Til umhugsunar… en ekkert bros

4 stjörnur Verk eftir Halldór Smárason. Flytjendur: Strokkvartettinn Siggi. Norðurljós í Hörpu fimmtudaginn 20. ágúst Kántrísöngvari bjó einu sinni lag til um pabba sinn, sem var tónskáld og samdi ómstríða tónlist. Textinn var einhvern veginn svona: „Pabbi var tónskáld. Nútímatónlist var stíllinn hans. Tónlistin hans kom þér til að hugsa. En aldrei að brosa.“ Líklega […]

Vandað yfirborð, en hvað svo?

1 og half stjarna Geisladiskur Atonement. The Music of Páll Ragnar Pálsson Sono Luminus Tónsmíðaferlið er einskonar hugleiðsla, segir Páll Ragnar Pálsson í bæklingnum sem fylgir geisladiski með tónlist hans. Hann kveðst ekki byrja á upphafsreit þegar hann hefur smíði nýs verks. Hann heldur bara áfram þar sem frá var horfið í síðasta verki. Eitt […]

Hér stöðvast tíminn

Geisladiskur 5 stjörnur Katarina Leyman: Vattenklanger FP Music Það voru ekki bara Niccolo Paganini og Franz Liszt sem áttu að vera í slagtogi með myrkrahöfðingjanum. Blúsgítarleikarinn Robert Johnson, sem er miklu nær okkur í tíma, átti að hafa verið það líka. Sagan segir að hann hafi í fyrstu bara verið ósköp venjulegur músíkant, en tekist […]

La-la fyrir Jóhann Sebastian Bach

4 stjörnur Eyþór Ingi Jónsson á Orgelsumri í Hallgrímskirkju. Verk eftir Buxtehude, Bach, Magnús Blöndal og Gísla Jóhann Grétarsson. Hallgrímskirkja Fimmtudaginn 6. ágúst Einu sinni sótti organisti nokkur um vinnu. Í umsókninni skrifaði hann: „Ég sæki hér með um starf sem organisti við kirkjuna. Þér auglýstuð eftir konu eða karlmanni til að leika á orgelið. […]

Mozart gefur heilbrigt og gott útlit og bætir meltinguna

5G er framtíðin, en margir hafa áhyggjur. Alls konar samsæriskenningar hafa skotið upp kollinum í tengslum við 5G og Covid 19, flestar þeirra fjarstæðukenndar. Þær komast þó ekki nálægt hugmyndinni um að tónlist sé vitlaust stillt og hafi verið það í áratugi, bara til að æsa upp almúgann. Í dag eru tónar stilltir eftir ákveðnu […]