Ég er kennari við Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Þau börn sem hafa áhuga á að koma til mín í tíma þurfa að sækja um í gegnum skólann.
Hinsvegar kenni ég líka fullorðnum einstaklingum sem hafa áhuga á að láta draum sinn rætast. Kennslan fer fram utan Tónmenntaskólans, þetta er einkakennsla.
Á meðal nemenda minna eru læknir, flugmaður, þýðandi og heimavinnandi húsmóðir. Þau eru komin mislangt í píanónáminu og sinna æfingum eftir því sem þau hafa tíma til. Þau eru í náminu algerlega á sínum eigin forsendum. Kennslan fer fram í miðbæ Reykjavíkur.
Ég get bætt við mig örfáum nemendum næsta vetur. Þau sem hafa áhuga geta haft samband við mig á senjonas@gmail.com.