Auglýst eftir innblæstri

Tónsmíðar eftir Báru Gísladóttur í Mengi á Listahátíð í Reykjavík laugardaginn 23. maí. 2 stjörnur Tónleikar Báru Gísladóttur í Mengi á laugardagskvöldið byrjuðu skemmtilega. Það var niðamyrkur í salnum, en þó mátt greina óljósar útlínur kontrabassa sem lá á gólfinu. Fyrst gerðist ekki neitt. En svo birtist allt í einu ljóstýra sem sveif yfir strengjum […]

Hvergi dauður punktur

Benjamin Britten: Peter Grimes á Listahátíð í Reykjavík. Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt einsöngvurum og Kór Íslensku óperunnar. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Föstudagur 22. maí. 4 stjörnur Breska tónskáldið Benjamin Britten (1913-1976) var samkynhneigður, og óperan hans, Peter Grimes, var á vissan hátt táknræn fyrir stöðu hans í samfélaginu. Grimes er fiskimaður í litlu sjávarþorpi sem verður fyrir […]

Afhöggvinn hausinn kysstur

Óp-hópurinn flutti tónlist eftir Richard Strauss. Leikstjórn: Sveinn Einarsson. Leikari: Arnar Jónsson. Miðvikudagur 29. apríl. 3 stjörnur Óperan Salóme eftir Richard Strauss vakti mikla hneykslun á sínum tíma, hún þótti guðlast og klám. Salóme var stjúpdóttir Heródesar úr Biblíunni og girntist Jóhannes skírara, sem vildi ekkert með hana hafa. Hún hefndi sín með því að […]