Hárbeitt spilamennska, misjöfn dagskrá

3 stjörnur Verk eftir Finn Karlsson, Hauk Þór Harðarson, Atla Heimi Sveinsson, Penderecki og Bach. Flytjandi: Stokkvartettinn Siggi. Norðurljós í Hörpu sunnudagurinn 27. nóvember Halda mætti að Strokkvartettinn Siggi sé einhverskonar grínhópur. Nafnið er svo kæruleysislegt, annað en maður á að venjast úr heimi kammertónlistar á Íslandi. En Sigga er full alvara með tilvist sinni! […]

Sá sem ekki varð eldinum að bráð

4 stjörnur Strengjakvartettar eftir Beethoven og Brahms í flutningi Sigrúnar Eðvaldsdóttur, Joaquin Páls Palomares, Þórunnar Óskar Marinósdóttur og Bryndísar Höllu Gylfadóttur. Norðurljós í Hörpu sunnudagur 20. nóvember Fyrst í Kammermúsíkklúbbnum á sunnudaginn var kvartett op. 18 nr. 3 eftir Beethoven. Spilamennskan var unaðslega tær og nákvæm, kraftmikil og full af lífi.  Sigrún Eðvaldsdóttir og Joaquin […]

Þegar allt var svo gott

Kórtónleikar 3 stjörnur Blönduð efnisskrá, þ.á.m. ný verk eftir Viktor Orra Árnason og Hreiðar Inga Þorsteinsson. Einsöngvarar: Benedikt Kristjánsson, Egill Ólafsson, Jakob Frímann Magnússon og Högni Egilsson. Stjórnandi: Árni Harðarson. Aka-Hrynsveit, Stórsveit Reykjavíkur og nokkrir hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Eldborg í Hörpu föstudaginn 18. nóvember Ég er með góðar fréttir og slæmar fréttir. Þær slæmu […]

Meira ruglið, eða hvað?

Sinfóníutónleikar 4 stjörnur Verk eftir R. Strauss, Hauk Tómasson og Igor Stravinskí. Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson. Stjórnandi: Yan Pascal Tortelier. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 17. nóvember Maður hefði getað sagt í hlénu á Sinfóníutónleikum á fimmtudagskvöldið: Þetta var nú meira ruglið. Það voru nefnilega mjög skrýtin verk á efnisskránni fyrir hlé. Annarsvegar var það Burleska […]

Upp í hæstu hæðir

Sinfóníutónleikar 5 stjörnur Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Dvorák, Sibelius og Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Einleikari: Andreas Brantelid. Stjórnandi: Yan Pascal Tortelier. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 10. nóvember Með fullri virðingu fyrir öllum heimsins sellóleikurum, þá held ég að ég hafi aldrei heyrt jafn vel spilað á selló og á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands s.l. fimmtudagskvöld. […]

Öllu ægði saman

2 stjörnur Sinfóníutónleikar Bedroom Community með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Crash Ensemble á Airwaves. Stjórnandi: André de Ridder. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 3. nóvember Bedroom Community er nafnið á tónlistarútgáfufyrirtæki og samfélagi sem var stofnað fyrir tíu árum síðan. Valgeir Sigurðsson, Nico Muhly og Been Frost voru forsprakkarnir, en síðar bættust fleiri í hópinn. Liðsmennirnir eru […]

Kraftaverkin í Hallgrímskirkju

Kórtónleikar 4 stjörnur Verk eftir Charpentier og Bach. Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju lék, Mótettukór kikrjunnar söng. Einsöngvarar: Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Oddur A. Jónsson, Auður Guðjohnsen, Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir og Guðmundur Vignir Karlsson. Hallgrímskirkja laugardaginn 29. október Ég heyrði brandara um daginn: Hvað er líkt með Jesú og unglingum? Jú, þeir taka ekki almennilega til starfa […]