Stórkostlegt ævintýri

Pekka Kuusisto fiðluleikari og Davíð Þór Jónsson píanóleikari léku af fingrum fram í Kaldalóni í Hörpu þriðjudaginn 17. febrúar. 5 stjörnur Einhverjir skrítnustu tónleikar sem ég hef farið á var í gömlum strætó sem var ekið um Vesturbæinn á Listahátíð í hittifyrra. Flygli hafði verið komið fyrir í strætóinum og á hann lék Davíð Þór […]

Úr örvæntingu yfir í andakt

Verk eftir Huga Guðmundsson, Dobrinka Tabakova og Hafliða Hallgrímsson. Kammersveit Reykjavíkur í Norðurljósum í Hörpu á Myrkum músíkdögum sunnudaginn 1. febrúar. 4 stjörnur Lokatónleikar Myrkra músíkdaga skörtuðu frumflutningi á verki eftir Huga Guðmundsson. Kammersveit Reykjavíkur lék það undir stjórn Bernharðs Wilkinson. Þetta var einleikskonsert þar sem í aðalhlutverki var óvanalegt hljóðfæri: Kantele. Það er nokkurskonar […]

Fetti sig og bretti

Tinna Þorsteinsdóttir lék á píanó og dótapíanó í Norðurljósum í Hörpu á Myrkum músíkdögum sunnudaginn 1. febrúar. 1 stjarna Leikfangapíanó, eða dótapíanó, eru ekki algeng í tónlistarlífinu. Skyldi engan undra, nóturnar í því eru afar fáar. Slíkt hljóðfæri hefur samt sjarmerandi hljóm, ef maður heldur sig við þá möguleika sem það býður upp á. Því […]

Svona semja ekki iðjuleysingjar

Caput hópurinn á Myrkum músíkdögum í Norðurljósum í Hörpu föstudaginn 30. janúar. Verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Úlf Inga Haraldsson og Snorra S. Birgisson. 4 stjörnur Ég sagði sumu fólki frá því að ég ætlaði á Myrka músíkdaga um helgina. Ég fékk skrýtin viðbrögð. Menn ranghvolfdu í sér augunum. Ég átti tvo boðsmiða en vinir […]