Ósannfærandi Messías

Dómkórinn ásamt kammersveit og einsöngvurum fluttu Messías eftir Handel í Eldborg í Hörpu miðvikudaginn 28. október. 2 stjörnur Ekki er ljóst afhverju menn rísa úr sætum sínum þegar hallelújakórinn hefst í Messíasi eftir Handel. Hvað myndi maður ekki gera ef himnarnir opnuðust og sjálfur Guð almáttugur opinberaði dýrð sína? En fólk stóð einmitt á fætur […]

Elskan er sterk eins og dauðinn

Mér bárust nýlega tveir geisladiskar með söng nunnana í klaustrinu í Hafnarfirði. Ég setti annan þeirra á fóninn og lagðist svo upp í sófa til að hlusta. Eftir nokkra stund stóð ég aftur upp til að gá hvort ég hefði óvart sett vitlausan disk í tækið. Var ég kannski að spila einn af magadansdiskunum sem […]

Rakarinn gæti verið betri

Rossini: Rakarinn frá Sevilla. Íslenska óperan í Hörpu laugardaginn 17. október. 3 stjörnur Beethoven hafði lítið álit á Rossini. Hann kallaði hann illmenni. Honum fannst hann yfirborðskenndur þó hann viðurkenndi að hann hefði hæfileika til að semja ljúfar og áheyrilegar laglínur. Óperan Rakarinn frá Sevilla var ekki merkileg að hans mati. Gagnrýni hans var á […]

Dinnertónlist sem átti ekki við

(birtist í Fréttablaðinu í gær) Jón Sigurðsson lék verk eftir Skrjabín í Norræna húsinu miðvikudaginn 14. október. 1 stjarna Það var hálfpartinn undarlegt að fólk hafi ekki verið að gæða sér á veitingum í tónleikasalnum í Norræna húsinu á miðvikudagskvöldið. Þarna voru tónleikar og á dagskránni var eingöngu músík eftir rússneska tónskáldið Alexander Skrjabín (1872-1915). […]

Langt en ekki leiðinlegt

Verk eftir Beethoven, Skrjabín og Schubert. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék í Eldborg í Hörpu. Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson. Stjórnandi: Eivind Aadland. Fimmtudagur 8. október. 4 stjörnur Einu sinni sagði illgjarn tónlistargagnrýnandi þetta: „Lífið er stutt og listin löng, það á sérstaklega við um Brahms sinfóníu.“ Með þessu var hann að meina að hin tiltekna sinfónía væri […]

Fullt af hamingju, sigri hrósandi

Verk eftir Brahms og Sibelius á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu fimmtudaginn 1. október. Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy. Einsöngur: Þóra Einarsdóttir. 5 stjörnur Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið byrjuðu glaðlega. Á dagskránni var önnur sinfónía Brahms. Hún var samin þegar tónskáldið var í slökun í bænum Wörthersee í Austurríki. Þar er landslagið afar fagurt og Brahms […]

Nánast eins og Die Hard 2

Verk eftir Sibelius og Mendelssohn á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 27. september. Flytjendur voru Sigrún Eðvaldsdóttir, Pascal La Rosa, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Sigurgeir Agnarsson. 4 stjörnur Í lokaatriðinu í Die Hard 2, þegar karakterinn sem Bruce Willis leikur, er búinn að sigrast á hryðjuverkamönnum og bjarga farþegaþotu, er spiluð sigri hrósandi […]