Í tímavél aftur um 2000 ár

Epicycle Geisladiskur 3 stjörnur Smekkleysa Mikið væri nú gaman ef hægt væri að ferðast aftur í tímann og heyra tónlist eins og hún hljómaði hjá Forngrikkjum sem voru svo þróaðir í músíkinni. En þó tímavélar séu ekki til, fékk ég nýlega í hendurnar grip sem fór engu að síður með mig í tímaferðalag. Þetta var […]

Einhæf túlkun olli vonbrigðum

Kammertónleikar 2 stjörnur Kammersveit Reykjavíkur flutti verk eftir Händel, einnig J.S og C.P.E. Bach. Stjórnandi og einleikari: Jory Vinikour. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 18. desember Jóhann Sebastian Bach var ekki bara duglegt tónskáld, hann var líka duglegur í hjónasænginni. Hann átti sjö börn með fyrri konunni, en þá dó hún. Með síðari konunni þrusaði hann […]

Spennandi andstæður sembalsins

In Paradisum Geisladiskur 4 stjörnur Verk eftir Úlfar Inga Haraldsson, Önnu Þorvaldsdóttur, Kolbein Bjarnason, Svein Lúðvík Björnsson. Flytjandi: Guðrún Ólskarsdóttur semballeikari. Smekkleysa Fyrir þá sem ekki vita er semball hljómborðshljóðfæri og er forfaðir píanósins. Ekki er barið á strengina með hömrum líkt og í því síðarnefnda, heldur er mekanismi sem plokkar þá. Semballinn var mjög […]

Dauðinn skammt undan í síðustu sónötum

Píanótónleikar 4 stjörnur Maria João Pires flutti verk eftir Beethoven og Schubert. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 11. desember Heimsfrægur píanisti kom fram á tónleikum í Norðurljósum í Hörpu á sunnudaginn. Þetta var hin portúgalska Maria João Pires. Tvær sónötur voru á efnisskránni, sú síðasta eftir Beethoven og sú síðasta eftir Schubert. Byrjum á þeirri fyrrnefndu. […]

Einfaldleikinn er stundum bestur

Kórtónleikar 3 stjörnur Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrísmkirkju. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Organisti: Mattias Wager. Einsöngvari: Maria Keohane. Hallgrímskirkja þriðjudagurinn 6. desember Sænsk jólastemning var í algleymingi á tónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju á þriðjudagskvöldið. Ástæðan var sú að organistinn, Mattias Wager er sænskur, og einsöngvarinn, Maria Keohane er það líka. Wager er sérlega snjall í að leika af fingrum […]

Englaher úr himnaríki

3 stjörnur Verk eftir Bach, Händel og Mozart. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Eivind Aadland. Einleikari: Elfa Rún Kristinsdóttir. Fram komu Hamrahlíðarkórarnir undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 1. desember Efnisskrá Sinfóníutónleikanna á fimmtudagskvöldið var samloka. Mozart var brauðið, þ.e. fyrstur og síðastur, en Händel og Bach áleggið. Samlokan smakkaðist nokkuð misjafnlega. Forleikurinn […]