Snillingurinn sem söng fyrir beljurnar

Ég var einu sinni í sumarbústað á Kirkjubæjarklaustri. Umhverfis hann er töluvert stór garður, vel girtur. Ég settist við píanóið, sem stóð við franskan glugga í stofunni og fór að spila. Eftir um hálftíma heyrði ég þrusk við gluggann og leit upp. Hinum megin var belja sem var greinilega að hlusta og virtist mjög hrifin. […]

Tónlistin, alkóhólisminn og hryllingurinn

Gátur hafa verið vinsælar á Facebook undanfarið, og hér er ein: Hvaða fyrirbæri er með átta fætur og greindarvísitöluna 60? Svarið er fjórir menn að drekka bjór og horfa á fótbolta. Víman virðist þó ekki hafa truflað rithöfundinn Stephen King þegar hann skrifaði sumar af sínum þekktustu bókum. Hann er óvirkur alkóhólisti í dag, en […]

Streymi kemur sannarlega ekki í staðinn fyrir líf

3 stjörnur Tónleikaröðin Heima í Hörpu Ég var einu sinni ráðgjafi RÚV við sjónvarpsupptöku á frumflutningnum á Eddu I eftir Jón Leifs. Það var undarleg upplifun. Tónleikarnir fóru fram í Háskólabíói. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék og gott ef það var ekki einhver kór sem söng. Ég sat inni í sendiferðabíl fyrir utan Háskólabíó, en þaðan var […]

Hvað á að hlusta á um páskana?

Einu sinni var tónverk sem var svo heilagt að nóturnar af því máttu ekki koma fyrir almannasjónir. Ef einhver dirfðist að skrifa það niður eftir eyranu, var hann settur út af sakramentinu hjá Vatíkaninu. Þetta var Miserere eftir Gregorio Allegri. Textinn er Davíðssálmur nr. 51. Verkið var ávallt flutt í Dymbilviku í Sixtínsku kapellunni. Það […]

Skín skært í kraftmiklum píanóleiknum

Geisladiskur 5 stjörnur Tónlist eftir Rameau og Debussy í flutningi Víkings Heiðars Ólafssonar Deutsche Grammophon Tónskáldið Jean-Philippe Rameau var maður nokkuð skapstór. Einu sinni var hann í heimsókn hjá konu í íbúð á þriðju hæð. Hún átti hund sem var að gelta. Þetta fór í taugarnar á Rameau, sem greip hundinn og henti honum út […]