Spilaði af hamsleysi en líka mýkt

Sinfóniuhljómsveitin í Toronto flutti verk eftir Vivier, Rakmaninoff og Tsjajkovskí í Eldborg Hörpu sunnudaginn 24. ágúst. 5 stjörnur Þegar ég vaknaði daginn eftir tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar í Toronto ómaði fiðlukonsert Tsjajkovskís enn í höfðinu á mér. Einleikarinn James Ehnes var ótrúlega flinkur, en það var ekki málið. Nei, túlkun hans og hljómsveitarinnar allrar undir stjórn Peter […]

Píanókennsla

Ég er kennari við Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Þau börn sem hafa áhuga á að koma til mín í tíma þurfa að sækja um í gegnum skólann. Hinsvegar kenni ég líka fullorðnum einstaklingum sem hafa áhuga á að láta draum sinn rætast. Kennslan fer fram utan Tónmenntaskólans, þetta er einkakennsla. Á meðal nemenda minna eru læknir, flugmaður, […]

ADHD: Afar Djarfur Heillandi Djass

ADHD á Djasshátíð Reykjavíkur miðvikudaginn 20. ágúst. 4 stjörnur Ekki er oft sem hægt er að ráða hvar maður situr í Eldborginni í Hörpu. Á órafmögnuðum tónleikum skiptir það litlu máli, svona upp á hljómburðinn að gera. Öðru máli gegnir um rafmagnaða tónleika. Á lokatónleikum Djasshátíðar Reykjavíkur settist ég beint fyrir aftan hljóðmennina, þar hlaut […]

Þegar allt var svo vont…

Kammersveit Reykjavíkur á 40 ára afmælistónleikum á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 17. ágúst. 3 stjörnur Ég ætlaði að byrja þessa grein á því að segja hversu skemmtilegt það hefði verið að fara á tónleika annars staðar en í Hörpu. Eftir að Harpan opnaði hefði tónleikalífið misst fjölbreytnina sem áður ríkti. Fyrr á dögum hefðu tónleikar verið haldnir […]

Tónahlaup: Nýir sjónvarpsþættir

Ég er að stjórna nýrri sjónvarpsþáttaröð, ásamt Birni Emilssyni á
 RÚV, þar sem grunnskólakrakkar eru í veigamiklu hlutverki. Þættirnir eru sex talsins. Ég hef fengið jafnmarga lagahöfunda til að vera með í þáttaröðinni, sem allir hafa skapað sér vinsældir meðal almennings. Þetta eru Megas, Ólöf Arnalds, Logi Pedró Stefánsson, Sóley Stefánsdóttir, Ingó í Veðurguðunum og […]

Dansaði magadans við píanóið

Pedrito Martinez sveitin ásamt söngkonunni og píanóleikaranum Ariacne Trujillo á Djasshátíð Reykjavíkur í Norðurljósum í Hörpu á fimmtudagskvöldið 14. Ágúst. 5 stjörnur Djasshátíð Reykjavíkur hófst á fimmtudaginn var. Ég stakk inn nefinu, hlustaði á ræður í Hörpu og fór svo á tónleika síðar um kvöldið. ​Við tilefnið rifjaðist upp fyrir mér bók sem ég las […]

Slappur Mozart, óslappur tangó

Lokatónleikar Tónlistarhátíðar unga fólksins í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 10. ágúst. 3 stjörnur Mozart getur verið bæði skemmtilegur og leiðinlegur. Það fer eftir því hvernig hann er spilaður. Hann þarf að vera svo fágaður. Ef fágunina vantar verður tónlistin býsna ómerkileg áheyrnar. Þetta var vandamálið við kvartett fyrir píanó, fiðlu, víólu og selló í g […]

Stórbrotinn söngur í Dómkirkjunni

María Konráðsdóttir, Þorsteinn Freyr Sigurðsson og Bjarni Frímann Bjarnason komu fram á hádegistónleikum í Dómkirkjunni fimmtudaginn 7. ágúst. 4 stjörnur Hádegistónleikar eru fastur liður í íslensku tónlistarlífi, en eru engu að síður ekkert sérlega vinsælir. Ég hef farið á slatta af hádegistónleikum í gegnum tíðina og yfirleitt eru þeir fremur fámennir. Það er skrítið; oftast […]