Þá riðu ofurhetjur um héruð

Áramótapistill: „Andsetni klarinettuleikarinn“ var fyrirsögn greinar sem ég skrifaði um stórfenglega tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í janúar. Fyrirsögnin vísaði til einleikarans, Kari Kriikku í verki eftir samtímatónskáldið Kajiu Saariaho. Hann var ekki bara kyrr á meðan hann var að leika eins og langoftast tíðkast, heldur dansaði spilandi um salinn. Það var svo dramatískt og spúkí að […]

Síðasta lag fyrir fréttir

Geisladiskur 4 stjörnur Söngveisla. Ólafur Vignir Albertsson og 43 söngvarar. MBV ehf Álfakóngurinn eftir Schubert, fyrir rödd og píanó, er eitthvert svínslegasta verkefni sem nokkur píanóleikari getur lent í. Lagið krefst gríðarlegrar tækni og mikils undirbúnings. Píanóleikarinn þarf að spila endurteknar nótur með þumli og litla fingri sömu handar á ógnarlegum hraða og beita henni […]

Tónlist um tunglsjúka nótt

Geisladiskur 4 stjörnur Hafdís Bjarnadóttir: Já Hafdís Bjarnadóttir, útg. Hér á Íslandi getur „já“ þýtt ótal margt. Það fer eftir því hvernig það er sagt; blíðlega, í spurnartón, hranalega, reiðilega, glaðlega og þar fram eftir götunum. Svo er það líka sagt á innsoginu, eða tvisvar, „já já“ – jafnvel oftar. Þessar ólíku hliðar orðsins eru […]

Skemmtilegasta ævisaga áratugarins!

“Halldór Haraldsson er hógvær byltingar og eljumaður. Þessi skemmtilegasta ævisaga áratugarins er einnig handbók í Karma Yoga, eða Starfsrækt og kennir að hið heilaga er ekki húmorslaust eða handan við veruleikann.” – Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði “Heillandi sagnasjóður um líf í músík og andlega leit. Halldór og Jónas fjórhenda sér í hljómfagra og stórskemmtilega bók.” […]

Ó, mikli leyndardómur

4 stjörnur Kórtónleikar Mótettukórinn söng blandaða jóladagskrá. Einsöngvari: Elmar Gilbertsson. Orgelleikari: Björn Steinar Sólbergsson. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Hallgrímskirkja laugardagur 9. desember Jólatónleikar Mótettukórsins á laugardaginn voru ljúfir. Yfirskrift þeirra var O magnum mysterium, sem er titillinn á fornum jólasálmi. Mörg tónskáld hafa samið við hann tónlist og voru þrjú dæmi flutt á tónleikunum. Sálmurinn hljómar […]

Sjö stjörnu djass og endurreisnartónlist

5 stjörnur Jan Lundgren: Magnum Mysterium ásamt öðru eftir ólíka höfunda. Flytjendur: Jan Lundgren, Backenroth, Sigríður Thorlacius og Barbörukórinn. Norðurljós í Hörpu þriðjudagurinn 5. desember Á vissan hátt er djassinn eins og búddisminn. Sá síðarnefndi hefur breiðst um heiminn og hefur þann einstaka karakter að geta lagað sig að þankagangi mismunandi landsvæða, hvort sem það […]

Glæsilegur einleikur á hvorum tveggja vígstöðvum

4 stjörnur Verk eftir Mozart og R. Strauss. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Dima Slobodeniouk. Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 30. nóvember Einhver neyðarlegasta feilnóta sem ég man eftir heyrðist á sinfóníutónleikunum á fimmtudagskvöldið. Stórt og mikið verk eftir Richard Strauss var á lokametrunum og flutningurinn hafði verið vel heppnaður. Túlkunin var […]

Píanókennsla

Ég get bætt við mig örfáum einkanemendum eftir áramót. Ég kenni á öllum stigum, bæði byrjendum og lengra komnum. Ég hef gríðarlega reynslu og hef kennt á píanó í 35 ár. Kennslan fer fram á Lindargötu.

Íslensk þjóðlög í tyrkneskum búningi: Og?

Geisladiskur Ásgeir Ásgeirsson: Two Sides of Europe, Icelandic Folksongs Volume I 3 stjörnur Stanga Music Einu sinni var hér haldin myndlistarsýning þar sem framandi hlutum var skeytt við íslenskt landslag. Ég man sérstaklega eftir manni sem teymdi á eftir sér úlfalda einhvers staðar á suðurlandi. Gott ef það voru ekki pálmatré á víð og dreif. […]