Tónlistin í Til hamingju með að vera mannleg

Ég er spurður töluvert um tónlistina í Til hamingju með að vera mannleg sem var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu á miðvikudaginn. Öll tónlistin í sýningunni er eftir mig, fyrir utan Misty eftir Errol Garner og White Christmas eftir Irving Berlin, sem eru leikin á píanó í lifandi flutningi og brot úr Monalisa (Lojay, Sarz, Chris Brown), […]

Ó þú fagri Schubert

Stolen Schubert. Geisladiskur Ásdís Valdimarsdóttir leikur á víólu tónlist eftir Schubert. Með henni spilar Edward Janning á píanó og Katharine Dain syngur. Niðurstaða: Einkar vönduð og sannfærandi túlkun á tónlist eftir Schubert. Franz Schubert var yfirþyrmdur þegar hann hitti átrúnaðargoð sitt, Beethoven. Schubert dáði hann mjög og flúði því æpandi af vettvangi, eða svo er […]

Spurt um merkingu tónlistarinnar

Geisladiskur Borgar Magnason: Come Closer. Niðurstaða: Mjög falleg tónlist. Borgar Magnason er kontrabassaleikari og hljóðfærið hans er í aðalhlutverki á nýjum geisladiski sem kom á streymisveitur fyrir skemmstu. Útgáfan inniheldur sex verk. Þrátt fyrir að Borgar hafi hlotið klassíska menntun er tónlist hans ekki „akademísk“ – ef svo má að orði komast. Framvindan, sem er […]

Madama Butterfly er full af töfrum

Niðurstaða: Einfaldlega frábær sýning. Giacomo Puccini: Madama Butterfly Íslenska óperan. Hljómsveitarstjóri: Levente Török. Leikstjórn: Michiel Dijkema. Aðalhlutverk: Hye-Youn Lee, Arnheiður Eiríksdóttir, Egill Árni Pálsson og Hrólfur Sæmundsson. Önnur hlutverk: Snorri Wium, Viðar Gunnarsson, Unnsteinn Árnason, Jón Svavar Jósefsson, Karin Torbjörnsdóttir, Jón Ingi Stefánsson, Sigurlaug Knudsen, Hulda D. Proppé, Bernadett Hegyi, Tómas Ingi Harðarson, Arnar Dan, […]

Enginn dirfðist að segja nei við Stalín

Enginn dirfðist að segja nei við Stalín Niðurstaða: Magnþrungin sinfónía og flottur píanókonsert. Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Rakhmanínoff og Sjostakóvitsj. Einleikari: Stephen Hough. Stjórnandi: Kornilios Michailidis. Eldborg í Hörpu fimmtudagur 23. febrúar Jósef Stalín hlustaði mikið á útvarp. Kvöld eitt heyrði hann píanókonsert nr. 23 eftir Mozart, og varð frá sér numinn af hrifningu. […]