Mozart litli framdi glæp

Verk eftir John A. Speight, Jón Hlöðver Áskelsson, Sigurð Sævarsson, Gregorio Allegri og fleiri á lokatónleikum Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju sunnudaginn 23. ágúst. 4 stjörnur Einu sinni var tónverk sem var svo heilagt að nóturnar af því máttu ekki koma fyrir almanna sjónir. Ef einhver dirfðist að skrifa það niður eftir eyranu, var hann bannfærður af […]

Ópera og franskar

William Walton: The Bear. Óperuuppfærsla á barnum Players í Kópavogi. Einsöngvarar: Guja Sandholt, Pétur Oddbergur Heimisson og Hugi Jónsson. Ein stjarna Einhver undarlegasti vettvangur fyrir óperusýningu hlýtur að vera barinn Players í Kópavoginum. Þangað lá leiðin á sunnudagskvöldið. Tilgangurinn var að sjá óperuna Björninn eftir William Walton frá árinu 1967. Hún er mjög stutt fyrir […]

Fleiri áhættuatriði, takk

Lokatónleikar Djasshátíðar Reykjavíkur í Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 16. ágúst. Hljómsveit: Snorri Sigurðarson, Haukur Gröndal, Einar Jónsson, Anna Gréta Sigurðardóttir, Matthías Hemstock og Tómas R. Einarsson. Söngur: Sigtryggur Baldursson og Ragnheiður Gröndal 3 stjörnur Það var enginn smáræðis hvalreki fyrir íslenskt tónlistarlíf þegar Louis Armstrong hélt tónleika á Íslandi. Nú eru 50 ár síðan og […]

Salómon var opinberun

Handel: Óratórían Salómon á Kirkjulistahátíð. 5 stjörnur Miðað við þá ímynd sem maður hefur af Salómon konungi, þá ætti sá sem leikur hann að vera djúpraddaður og valdsmannslegur. Hann var í beinu sambandi við Guð almáttugan, vissi allt og gat allt. Svo átti hann sjö hundruð konur og þrjú hundruð hjákonur. Ef marka má goðsagnir […]

Píanókennsla fyrir fólk á öllum aldri

Ég er kennari við Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Þau börn sem hafa áhuga á að koma til mín í tíma þurfa að sækja um í gegnum skólann. Hinsvegar kenni ég líka fullorðnum einstaklingum sem hafa áhuga á að láta draum sinn rætast. Kennslan fer fram utan Tónmenntaskólans, þetta er einkakennsla. Á meðal nemenda minna eru læknir, flugmaður, […]

Herrarnir í Olgu kitluðu hláturtaugar tónleikagesta

Olga Vocal Ensemble í Háteigskirkju miðvikudaginn 29. júlí. 4 stjörnur Ég heyrði fyrst Sönghópinn Olgu (Olga Vocal Ensemble) á tónleikum í Langholtskirkju í fyrra. Tónleikarnir ollu vonbrigðum, þeir voru ofhlaðnir og söngurinn var hrár. En það var annað uppi á teningnum í Háteigskirkju á miðvikudaginn var. Dagskráin bar nafnið The Good Ol’ Days Program og […]