Hvað á að hlusta á um páskana?

Ég heyrði einu sinni Vladimir Ashkenazy æfa sig á píanó bak við luktar dyr. Hann var að æfa etýðu eftir Rakhmanínoff. Það voru engin smáræðis átök. Hann spilaði seinni hluta etýðunnar aftur og aftur, alltaf á fullum hraða. Hann gerði aldrei mistök, sló ekki feilnótu, en samt hélt hann áfram uppteknum hætti. Rauðhetta og úlfurinn […]

Undratónlist bæði skuggaleg og fyndin

5 stjörnur Des Knaben Wunderhorn eftir Mahler. Jóhann Kristinsson og Ammiel Bushakevitz fluttu. Salurinn í Kópavogi þriðjudaginn 23. mars Einu sinni gekk kaþólski dýrlingurinn Antóníus af Padóvu inn í kirkju þar sem hann hugðist predika. Því miður var hún tóm. Hann dó samt ekki ráðalaus, heldur hélt niður að sjó og hóf þar að predika […]

Var það sjálfur Óðinn sem kveikti í Fagradalsfjalli?

5 stjörnur Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón söng uppáhalds tónlist sína. Bjarni Frímann Bjarnason lék á píanó. Norðurljós í Hörpu föstudaginn 19. mars Maður á aldrei að hitta átrúnaðargoð sín. Það er ávísun á vonbrigði. Rithöfundurinn Pasternak dáði tónskáldið Skrjabín öðrum fremur. Loks fékk hann að hitta hann. Veröld hans hrundi til grunna þegar hann komst […]

Samtímatónlistin er ekki dauð

4 og hálf stjarna Verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Daníel Bjarnason. Einleikari: Pekka Kuusisto. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 18. mars Yfirmaður bækistöðvar CIA í Berlín á tímum Kalda stríðsins var tónlistargagnrýnandi í hjáverkum. Hann hét Henry Pleasants. Ein af bókunum sem hann skrifaði bar nafnið The Agony of […]

Opinberun Bachs í Jóhannesarpassíunni

4 og half stjarna Jóhannesarpassían eftir Bach í flutningi Kórs og Kammersveitar Langholtskirkju. Magnús Ragnarsson stjórnaði. Einsöngvarar: Benedikt Kristjánsson, Fjölnir Ólafsson Hildigunnur Einarsdóttir, Íris Björk Gunnarsdóttir og Ólafur Freyr Birkisson. Langholtskirkja sunnudaginn 14. mars Nýlega varð allt brjálað þegar grínisti í skemmtiþættinum Saturday Night Live lagði út frá því að Ísraelar væru búnir að bólusetja […]

Kraftmikil sinfónía, máttlaus konsert

3 og hálf stjarna Verk eftir Chaminade, Saint-Saëns og Brahms. Einleikari: Emilía Rós Sigfúsdóttir. Stjórnandi: Eivind Aadland. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 11. mars „Hún er ekki kona sem semur tónlist, heldur tónskáld sem er kona.“ Þetta var sagt um Cecile Chaminade (1857-1944), en konur áttu lengi erfitt með að hasla sér völl sem tónskáld. Chaminade […]

Lyfti andanum í hæstu hæðir

4 og hálf stjarna Verk eftir Rameau, Debussy og Mússorgskí. Víkingur Heiðar Ólafsson lék á píanó. Eldborg í Hörpu þriðjudaginn 9. mars Í einu ævintýrinu um Múmínálfana er vondur lystigarðsvörður. Hann leyfir ekkert í garðinum og börnin vita ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga. Á víð og dreif eru skilti þar sem stendur: […]

Yfirgengilegir hápunktar í Wagner

5 stjörnur Verk eftir Wagner og Martinu á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einleikari: Julia Hantschel. Stjórnandi: Eva Ollikainen. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 25. febrúar Tveir menn standa við þvottavél sem heitir Wagner. Annar maðurinn segir: „Þetta er frábær vél. En ekki velja „ring cycle“ því þá tekur þvotturinn 15 tíma og í lokin kviknar í vélinni […]