Léttúðugur Brahms

Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Brahms, Schubert og Enescu. Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson. Stjórnandi: Cristian Mandeal. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 23. janúar. 3 stjörnur Fyrsti píanókonsertinn eftir Brahms hljómaði á margan hátt vel í meðförum Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara á Sinfóníutónleikum á fimmtudagskvöldið. Víkingur er fær og öruggur, og það var fátt um feilnótur í […]

Efnileg en skortir reynslu

Þórunn Vala Valdimarsdóttir flutti lög eftir ýmsa höfunda í Kaldalóni í Hörpu sunnudaginn 19. janúar. 2 stjörnur Þórunn Vala Valdimarsdóttir heitir ung söngkona sem kvaddi sér hljóðs á sunnudagskvöldið. Debút-tónleikar söngvara innihalda venjulega píanóleik og svo var einnig nú. Kristinn Örn Kristinsson lék á píanóið, og gerði það af fagmennsku. Hlutverk hans var þó ekki […]

Dansarar stálu senunni

Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands 9. janúar. Stjórnandi: Peter Guth. 3 stjörnur Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru fastur liður í tónleikalífinu. Þeir eru alltaf haldnir í upphafi árs. Um er að ræða einskonar áramótaskaup hljómsveitarinnar. Ég man eftir brandörum þar sem hljóðfæraleikari hefur spilað ógurlega vitlaust og áheyrendur velst um af hlátri. Eða þá að söngkona hefur ráfað […]