Falleg tónlist í hádeginu

3 stjörnur Hafdís Vigfúsdóttir og Svanur Vilbergsson fluttu verk eftir Ravel, Debussy, Ibert og Poulenc. Salurinn í Kópavogi miðvikudagur 27. september Þeir sem vilja fá eitthvað andlegt með ostborgaranum í hádeginu ættu að kíkja við í menningarhúsin í Kópavoginum á miðvikudögum. Þar er ýmislegt á seiði. Ljósmyndaspjall í Héraðsskjalasafninu, bókaupplestur í Bókasafninu, leiðangur um myndlistarsýningu […]

Ekki mennsk, heldur náttúrukraftur

3 stjörnur Tónleikar helgaðir Ellu Fitzgerald. Stórsveit Reykjavíkur lék undir stjórn Sigurðar Flosasonar. Fram komu Andrea Gylfadóttir, Anna Mjöll Ólafsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ellen Kristjánsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Ragnheiður Gröndal, Ragnhildur Gísladóttir, Salka Sól Eyfeld, Sigríður Thorlacius og KK. Eldborg í Hörpu föstudaginn 22. september Ella Fitzgerald hefði orðið 100 ára á árinu og af því tilefni voru […]

Snilld aftur á bak eða áfram

5 stjörnur Verk eftir Ibert, Gounod og Lutoslawski í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einleikari: Stefán Ragnar Höskuldsson. Stjórnandi: Yan Pascal Tortelier. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 14. september Einn fremsti „klassíski“ tónlistarmaður þjóðarinnar er Stefán Ragnar Höskuldsson flautuleikari. Hann er kunnur víða um heim fyrir einleik og kammermúsík, auk þess sem hann er 1. flautuleikari Sinfóníuhljómsveitarinnar í […]

Upprisa skallapopparans

4 stjörnur Kammersveit Reykjavíkur lék verk eftir Hummel og Beethoven. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 10. september Tónsmiður getur verið dáður og elskaður á meðan hann lifir, en samt fallið í gleymskunnar dá eftir dauðann. Sumir verða þó vinsælir aftur löngu síðar, eins og gerðist með Bach. Tónlist hans þótti lengi andlaus og leiðinleg, en þegar […]

Frábær einleikari á upphafstónleikum Sinfóníunnar

4 stjörnur Verk eftir Beethoven og Schubert. Einleikari: Paul Lewis. Stjórnandi: Matthew Halls. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 7. september Fyrsti píanókonsert Beethovens er fremur yfirborðslegt verk. Hann er þó ekki leiðinlegur, enda skreyttur grípandi melódíum. En einleikskaflinn í hröðu köflunum tveimur er lítið annað en fingraæfingar; hraðar tónarunur upp og niður hljómborðið, trillur og allskyns […]