Þegar eistun vöfðust fyrir

Niðurstaða: Sérlega vandaðir tónleikar með fallegri tónlist, hástemmdum söng og flottum hljóðfæraleik. Sigríður Ósk Kjartansdóttir, Lára Bryndís Eggertsdóttir, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir og Steinunn A. Stefánsdóttir fluttu tónlist frá barokktímanum. Norðurljós í Hörpu Þriðjudaginn 26. apríl Er kontratenórinn Sverrir Guðjónsson hóf fyrst upp raust sína hér á landi fyrir margt löngu litu menn hver á annan. […]

Engar eldspúandi ófreskjur

Niðurstaða: Frábærir tónleikar með einstakri tónlist. Verk eftir Duruflé, Alain og Fauré. Flytjendur: Kór Langholtskirkju, Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, Fjölnir Ólafsson og Björn Steinar Sólbergsson. Stjórnandi: Magnús Ragnarsson. Hallgrímskirkja laugardagur 16. apríl Sálumessa Gabriels Fauré er svo falleg að vart er hægt að lýsa henni með orðum. Tónskáldið samdi hana ekki eftir pöntun eins og Mozart, […]

Míkael erkiengill reið um á dómsdegi

Niðurstaða: Aðdáunarverður tónlistarflutningur. Verdi: Sálumessa. Flytjendur: Söngsveitin Fílharmónía og sinfóníuhljómsveit. Einsöngvarar: Hallveig Rúnarsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Gissur Páll Gissurarson og Kristinn Sigmundsson. Konsertmeistari: Sif Margrét Tulinius. Stjórnandi: Magnús Ragnarsson. Tenórsöngvarinn frægi, Jose Carreras, sagði einu sinni að maður ætti aldrei að rífast við sópransöngkonu. Ég myndi a.m.k. ekki vilja lenda í rifrildi við Hallveigu Rúnarsdóttur, sem […]

List og tjáning hins ósýnilega

Niðurstaða: Stórfengleg sýning, ótrúleg tónlist. Álfheiður Erla Guðmundsdóttir sópran flutti verk eftir Crumb, Sibelius, Muhly og útsetningar eftir Viktor Orra Árnason. Kunal Lahiry lék á píanó. Strengjakvartett kom einnig fram sem samanstóð af Viktori Orra Árnasyni, Pétri Björnssyni, Guðbjarti Hákonarsyni og Hrafnhildi Mörtu Guðmundsdóttur. Leikstjórn: Andrea Tortosa Baquero. Eldborg í Hörpu miðvikudaginn 6. apríl Að […]

Tækifærin gengu þeim úr greipum

Niðurstaða: Tónleikarnir voru ekki góðir. Voces Thules flutti tónlist eftir Svein Lúðvík Björnsson, Arngerði Maríu Árnadóttur, Eggert Pálsson og fleiri. Salurinn í Kópavogi þriðjudaginn 5. apríl Þjóðminasafnið fékk andlitslyftingu árið 2004. Skömmu síðar fjallaði Guðni Elísson um þessa breytingu í grein í Ritinu, og bar stemninguna þá saman við safnið áður. Hann sagði að á […]