Vonda gímaldið sem át tónlistina
2 og hálf stjarna Verk eftir Bach-fjölskylduna og Telemann. Barokkbandið Brák lék. Eldborg í Hörpu sunnudaginn 20. september Hljómsveitarstjóri nokkur sagði einu sinni að semball hljómaði eins og beinagrindur að elskast uppi á blikkþaki. Semballinn lítur út eins og eins konar píanó, en strengirnir eru plokkaðir með sérstökum mekanisma. Útkoman – plokk, klikk og bank […]