hans og Grétu í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn. Það voru tvær sýningar þann dag, ég var á þeirri fyrri sem var klukkan hálf tvö. Ein stúlkan var […]