Falleg tónlist í hádeginu
3 stjörnur Hafdís Vigfúsdóttir og Svanur Vilbergsson fluttu verk eftir Ravel, Debussy, Ibert og Poulenc. Salurinn í Kópavogi miðvikudagur 27. september Þeir sem vilja fá eitthvað andlegt með ostborgaranum í hádeginu ættu að kíkja við í menningarhúsin í Kópavoginum á miðvikudögum. Þar er ýmislegt á seiði. Ljósmyndaspjall í Héraðsskjalasafninu, bókaupplestur í Bókasafninu, leiðangur um myndlistarsýningu […]