Spilaði af hamsleysi en líka mýkt

Sinfóniuhljómsveitin í Toronto flutti verk eftir Vivier, Rakmaninoff og Tsjajkovskí í Eldborg Hörpu sunnudaginn 24. ágúst. 5 stjörnur Þegar ég vaknaði daginn eftir tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar í Toronto ómaði fiðlukonsert Tsjajkovskís enn í höfðinu á mér. Einleikarinn James Ehnes var ótrúlega flinkur, en það var ekki málið. Nei, túlkun hans og hljómsveitarinnar allrar undir stjórn Peter […]

Píanókennsla

Ég er kennari við Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Þau börn sem hafa áhuga á að koma til mín í tíma þurfa að sækja um í gegnum skólann. Hinsvegar kenni ég líka fullorðnum einstaklingum sem hafa áhuga á að láta draum sinn rætast. Kennslan fer fram utan Tónmenntaskólans, þetta er einkakennsla. Á meðal nemenda minna eru læknir, flugmaður, […]

ADHD: Afar Djarfur Heillandi Djass

ADHD á Djasshátíð Reykjavíkur miðvikudaginn 20. ágúst. 4 stjörnur Ekki er oft sem hægt er að ráða hvar maður situr í Eldborginni í Hörpu. Á órafmögnuðum tónleikum skiptir það litlu máli, svona upp á hljómburðinn að gera. Öðru máli gegnir um rafmagnaða tónleika. Á lokatónleikum Djasshátíðar Reykjavíkur settist ég beint fyrir aftan hljóðmennina, þar hlaut […]

Þegar allt var svo vont…

Kammersveit Reykjavíkur á 40 ára afmælistónleikum á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 17. ágúst. 3 stjörnur Ég ætlaði að byrja þessa grein á því að segja hversu skemmtilegt það hefði verið að fara á tónleika annars staðar en í Hörpu. Eftir að Harpan opnaði hefði tónleikalífið misst fjölbreytnina sem áður ríkti. Fyrr á dögum hefðu tónleikar verið haldnir […]

Tónahlaup: Nýir sjónvarpsþættir

Ég er að stjórna nýrri sjónvarpsþáttaröð, ásamt Birni Emilssyni á
 RÚV, þar sem grunnskólakrakkar eru í veigamiklu hlutverki. Þættirnir eru sex talsins. Ég hef fengið jafnmarga lagahöfunda til að vera með í þáttaröðinni, sem allir hafa skapað sér vinsældir meðal almennings. Þetta eru Megas, Ólöf Arnalds, Logi Pedró Stefánsson, Sóley Stefánsdóttir, Ingó í Veðurguðunum og […]

Dansaði magadans við píanóið

Pedrito Martinez sveitin ásamt söngkonunni og píanóleikaranum Ariacne Trujillo á Djasshátíð Reykjavíkur í Norðurljósum í Hörpu á fimmtudagskvöldið 14. Ágúst. 5 stjörnur Djasshátíð Reykjavíkur hófst á fimmtudaginn var. Ég stakk inn nefinu, hlustaði á ræður í Hörpu og fór svo á tónleika síðar um kvöldið. ​Við tilefnið rifjaðist upp fyrir mér bók sem ég las […]